Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ÞÁTTUR (EftirPrestaævum Sighvats Borgfirðings, sögn Hildar Jóns* dóttur í Höskuldarnesi ú Melrakkasléttu o. fl. heimildum. — Handrit Bragá Sveinssonar). — Jón hét maður Halldórsson. Hann bjó í Leirhöfn á Melrakka- sléttu skömmu eftir 1700. Kona hans var Sigríður, f. 1694 Ein- arsdóttir í Rauf á Tjörnesi Jóns- sonar á Bakka Illugasönar prests, Húsavík, d. 1673, Björns- son. Þau áttu tvö börn svo getið sé, Jón og Þórdísi. Þau systkin þóttu snemma bera af öðrum börnum að gáfum og næmi. Það 'er í frásögur fært, að einhverju sinni kom ferðamaður í Leir- höfn og hafði meðferðis nýja útgáfu af Passíusálmunum. Þau systkinin fengu sálmana léða hjá gestinum og fóru þegar að læra þá; lærðu þau annan hvern sálm hvert umsig. Nú vildi svo til, að gesturinn var hríðteptur í nokkura daga og gátu þau því haldið áfram við sálmalærdóm-. inn. Jón hafði þann starfa að hirða 20 lömb og lærði Þórdís tvo sálma á meðan hann var að því. Að kvöldi þriðjudags höfðu þau lokið við að læra sálmana. Hafði Jón þá numið 23 sálma, en Þórdís 37 og það svo vel að þau gátu sungið þá viðstöðu- laust. Þórdís Jónsdóttir giftist manni þeim er Árni hét Hall- dórsson, bóndi í Leirhöfn Magn- ússonar. Þau bjuggu fyrst í Hjálmarsvík í Þistilfirði og síð- ar í Leirhöfn. Hjálmarsvík var hjáleiga frá Svalbarði og skamt þaðan. Þá var Jóhann Krist- jánsson frá Sauðanesi prestur í Svalbarði. Hann hafði lömb í húsi i Hjálmarsvík og hirti þau sjálfur. Sat hann oft á tali við Þórdísi húsfreyju því honum þótti hún gáfuð og skemtileg. Út af þessu spanst það svo að þau ættu vingott saman, enda var Jóhann prestur tahnn í meira lagi kvenhollur. Þau Árni og Þórdís fluttu svo frá Hjálm- arsvík í Leirhöfo sem áður er sagt og þar dó Árnr en Þórdís giftist aftur Þorvaldi í Blika- lóni Jónssyni prests í Presthól- um Þorvaldssonar og var fyrri kona hans. Þau voru barnlaus. Synir Árna og Þórdísar voru Bessi vefari i Reykjavík, Magn- ús bóndi i Harðbak og Skinna- lóni, „sigldur skómakari". Skór, mikill og sterklegur, sem hann hafði smíðað, stóð lengi í göng- umíSkinnalóniog var þar hafð- ur fyrir hundadall. Hafði Hildur Jónsdóttir á Ásmundarstöðum, sem sagt hefir frá sumu því, er Eínars prests á Sauðanesi. hér fer á eftir, séð hann. Þriðji sonur Þórdísar og Árna hét Ein* ar. Hann var f æddur í Hjálmars- vík 1741 og talinn af mörgum sonur síra Jóhanns Kristjáns- sonar. Einar fór ungur að Odd- stöðum á Sléttu til Guðrúnar skjöldu dóttur Eiríks rika á Ás- mundarstöðum, er lengi bjó ó- gift á Oddstöðum, og var þar smalamaður. Þess er getið að Einar væri snemma næmurog hneigður til lærdóms, hafði hann einhvers staðar náð í Handbók presta og lært nokkuð á henni og tónaði síðan eftir prestum þeim sem hann hafði heyrt til, en það voru þeir síra Ólafur Jónsson á Svalbarði og síra Stefán Þorleifsson í Prest- hólum. Það var um þetta leyti að síra Stefán reið erinda sinna einu sinni sem oftar norður á Sléttuna. Hann fór svo kallaða Þýfigötu. Hún liggur innan við bæinn í heiðinni suður af Odd- stöðum. Þegar prestur kom nokkuð austur á götuna skall yfir hann kafþoka. Skömmu síðar heyrði prestur tónað í þokunni skamt frá sér. Þótti honum það kynlegt og reið á hljóðið. Kom hann þar að sem unglingspiltur tötralega klædd- ursat undir steini og tónaði hátt og snjalt. Þóttist prestur kenna þar Einar Árnason f rá Leirhöf n. Þegar hann heyrði fyrst til Ein- ars hafði hann verið að tóna eft- ir sira Ólafi á Svalbarði, en skifti svo um og tók nú að tóna eftir sira Stefáni sjálfum. Undraðist prestur mjög hvað hann gat orðið líkur þeim prest- um og svo það, hvað röddin var mikil og fögur. Ekki er þess gelið að Einar yrði prests var, og reið hann svo leiðar sinnar. Síra Stefán kom að Oddstöð- um í þessari ferð og hitti Guð- rúnu skjöldu.Fór hann strax að spyrjast fyrir um Einar og gat þess um leið, að hann hefði fagra rödd, og sagði að ilt væri að hún yrði til engra nota. Guðrún sagði að sér Iíkaði ekki illa við Einar, hann væri i meðallagi til verka, en þó þætti sér hann helst til hnísinn um gamlar hóka- skræður og annað því um líkt. Prestur spurði