Vísir Sunnudagsblað - 03.11.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 03.11.1940, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ §ÍÐM VITIÐ ÞÉR — að í Suður-Afríku er fólk ekki gefið saman í lijónaband nema það hafi tilkynt yfirvöld- unum trúlofun sína á. m. k. heilu ári áður? — að þetta er gert með það fyrir augum að hjónaefnin séu húin að kynnast hvort öðru svo vel, að þau viti að hverju þau gangi? — að aldur sumra loftsteina hefir talist vera 1(K)—2800 miJjónir'ára? • Hinn frægi rússneski söngvari G. A. Baklanoff gaf árið 1012 úl endurminningar sínar og hér er ofurlítill pistill úr þeim: „Eg kom í hópi fámenns ferðaleikflokks til Nikolajew, sem er lítill bær við mynni Bug- fljótsins. En svo slysalega hafði viljað til, að eitthvað af farangri okkar hafði óvart orðið eftir á leiðinni og um kvöldið rétt áður en við áttum að „troða upp“, kom í ljós að við höfðu nóturnar úr „Aida“ í fórum okkar en að- eins búningána úr „Faust“. En forstjórinn hikaði ekki eilt augnablik. Hann ákvað strax að Ieika „Aida“ í búningunum og með leiktjöldin úr „Faúst“. Eg varð i hlutverki Amonasro að koma fram í handabrókum af Valentin og egipska hetjan Rad- ames að fara í skikkju dr. Fausts. Allir þrælarnir voru í húningum af hefðarfólki mið- aldanna en þeir voru málaðir með sóti í framan rétt eins og þeir liefðu verið að spila Svarta- Pétur og allir orðið fyrir þeim óhöppum að silja með það ó- gæfuspil. Mér dalt ósjálfrátt í hug ein setning eftir læriföður minn, Stanislawsky, er hljóðaði eitthvað á þá leið, að sérhver hlutur yrði að hafa sinn stíl. Morguninn eftir skeði all- áhrifamikill harmleilcur. — Klukkan var eitthvað um tíu þegar eg heyrði hræðilega sprengingu. Það var þungur dynkur, sem kom húsinu sem eg var í til að nötra sem strá í vindi. Gluggarúðurnar svignuðu svo að þær brotnuðu i mola, sem splundruðust inn um öll her- hergin. Loftþrýstingurinn fer beint inn í vilin og ætlar að kæfa mig. Mér kom þetta fyrir sjónir eins og heimsendir væri í aðsigi. A Liingjjökli. Um síðustu helgi efndi Skiöafélag Keykjavíkur til skíöafer'Sar á Langjökul. Veöur var meö afbrigðum fagurt og glampandi sól- skin állan daginn. Myndin er tekin i nágrenni Þórisdals, sem al- ...............kunnur er úr Grettissögu. Og fyrir utan sá eg hrúgu hlæðandi líkama og líka, sund- urtætta limi, krepta hnefa í dauðakrampa og afskræmd dauð andlit. Rélt hjá stóð tví- •eykisvagn og í lionum sat náföl- ur maður í gullskreyttum ein- kennisbúningi, sem liallaði sér aftur á bak í mjúka kodda. Mér var sagt það seiilna, að þetta hefði vcrið lögreglustjór- iun í bænum, að honum hefði verið sýnt hanatilræði með liandsprengju, en sprengjan misti marks og hæfði saklausa vegfarendur sem einskis ills væntu. Þenna sama dag var öll- um leikhúsum lokað og það lá dauðahegning við því að fara út úr húsum eftir kl. (J að kvöldi. Iiersveitir héldu vörð/í hænum, þungt fólatak hermannanna glumdi jafnt og' þétt á götunum, og fyrirskipanir foringjanna gullu út í hljóðhæra nóttina. Þelta kvöld var undurfagurt, milt og hlítt og tunglið óð í skýjum. Þrátt fyrir lögreglu- hannið opnaði eg glugga, blóma- angan harst að vitum mér, í fjarska eygði eg silfurgáraðan flöt Bugárinnar. Þessi unaðslega fegurð dáleiddi mig svo, að eg steingleymdi hanni lögreglunn- ar og eg var kominn úl á götu áður en eg vissi af. Stallbróðir minn, aðaltenór- söngvari ferðaleikflokksins kom með mér. En það leið ekki á löngu, uns við iðruðuiúst fljót- ræðis okkar. Við fikruðum okk- ur áfram í skjóli trjáskugganna. En