Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 4
i 4 ' VlSIR SUNNUDAGSBL,AÐ Smdsa.q.a. e.(ltL>i ttenlc uan ■H’a.d&m ÞaS er ekki margt í þorpinu sem dregur athygli ferðalangs- ins aS sér. ÞaS er að vísu gam- alt, ef til vill alt aS því sjö hundruS ára, en þaS er ekki neitt sérstakt viS þaS, því þaS eru mörg þorp viS hollensku landamærin sem geta taliS sér áþekkan aldur til frægSar. ÞaS merkasta í sögu þorpsins var tvímælalaust þaS þegar þeir sendu Spánverja blóSi drifna til baka aftur, og aS lokum gat þorpiS stært sig af því, aS ein- hverntíma hafSi einn prinsanna af Oraniu gist í „De Zilver- vloot“-gistihúsinu. En þaS eina sem skoSunarvert var í þorpinu, var veggmynd í tveimur hlutum, sem hékk uppi í samkomuhúsi þorpsins, og átti aS tákna heimsendi. En viS myndina hafSi aldrei verið lok- ið. Hún var rúmlega hundrað ára gömul, litirnir voru farnir aS fölna og liugmyndin sjálf var.ákaflega frumstæð og gam- aklags. Það var auðséð, að það var byrjandi í málaralistinni, sem þama hafði verið að verki. En ennþá — eftir nærri 120 ár —: lifir í minningum og sögnum þorpsbúanna hneykslismáliS sem komst af stað i sambandi við þetta málverk. Málarinn hét Floris Dirks- zoon. Faðir lians var mikils- virtur bóndi, en honum geðjað- ist illa að málaradútli sonarins og var það hreidasti þymir i augum. En Floris komst með þrautseigju og sjálfslijálp, og án þess að njóta kenslu, niður í undirstöðuatriðum málaralist- arinnar, og að lokum fékk liann leyfi föður síns til að reyna kunnáttu sína og getu á auðum veggjum samkomuhússins. Floris Dirkszoon var í mök- um við Aafje Timmermans, dóttur járnsmiðsins í þorpinu. BrúSkaupsdagurinn þeirra var þegar ákveðinn — en til hrúð- kaupsins kom aldrei. Hálfum mánuði fvrir liið væntanlega brúðkaup, lenti Floris án nokk- urs verulegs tilefnis, i orða- sennu við bróður Aafje, á sam- komu einni í þorpinu. Deilan óx koll af kolli, loks gripu þeir til hnifa sinna og áður en langt leið, lá bróðir Aafje liðið lík á jörðunni. Morðinginn lagði sh'ax á flótta og eftir það spurð- ist aldrei til hans meir. En hneykslið í sambandi við morð- ið hélst við lýði meðal þorpsbú- anna, kynslóð fram af kynslóð, í öll þessi hundrað og tuttugu ár. Það var fyrst og fremst mál- verkið eftir Floris Dirkszoon sem hélt þessari ömurlegu minningu hans á lofti, enda þótt litir myndarinnar fölnuSu í i- ár frá ári. En jafnhliða endur- minningunum um morðið, hélst einnig fullur fjandskapur milli beggja ættanna, uns Dirkszoon- ættin dó að áttatíu árum liðnum að fullu út. Og fjörutíu áfum siðar voru ekki til aðrir afkom- endur Timmermansættarinnar en ein ung stúlka. Hún hét Aaf je og var kennari í þorpinu. Húsið sem hún hjó i, bar ártalið 1543, meitlað í vegginn fyrir ofan dyrnar. Aftur á móti svaraði innrétting hússins alls ekki til hins ytra útlits, því það var með nýtísku húsgögnum, og öllu breytt í húsinu samkvæmt kröf- um nútímans. Hið ytra var hús- ið gamaldags með liárri burst og litlum gluggum með græn- um aldagömlum rúðum. Það var þess vegna ekki að furða þótt menn alment teldu húsið hennar Aafje annað skoðunar- verðasta fyrirbrigði í þorpinu. Svo bar það við fyrir nokkur- um árum, að ókunnur maður kom í þorpið. Hann var með tösku í hendinni, en á bakinu bar hann málarabretti og brett- isfætur. Hann talaði hollensku með sérkennilegnm útlenskum hreim og mörgum enskuslett- um þegar hann var að biðia um herbergi í gistihúsinu „De Zil- vervloot“. I gestabókina skrif- aði hann sig Floris Vlucht frá Leiden til mikillar furðu fyrir gestgjafann, sem taldi víst að hann hefði Englending fyrir framan sig. Maðurinn var Ung- ur, með vingjarnlegan andlits- svip og lýtalausa framkomu, en annars fáskiftinn og þögull. Hann kvaðst vera í sumarleyfi —- meira sagði hann ekki. Daginn eftir fór hann út með málningatæki sín á bakinu. Honum varð litið á horpsgötuna gömlu, á kirk jukrílið, æfagömlu linditrén og samkomuhúsið. Þegar hann var búinn að finna hentugan kima, byrjaði hann að teikna. Eftir fáeina daga var óktmni maðurinn búinn að draga mjög laglega mynd upp af þorpinu, sem hreif alla