Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Page 1
1940 Sunnudaginn 10. nóvember 45. blað .— — "■ —— ■■■'. — —— LOFTUR GUÐMUNDSSON: HINSTA VAKTIN s — o — s .... Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt, stefbrot úr einhljóma, orðvana söng um óraveg ljósvakans flutt. Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. — I salnum var unað við söng og dans og seiðandi strengjaglaum. En úthafið sterkbygður stafninn klauf móti stormi og báruflaum. Hljómniður glaðværra hlátra barst út í blámyrka nótt. Nú berst þangað titrandi boð um neyð .... Bjargið oss .. bjargið .. vér sökkvum skjótt. Gegn um ópgný frá örvita drótt flytja skipstjórans hljómsterku skipunarorð til hans skipverja, djörfung og þrótt. s — o — s .... Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt .... / s — o — s .... Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt, titrandi andvörp hins bænþrungna barms af brennandi trega flutt. Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Hvert raföldubrot túlkar hetjunnar hug, sem und helmerki skyldunnar verst, og um annara líf hvern augnabliks frest við ægivald heljar berst. Síðasti bátur frá borði \ hverfur í hafrót og nótt. Enn berast hin titrandi boð um neyð .... . út í bládjúp þagnar .... Ó, — hjálpið fljótt. Um fleyið legst helmyrkur hljótt. Við myndskreyttar þiljur, — um gljáfægð gólf fossar freyðandi sær......Alt er hljótt. S — O — s .... Þrjú stutt, þrjú lpng, þrjú stutt. s — o — s .... Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt, stefbrot af einhljóma, orðvana söng um óraveg ljósvakans flutt. Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Bjargið oss .... Hraðvængja hugurinn leitar heim, yfir sollinn flaum. Bjarthærður svanni og bláeyg telpa brosa við ljúfan draum. — Sem hnotskurn bátarnir hrekjast í hafróti um koldimma nótt. Nauðstaddar konur, karlmenn og börn og kall hans titrar ... Ó, — hjálpið fljótt ... Sem helslög um niðdimma nótt hljómar aldnanna sogandi, seyðandi gnýr við sökkvandi gnoð .... Alt er hljótt. S — 0 — s .... Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Þrjú stutt, þrjú löng .. .

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.