Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 KOLBEINN KARLSSON: JAÐAR i. í fyrnsku, eldar eyddu svo iðjagrænni hlíð. Og háð var dauðans dökka og dapurlega stríð. Þá týndu lífsins ljósi hin ljúfu blómin fríð. Og allt varð auðn, og myrkur um apalhraunið seig. Og fölnað strá á foldu, að faðmi jarðar hneig. — Þar kenna mátti kala og kvíðafullan geig. II. En þegar árin ófust í aldaraðir þétt. Þá kom hann blærinn blíði, og bærðist undur létt. — Á bjarta framtíð frjálsa, var fyrirheitið sett. Og mosinn hafði mildað þau mein, er landið bar. Og svo fór gras að grænka, er gréri hér og þar. Það vakti margar myndir, og minnti’ á það sem var. Þá birtust ljúfir litir, og ljós frá morgunsól. Hinn nýi, glaði gróður, í geislum, vonir ól. — Já, harmsagan var horfin; en hilling drauma fól. III. Á ný var landið numið, og nöktum stöðum breytt í gróðurreit. Af gleði var glæstu afli beitt, svo landið bjarta, besta, þá blómin gætu skreytt. Nú vex þar víðihrísla, mót vorsins sólu hlær. Á blóðrót og á birki, þau blika tárin skær. ■— Já, moldin hún er máttug. og myrkrið þokast fjær. Þitt iand er ljósi stafað, og laugað daggarhjúp. Þar ríkir háleit hugsjón, og heilög kyrðin djúp. — Þar hefir sókndirfð sigrað. Þín sál er hrein og gljúp. —• Jæja, kunningi! Þá ertu nú búinn að reyna sætleik hjóna- bandsins. 7- Jú-jú. Sætabrag'ðið stoð nú ekki lengi. — — Jæja. Er jDað fariS að dofna? •—• Og meira en þaS, lagsma'ður! Fyrstu vikurnar var hún sæt eins og rauður kandís, en nú er hún oröin beisk og römm eins og djöflarót! Hann: Gefið mér koss, kæra ungfrú! Hún: Eg hefi aldréi nokkurn- tima kyst karlmann! Hann: Sama segi eg. Eg hefi að minnsta kosti ekki gert það sith an eg var smá-patti! Kontrakt-Bridge ___ Eftir frii Kristínu Norðmann _ Fimmlitaspil. Reglur um Auktionsbridge. Spilin eru gefin eins og venjulega og byrjar sá sögn, er gefur. Fær liver spilari 16 spil. Verður þá eitt spil afgangs og er það lagt á borðið. Sá, sem að lokum ræður sögn, fær þetta spil. Eftir fyrsta útspil, er lion- um lieimilt að skjfta á því og sérhverju öðru spili, sem hann vill, frá sjálfum sér eða blind- um,. Spilið, sem hann lætur af hendi, leggur liann hægra meg- in við sig á borðið, og er það lagt í fyrsta slag. Hin svokallaða bók eru 8 slagir, og þarf þá 9 slagi lil þess að vinna t. d. 1 lauf, 10 slagi til að ,vinna 2 lauf, en 11 slagi til að vinna 3 lauf o. s. frv. Gildi litanna í sögn er sem hér segir: Kóróna er hæst, þvi næst spaði, svo lijarta, þá tíg- ull, en laufið lægst. Gildi slaga er: Grand ......... 12 Kóróna ........ 10 Spaði .......... 9 Hjarta ......... 8 Tigull ......... 7 Lauf ........... 6 Til þess að vinna i game þarf 36. Vinningur fyrir rúbertu er 250, en hvorirtveggja spilar- anna fá 100 fyrir fyrsta game. Vinningur fyrir hálfslem er 100, en fyrir alslem 200. Til þess að vinna hálfslem þarf 15 slagi, en 16 slagi til þess að vinna alslern. Vinningur fyrir sagt og unn- ið hálfslem er 300, en vinning- ur fyrir sagt og unnið alslem 500. Háspil: Vinningur fyrir 4 ása eða 4 háspil á einni hendi er 50, en fyrir 5 ása eða 5 háspil á einni hendi 100. 1 * \ Fimmlitaspil. Reglur um Kontraktbridge. Spilin eru gefin eins og venjulega og byrjar sá sögn, er gefur. Fær hver spilari 16 spil. Verður þá eitt spil afgangs og er það lagt á borðið. Sá, sem að lokum ræður sögn, fær þetta spil. Eftir fyrsta útspil, er hon- um heimilt að skifta á þvi og sérhverju öðru spili, sem hann vill, frá sjálfum sér eða blind- um. Spilið, sem hann lætur af hendi, leggur hann hægra meg- in við sig á borðið, og er það lagt í fyrsta slag. Grand er hæsta sögnin, þar næst kóróna, síðan koma hinir fjórir litirnir: spaði, hjarta, tigull og lauf. Gildi slaga er: Grand .......... 