þá sem sáu hana. Þeir spurðu hann einskis og hann þá ekki heldur. Hann brosti öðru hvoru framan í drengi og telpur sem söfnuðust í kring um hann. Þau sögðu honum líka frá málverkinu í samkomuhúsinu. Hann fór daginn eftir að skoða myndina. Keesje Donkers, sonur meðhjálparans fylgdi honum. Þessi nýja mynd var aðeins fegurri i litum og heilsteyptari í byggingu. „Dásamlegt,“ kölluðu þorps- búai'nir upp yfir sig af hrifn- ingu þegar þeir komu hver á fætur öðrum inn í samkomu- húsið að skoða málverkið. Dag nokkurn, um það leyti „Hún er rnikið farin að mátst,“ sagði Keesje, „en þér verðið að athuga það, að myndin er þegar orðin 120 ára gömul.“ „Svo-o-o-o,“ tautaði málar- inn og hiS langdregna blístur- hljóð gaf til kynna að liann var ættaður frá Amsterdam, en al- inn að rneira eða minna leyti upp í Ameríku. „Hann hét Floris Dirkszoon, maðurinn sem málaði mynd- ina,“ sagði Keesje og sagði jafn- framt söguna um þorpshneyksl- ið sem vakið hafði svo djúpt og óbrúanlegt hatur rnilli ætt- kvíslanna tveggja. „Svo-o-o-o,“ sagði ókunni maðurinn aftur, „hann var morðingi“. Hann stóð lengi með hálflokuð augu fyrir framan mjög svo máða myndina af Iieimsendi, eins og að hann sæi eitthvað sérstaldega athyglis- vert í þessari frumstæðu mynd eftir Floris Dirkszoon. Loksins opnaði liann augun aftur og bað Keesje að fylgja sér til bæj- arstjórans. Og sama kvöldið kvisaðist það út um þorpið að málarinn hefði boðist til að end- urnýja og fullgera veggmynd- ina í samkomuhúsinu. Strax morguninn eftir sást hann fara inn í samkomuhúsið, klæddur hvítum málarakirtli. Hann byrjaði þegar að skafa, þvo og þurka eins og hann hefði ekkert annað gert á sinni æfi. Að lokum var næstum ekkert sjáanlegt eftir af myndinni. Þá tók málarinn upp sirkil og kvarða og byrjaði að mæla út hlutföll myndarinnar. Hann hristi höfuðið öðru hvoru ó- ánægjulega eða eins og hann væri í vafa Um, hvað liann ætti að gera. Keesje stóð hjá og rétli málaranum það sem hann þurfti á að halda. Hann veitti hverri hreyfingu hans nána at- hygli og augu hans voru full aðdÁunar og lotningar. Þegar málarinn var búinn að þvo og skafa málverkið eftir geðþótfa, málaði hann undur- fagra mjmd á veggflötinn, en liélt slg að öllu leytí við hina upprynglegu mynd pnálarans. sem myndin var nærri fullgerð, vaknaði athvgli málarans á því, að hann heyrði hljóðskraf á bak við sig. Keesje stóð við hliðina á ungri stúlku í salnunt. Hún var bláeýg og ljóshærð. Málar- inn leit á hana, svo dró hann augun í pung eins og liann var vanur að gera þegar hann horfðí á málverk. Hann horfði á hana lengi og hann liélt sig vera að dreyma. Svo reis hann á fætur, en þá roðnaði stúlkan og flýtti sér í burt, því henni fanst sem hún hefði truflað málarann i starfi hans. „Hver var þetta?“ spurðí harin undrandi. „Ungfrú Timmermans,“ sagði Iieesje, „Aafje Timmer- mans, kenslukonan okkar. Hún er ættingi stúlkunnar hans Dirkszoons . . . . “ Málarinn kinkaði kolli. Hann mintist sögunnar. „Á hún heima hérna?“ spurði hann. „Já, litið eitt utan við þorpið,“ svaraði Keesje og málarinn tók til við starf sitt aftur. Eftir kvöldverðinn fór málar- inn út úr þorpinu og gekk eftir veginum sem lá til hússins með ártalið 1543 fyrir ofan dyrnar. Það var heitt í veðri og þorps- húar héldu sig mestmegnis utan dyra. Málarinn hélt á teikni- Iiefti úndir hendinni og þegar hann kom á móts við hús Aafje Timmermans, nam hann undr- andi staðar. Aafje stóð í dyrun- um til að njóta kvöldfegurðar- innar úti. Þessi sýn virtist hafa heillað málarann svo mik- ið, að hann stóð kyr í sömu sporum og gat sig ekki hreyft. í fyrstunni virtist Aafje ekki veita þessu háttalagi sérstaka athygli, og ekki finna neitt at- hugavert við það, en þegar liann hélt áfram að einblina á hana, gerði hún sig líklega til að draga sig i hlé. Þá var eins og hann kæmi til sjálfs sin aftur. Hann tók ofan hattinn og gekk til hennar. „Má eg tala ofurlitið við yður?“ spurði liann og þessi orð hljómuðu eins og auðmjúk bæn dauðvona manns. „Þegar að eg sá yður í dag, fanst mér eg

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.