Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Qupperneq 6

Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Qupperneq 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Land andstæðanna. Hugleiðing 1. vetrardag. íslancl hefír með réttu veríð kallað land andstæðanna. Það má lieila hending, að nafn Iandsins er Island, en eklíi Eld- land. Frostið og funinn hafa jöfnum höndum gert landið það sem það er. Veturinn er kominn. Tiðar- farið á undanförnu sumri hefir verið stopult. Er ekki eitthvað andstæðukent í því, að einmitt siðustu daga haustsins, rétt um það hil, sem. búast hefði mátt við „innrás" og hernámi Vetrar konungs, skuli hafa verið lengri samfeldur góðviðriskafli en nokkurntima á sjálfu sumrinu. En svona hefir þetta verið og svona verður það. Þetta land kemur ckkur altaf á óvart. Oklc- ur hættir til að öfunda þá, sem húa í hinurn lilýrri og suðlæg- ari löndum.En hafa menn reynl hvað það er að vakna til sama veðurfarsins dag eflir dag? Eg hefi ekki reynt |>að. En eg man eftir því, að í fyrra vor sagði Jakob Kristinsson fræðslumála- stjóri frá reynslu sinni i þessu efni í útvarpserindi, sem hann flutti á sumardaginn fyrsta. Hann bjó æðilengi vestur i Kaliforniu, í Los Angeles. Loftslagið þar og veðurbliðan er annáluð. Það er altaf heiður himinn, altaf hlýtt og bjart veður eins og á besta sumar- degi hér á íslandi. Er það ckki notalegt, að vila með öruggri vissu að kvöldi, að næsta dag verður veðrið aftur sama og í dag, lieiðskírt og milt? Jú, okk- ur finst að svo hljóti að vera. En hvað sagði Jakob Krist- insson? Hann sagði,- að þessi tilbreytingarlausa blíða hefði alveg ætlað sig að drepa. Þetta minnir á söguna af is- lenska þingmanninum, sem fór til Danmerkur í- þingmanna- ferðina 1906. Hann hafði setið konungsveislur og þingmanna- veislur og ráðherra'veislur og borgarstjóraveislur og allskon- ar veislur, dag eftir dag í heila viku. Hann hafði fengið meiri kræsingar en hann hafði hug- mynd um. að væri til i heimin- um. Og hann var orðinn svo þreyttur á þessu öllu saman, að hann andvarpaði mjög mædd- ur: —- „Það vildi eg, að einhver vildi nú gefa mér skyrhræru og súrt slátur “ Það er gamalt gott islenskt máltæki, sem segir: „Á mis- jöfnu þrífast börnin best.“ Það er ekki gott að vita, hvað dutl- ungar islenskrar náttúru liafa átt mikinn þátl í því„ að gera okkur að lifandi mönnum, með því að vej a altaf að koma okk- ur á óVart. Það er ekki til það sæluástand hér á jörðu, að það verði ekkí þrevtandi, ef það er algjorlega tilhreytingarlaust. Við kvörtum sífelt yfir því, hvað ái'ferðið sé misbrestasamt. En höfum við gert okkur nægi- lega grein fyrir þvi, hvað það eykur „spenninginn“ við lilver- uUa, að vera altaf að spila í lotteríi ? - Líklega höfum við aldrei lif- að meiri andstæðutíma en ein- mitt nú. Fyrir rúmu ári voru atvinnuvegirnir alveg í kalda koli. Menn óðu í skuldum upp að eyrum, eða jafnvel upp fyr- ir liaus. Nú vaða þeir hinir sömu ekki í skuldum, heldur í peningum. Og það fjarstæðu- kendasta í öllu þessu er, að það er svo langt frá, að þessir menn liafi komist úr kröggun- um. við að bæta hag sinn. Það eru hai-a komnar nýjar krögg- úr — eigna-kröggur fyrir skulda-kröggur. — Eg get ekki borið um, hvorar kröggurnar eru hvimleiðari, því eg þekki — því miður — bara aðra tegund- ina! Og þó hafa mótsetningarnar liklega aldi-ei komið skýrar fram en í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Hinn 10. apríl tók- um við öll okkar mál í okkar hendur* konungsvaldið, utan- ríkismálin, alt. Hvernig sem þá atburði bar að höndum, verður því ekki neitað, að nú var upp- runnin sú, stund, að við stóð- um loksins á eigin fótum, en um það hafði alla sæmilega menn á Islandi dreymt síðustu kynslóðirnar. Við leituðum fyrir okkur um, viðurkenningu stórveldanna á þessari breyttu og fullkomnuðu afstöðu okkar út á við, og við- urkenningin kom. Bandaríkin sendu hingað aðalkonsúl, og Bretar færðu okkur sendiherra. Þetta var alt í stakasta lagi. Það fylgdi bara sá böggull skamm- rifi, að hinn nýi sendiherra Breta, sem öllum kemur saman um, að sé hið mesta valmenni, hafði þá þungu skyldu að inna af hendi, um leið og hann færði okkur sjálfstæðisviðurkenningu, að tilkynna okkur að þjóð hans neyddist til þess að hernema landið um stundarsakir. Eg ætla ekki að fara að tala um „ástandið“, og niðurlæging- areinkennin, sem því fylgja, Flosaportin og Snæbjörn. Eg er aðeins að benda á, bvað þessi atburður er einkennandi. Um leið og við fáum viðurkenning- una fyrir frelsinu, erum við sviftir frelsinu. Já, Island er andstæðanna land. Þar sem mestur ís er á- vfirborðinu er máske rnéstur eldur hið innra. Þar sem tapið er mest i dag er gróðinn kannske- mestur á morgun. Þegar frelsið er fengið er það tekið af okkur í leiðinni. Þetta eru tímar mót- setninga. En alt er þetta til- breytilegt, og er það einmitt ekki tilbreytingin, sem mennirnir þrá. Langar ekki unglinginn, sem býr við strangan aga til þess að slá sér út? Þráir ekki sá, sem teigað hefir unaðssemdir lífsins í botn, einveru og hvíld? Sveitafólkið býsnast yfir þæg- indum okkar. En langar okkur ekki til þess að geta gengið ber- fætt í grasinu á sumrin og blaup- ið á hestbak, þegar við viljum? Öll kysum við að landið okkar væri öðruvísi en það er. En vær- um við nokkuru bættari, þó að við fengjum þá ósk uppfylta? Nú fer vetur i hönd. Dagarnir styttast og næturnar lengjast. En metum við ekki ljósið þvi meir sem við þekkjum myrkrið betur? Eg ætlaði eiginlega að eins með þessum orðum að óska ykkur öllum gleðilegs vetrar. Við vitum öll að þó að syrti enn nokkurar vikur, þá birtir smátt og smátt aftur. Okkur er óhætt að trúa því, að þótt sitthvað kunni að vera öðruvísi en við liefðum helst kosið, j>á er þrátt fyrir alt, hvergi betra að vera í beiminum en á þessu kalda og afskekla landi. Á. J. Litlar fregnir berast frá vigstöðvunum í N.-Afríku. Báðir búa þar um sig af kappi. Einstaka sinn- m lendir í smáskærum á landi, milli könnunarflokka eða flugvélar eru sendar í sprengjuleiðangra. — Þessi mynd er send út frá myndskoðuninni í Rómaborg, og fylgir það með, að flugvélin sé bresk og hafi italskar loftvarnabyssur í N.-Afríku skotið hana niður.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.