50 Kóróna ......... 40 Spaði .......... 30 Hjarta ......... 30 Tígull ......... 30 Lauf ........... 30 Hin svokallaða bók eru 8 slagir. Ef sagt er t. d. 1 lauf, þýðir það 1 fram yfir 8, eða 9 slagir, 2 lauf eru þá 10 slagir, 3 lauf 11 slagir o. s. frv. Til þess að vinna hálfslem þarf 15 slagi, en 16 slagi til þess að vinna alslem. í einni rúbertu eru tvö game, og þeir spilaranna, sem fyrr verða til að vinna þau, vinna rúhertuna. Til þess að vinna 1 game þarf 150, en það eru 5 í fjórum litunum, laufi, tigli, hjarta og spaða (13 slagir), í kórónu þarf 4 (12 slagir) og í-grandi aðeins 3 (11 slagir). Vinningur fyrir rúbertu et- 750, auk þess fá livorirtveggja spilaranna 250 fyrir fyrsta game. Er þá vinningur fyrir rúhertu i tveim gam,eum 1000, en í þrem 750. Vinningur fyrir hálfslem er 500 utan hættu, en 1000 i hættu. Vinningur fyrir alslem er 1000 utan hættu, en 2000 i hættu. Tapslagir: Utan hætlu í hættu 1 tapsl. 50 100 2 — 100 200 3 — 150 300 og svo framvegis. Tapslagir: Doblað Doblað 1 tapsl. 100 200 2 — ^ 200 400 3 — 300 600 og svo framvegis. Háspil: 5 ásar á einni liendi í grandi .................. 300 4 ásar á einni hendi i grandi ................. 150 5 háspil á einni hendi 150 4 háspil á einni hendi 100 i Spilið úr síðasta Sunnudags- blaði (3. nóv.): Suðuk spilar út tígulás, og þar næst tíguldrotningu. Aust- ur tekur með kóngnum. Nú verður austur annaðhvort að spila út laufaníu eða frá hjarta- drotningunni. Norður kemst inn t. d. á laufagosanri, suð- ur kastar tíguláttu. Þá spilar norður tveimur lágtiglum, en suður kastar lijartatvisti og fjarka. Á hánn þá aðeins eftir kóng og tíu i hjarta; spilar hjarta frá norðri, austur kemsl í milliliölld með drotninguna, en suður á báða slagina. Hittog þetta UmljoðsmaSur líftryggingarfé- lagsins var kominn og vildi fá hús- bóndann til þess aS tryggja líf sitt. — Eg ráSlegg ySur aS taka svo sem 20 þúsund króna tryggingu. Minnist þess, aS þér eigiS íyrir konu og börnum aS sjá. — Eg skal segja yður rétt eins og er, svaraSi maSurinn. Eg þori þaS ekki. Konan mín hefir þríveg- is reynt aS ráSa mig af dögum — og átti þó ekki von á einni ein- ustu krónu! — ÞaS sér á, aS nú erum viS gift, sagSi Karen viS manninn sinn. Þú varst öSru vísi, meSan eg lét þig ganga á eftir mér meS gras- iS í skónum. — Gættu aS þvi, væna mín, sagSi maSurinn hennar, aS maS- ur hleypur ekki á eftir þeim spor- vagni, sem 'maSur situr í! MaSur bíSur þess meS óþreyju, aS hann nemi staSar! Hann: Eg hefi lengi veriS aS hugsa um aS bi'Sja ySar, mín kæra Salóme, en eg veit ekkert hvernig hvernig eg á aS fara aS því! Hún: Þetta nægir. Og nú skulu þér tala nánar um þaS viS hann pabba! Hún (meS ákafa) : Þess vildi eg óska, þaS segi eg satt, aS hann Önundur þar í GerSi færi nú aS herSa sig upp og biSja hennar Stebbu okkar hreinlega! Mér er ekki um þetta gauf og hangs i þaS óendanlega! Hann (hægur): Eg er nú orS- in heldur vonlítill, síSan hann gisti hér í vetur, skinniS aS tarna, og heyrSi lætin í ykkur mæSgunum ! — Ó — herra læknir! Eg er svo hræddur um, aS eg eigi skamt eft- ir ólifaS. —• Og hvers vegna haldi þér þaS ? — Gullpenninn minn er brotinn. En þegar eg keypti hann, var mér afhent skrifaS skjal, þar sem á- hyrgS var tekin á því, aS penninn entist mér til æviloka! Forstjórinn hrekkur upp af vær- um blundi og fórnar höndum í skelfingu, því aS innbrotsþjófur meS grímu fyrir andliti og byssu í hendi stendur yfir honum og miSar á hann. Innbrotsþjófurinn: Engin köll eSa hávaSa, herra rninn! Eg full- vissa ySur um, aS þetta er bara draumur! — SýniS mér seSla- „veskiS“ ySar rétt sem snöggvast og svo er eg farinn!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.