þá hvort hún leldí ekki að hann hefði góðar gáfur, og kvað hún svo mundi vera. Það varð svo úr að prestur tók Einar tali og spurði hann nokkurra spurninga, og leysti Einar vel og skilmerkilega úr því, sem prestur spurði um. Séra Stefán kom svo aftur að máli við Guðrúnu skjöldu og sagði að sér sýndist Einar efni- legur og fór þess á leit að hún léti kenna honum undir skóla, sagði hann að þetta væri sómi hennar, enda gæti hún gifst hon- um þegar hann hefði lokið skólanámi. Bauðst prestur til að taka hann fyrst i stað og kenna honum ef hún vildi kosta hann. Og hvort þau töluðu um þetta lengur eða skemur, þá varð það að ráði þeirra og fór Einar til prests og var hjá honum einn vetur áður en hann fór i Hóla- skóla 1758. Þó segir Hálfdan Einarsson i Prestbiterólógiu sinni að Einar lærði undir skóla hjá Þorvaldi í Blikalóni, stjúpa sínum. En hitt voru almennar sagnir á Melrakkasléttu, og má vera, að hvorutveggja hafi við nokkuð að styðjast. Þegar Einar útskrifaðist úr Hólaskóla 1764, er sagt að hann hafi viljað verða aðstoðarprest- ur að Sauðanesi hjá síra Arna Skaptasyni, sem þá var orðinn gamall. Hafði Einar riðið að Sauðanesi og f arið þess á leit við prest. Síra Árni kvaðst ekki þurfa hans við, og þegar hann sá, að Einari mislíkaði, sagði hann: „Eg get hughreyst þig með því að þú kemur í presta tölu á Sauðanesi ef tir minn dag, þótt ekki verði af því í þetta skifti. Einar mun hafa verið á Odd- stöðum hjá Guðrúnu fóstru sinni þangað til hann var vígður að Nesi í Aðaldal 1767. Fátt eitt er sagt frá veru síra Einars í Nesi, en á þeim árum munGuðrúnskjalda fóstra hans hafa látist. Arfleiddi hún hann að öllu ef tir sinn dag, svo Einar hefir verið orðinn allvel efnaður um þessar mundir. A þessum ár- um hefir hann líka kvænst konu sinni, Margrétu Lárusdótt- ur Scheving. Árið 1783 fékk Gisli Magnús- son, sem haft hafði Sauðanes um nokkur ár, Arnarbæli, og var Sauðanes þá laust. Síra Einar brá við og braust suður til þess að sækja um Sauðanes, í fann- fergi og hríðum. Nokkrir prest- ar, er vissu um ferð hans, báðu hann fyrir umsóknarbréf sín; þar á méðal var sr. Jón Stefáns- son í Grímsey. Síra Einar kom i Reykholt á suðurleiðinni og var þar um nætursakir. Þar skildi hann eftir bréf prestanna og fékk Sigriði móður síra Vig- fúsar Reykdals til þess að læsa þau niður í kistu og senda þau ekki fyr en nokkru ef tir að hann væri farinn. Síðan hélt hann leiðar sinnar til Reykjavikur og sótti þegar um Sauðanes, en fékk litla áheyrn. Eftir það kom hann volandi til Ólafs Stephens- sens síðar stiftamtmanns og bað hann að styrkja mál sitt. Síðan lagðist hann i rúmið með háhljóðumog neitti hvorki mat- ar né drykkjar að kalla mátti en bað án afláts um Sauðanes. Fór svo að með millgöngu Ólafs og fleiri var honum veitt Sauða- nes 3. mars 1784. Reis Einar prestur þá úr rekkju alheil- brigður og hélt sem skjótast norður aftur með veitinguna „upp á vasann". Skömmu síðar komu umsóknarbréf hinna prestanna fram, og reiddust þeir mjög Torfdal stiftamt- maður og biskup, því þeir grun- uðu síra Einar um pretti, en létu þó svo búið standa. Einar flutti að Sauðanesi um vorið og bjó þar siðan til dauðadags. Af því sem að ofan er sagt, má sjá, að sr. Einar var nokkuð brellinn, en í hina rönd- ina er talið að hann væri artar- maður" og höfðingi i lund. — Ingibjörg hét fátæk ekkja sem bjó á Eldjárnsstöðum, hún varð fyrir því óláni að bærinn brann og eina kýrin sem hún átti kafn- aði í reyknum. Síra Einar frétti um ólán hennar og gerði henni boð að finna sig. Þegar Ingi- björg kom, sagði síra Einar henni að hún mætti velja hverja kúna sem hún vildi úr f jósinu, þá átti hann 5 mjólkandi kýr, en 28 manns var i heimili. Ingi- björg valdi sér þá eina svart- hjálmótta og lét prestur færa kúna heim til hennar. Síðan sagði hann konu sinni hvar komið var. Hún mælti þá: „Það er auðséð að þú átt ekki að skamta hérna á Sauðanesi, þú áttir heldur að gefa henni kvíg- una sem aðeins er óborin að fyrsta kálfi". Ekki er þess getið hverju prestur svaraði. Að hverjum jólum bauð síra Einar heim að Sauðanesi öllu

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.