mánaskrattinn sem skein niður í gegnum laufþak trjánna Ijóstraði upp um okkur. Kósakkar skipuðu okkur að nema staðar, en við snérum við og lilupum eins og l'ætur toguðu i áttina til leikhússins okkar. Að baki okkar heyrðum við hófa- dvn frisandi hestanna nálgast óðfluga, heyrðum köll og for- •mælingar í riddurunum og blásturinn í ólmum klárunum. Aðfram komnir af mæði þeylt- umst við inn úr dyrunum og földum okkur á bað við líurð- ina. Kósakkarnir hentust af baki, hlupu inn í dyrnar, þutu upp og niður stiga en fundu okkur ekki. Við komumst í tæka tíð úr fylgsninu okkar og lögðum enn á ný á flótta. Eg hljóp sem aldrei áður og mér fanst að fæt- urnir stjórnuðust ekki af vilja mínum einvörðungu, heldur af einhverju yfirnáttúrlegu afli, sem eg hefi ekki fengið skilið. Eg hljóp hraðar og hraðar og til- finning flóttans harst alla leið niður í fætur mína. Það vár eins og jörðin væri komin á hreyf- ingu og þyti með mig áfram. Loks sá eg eittlivað svart fram- uiidan og liendur mínar krept- ust utan um liurðarhún. — — Þetta voru órólegir dagar. Sprengjutilræði komu fyrir á hverjum degi. Við dvöldum enn noklcura daga í' Nikolajew, en fólkið þorði ekki að sækja leik- húsið. Dag og nótt fóru liús- rannsóknir fram, því að Tschuchnin lögreglustjóri fékk stöðugt hótunarbréf. Og einu sinni þegar hann kom inn í vinnustofu sina sá hann saman- bundinn böggul liggja á skrif- borðinu sínu. Fyrsta hugsun hans var sú, að þetta væri vítisvél sem smygl- að hefði verið inn og að hún springi þá og þegar. Hann flýtti sér sem skjótast út, sendi effir liðsveit og skipaði henni að nema burt hið hættulega morð- tæki. Heunennirnir gerðu það sem þeim hafði verið skipað. Þeir tóku höggulinn með stökustu nákvæmni og varúð, koniu hon- um fyrir á bakka Bugárinnar og nú hófst a'gileg skothríð á bévítis höggulinn. Hvert skotið reið af á fælur öðru, böggullinn var kominn í tætlur en ekki sprakk vítisvélin. í þessum svif- um kom lögreglustjórafrúin hlaupandi að leita að mannin- um sínum, því nýju fallegu hallskónum hans hafði verið stolið af skrifborðinu og það yrði að rannsaka það mál strax, svo þjófurinn slyppi ekki. • Sendiherrar afhenda sjálfir umboðsitt tilhlutaðeigandiþjóð- höfðingja í þvi landi sem þcir eiga að starl'a. En til sönnunar því, hversu mikið formsatriði þetta er, má gela þess, að einu sinni varð sendiherra einum sú % skyssa á, að gleyma umboðinu heima lijá sér, en tók í þess stað óskrifaða pappírsörk með sér í ógáli. Hann afhenti þjóðhöfð- ingjanum örkina og lilaut viður- kenningu um hæl án þess að gengið væri eftir öðrum skil- ríkjum. Lóð og íbúð sendiherra lil- heyrir ekki því landi sem það stendur á, heldur landinu sem sendiherrann starfar fyrir. Og allir ibúar hússins hlýta lögum heimalands sendiherrans. Ef eitthvert Iögbrot er framið í húsi eða á lóð sendiherra, er það dæmt eftir landslögum hans, en ekki eftir lögum landsins, sem lögbrotið er framið i. Ef glæpamaður kemst inn í hús sendiherra má lögreglan ekki taka hann fastan nema með sérstöku leyfi sendiherrans og gilda þá um það sömu ákvæði og þegar um framsal milli landa er að ræða. Sendiherra má ekki taka fast- an í þvi landi sem umboð hans gildir fvrir, jafnvel þótl hann hrjóti landslög. „Þú hefir keypt þér hroðalega ljótan hatt,“ sagði eiginkonan geðvonskulega við manninn sinn. „Það þarf svo sem ekki að því að spyrja, að þú ert gersam- lega smekklaus maður,“ hælli hún við. „Þetta er víst satt,“ stundi maðurinn, „annars hefði eg ekki átt þig.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.