Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 17. nóvember 46. blað Frá Jóni Eggeríssyní í Hergilsey Eggert Ólafsson hafnsögu- maður í Hergilsey látti margar konur og fjölda barnai Elsli sonur hans hét Jón. Hann f lutt- ist á unga aldri upp í Reykhóla- sveit og reisti bú á Miðhúsum. Bjó þar um nokkurra ái'a skeið, var hreppstjóri og í góðu áliti. En eftir að faðir hans endur- reisti bygð í Hergilsey, um 1783, fluttist Jón þangað til hans og gengu eftir það ýmsar kátlegar sögur af honum. — Hann gerð- ist allmikill drykkjumaður, en þoldi vin hverjum manni betur og drakk sig nálega aldrei útúr sem kallað er. Sagt var, að hann gæti vakað heila viku í einu væri hann við vin, en þyrf ti svo að sofa jafnlengi i einu þegar af honum rann. Hann var ákaf- lega hrekkjóttur og stríðinn, einkum við vin, og komu glettur hans oftast niður á höfðingjum og heldri mönnum. Vífinn þótti hann og nokkuð. En margt var Jóni vel gefið svo sem frændum hans mörgum fyr og síðar. Hann var hjálpsamur og ör á fé við fátæka menn. Duglegur til allra verka, ágætur sjómaður og aflakló. Ságnir um Jón Eggertsson haf a lif að á vörum eldra f ólks i Breiðafjarðareyjuna fram á þennan dag. Hér verða nú nokk- urar sagðar og hafa" sumar þeirra verið birtar áður. Kona Jóns hét Sigríður, og voru með þeim lijónum góðar ástir. Þegar hún dó, svaf Jón hjá líkinu hálfan mánuð og hafði konan þó verið líkþrá. Og þegar loks var kistulagt, lét hahn kistuna standa við rúm sitt i mánuð. Síra Tómas Sigurðsson var þá prestur í Flatey og jarðaði hann Sigríði. í kirkjugarðinum lágu tveir legsteinar sem prestur átti og hann ætlaði að setja á leiði vina sirina eða vándá- manna þar í garðinum. — En á meðan prestur talaði yfir kist- unni í kirkjunni fékk Jón menn til að bera steinana á grafar- barminn, kvaðst ætla að krjúpa á þeim við gröfina. En þegar likmennirnir höfðu látið kist- una síga niður í gröfina og pi-estur hafði kastað rekunum, hratt Jón báðum steinunum ofan i gröfina og hrópaði til likmannanna, að moka sem fljótast yfir, og var svo gert, því ekki vildu menn ganga iá móti Jóni í þessu eins og á stóð. — Presti þótti þetta miður sem von var og kærði fyrir Eggert, föður Jóns. Sagði Eggert, að skaði prests væri ekki bættur með minna en 50 dölum. Eftir þann úrskurð kallaði Jón 50 dala kjaft á föður sínum. En aldrei borgaði hann presti stein- ana svo vitað væri. Þótti og mörgum sem síra Tómas gæti látið grafa steinana upp ef hann vildi. f Baula heitir sker út á milli Flateyjar og Hergilseyjar. Það var eitt sinn, þegar Jón sigldi fram hjá skeri þessu, að hann mælti: „Það má furðu gegna, að enginn gefur neitt Baulu." Tók við það nýjan hatt af höfði sínu og kastaði í sjóinn og' kvaðst gefa hann Baulu. Slikar ^oru tiltektir hans. Baula fer í kaf um hverja flæði. Hjá Jóni i Hergilsey voru tveir drengir, er þóttu ódælir I meira lagi. Eitt sinn biður Jón drengi þessa að koma með sér til Flateyjar. Þegar kemur að Baulu, segir Jón að sér sýnist selur hggja hinsvegar í skerinu og biður drengina að fara upp og drepa hann. Það létu þeir ekki segja sér»tvisvar. En þegar þeir voru komnir upp á skerið, ýtir Jón bátnum frá og sighr til Flateyjar, sem er rösk hálf riiíla "sjávar. Þar klárar hann er- indi sín og fer svo af stað. En. þegar hann kemur að Baulu er sjór fallinn að fótUm drengj- anna og voru þeir nær dauða en lif i af hræðslu. Jón bað drengina að vera hlýðna og þæga ef tir- leiðis, þvi annars mundi hann hegna þeim með þessu og öðru þvilíku. — Ekki er þess getið hvort drengirnir létu sér segjast við þessa dæmalausu áminningu Jóns. i Til marks um veiðiskap Jóns og aflabrögð er sögð þessi saga. Hann leiddi eitt sinn í tal við Eggert föður sinn, sem þá var orðinn gamall, að sér þætti sem öll flyðra og annað góðfiski væri að leggjast frá eyjum og kendi um átuleysi. Fáðir hans tók því ekki fjarri, en sagði að liklega væri ekki gott úr þvi aS bæta. Jón sagði það ekki tílreynt Við það greip hann væna kvígu, sem faðir hans átti, réri með hana skamt út frá eyjunum og sökti henni þar lifandi. — Sagt var að við þann niðurburð drægi Jón á færi sitt um surnar- ið 80—100 flyðrur. Eitt sinn kom Jón til Guð- mundar kaupmanns Schevings í Flatey og bað hann að lána sér ein leðurskæði; sagðist ætla að gefa þau sóknarprestinum, hann gengi svo að segja á berum fót- unum og vantaði skæðaskinn. Scheving sagðist ekki geta látið skæðin þvi hann ætti ekki til nema eina húð í versluninni og þyrf ti þegar að sníða hana nið- ur handa mönnum sinum. Jón sagði það ósatt vera og barlóm einn. Scheving bauðst þá til að ganga með honum í búðarlof tið svo þeir gætu fullvissað sig um þetta. — Þegar þangað kom, greip Jón húðina, kastaði henni ofan af Iof tinu, stökk niður stig- ann á undan kaupmanni og hljóp með húðina til síra Tóm- asar og sagði Guðm. Scheving gef a honum þetta smiáræði. Ekki E(tih (oeÁfysvwi SkúiasoPi.. nenti Scheving að rekast í þessu frekar, og hélt prestur húðinni. Guðm. kaupm. Scheving átti kaupskip er Svanur hét. Eitt sinn þegar það lá á höfninni í Flatey bað Scheving Jón að flytja sig fram í skipið, og var Jón fús til þess. — Á var austan vindur allhvass og vesturfall í Hafnarsundinu. Þegar kemur í mitt sundið, þar sem straumur- inn er harðastur, læst Jón missa út báðar árarnar sem hann reri á, og segir við kaupmann að nú hafi illa til tekist þar sem engin aukaár sé í bátnum og muni þá nú reka til hafs undan straumi og vindi. Segir að ekki séu nú önnur ráð fyrir hendi, en hann hrópi og kalli svo sem hann hafi róm til, ef vera kynni að skip- verjar á Svan heyri til hans eða þá menn úr landi. Scheving kaupm., sem var orðlagður fyr- ir sjóhræðslu, lét sér ráð Jóns að kenningu verða og tók til að hrópa og kalla sem mest hann mátti, þar til skipverjar á Svan heyrðu köllin og sóttu þá. — Af þessu hafði Jón hið mesta yndi og skopaðist að á eftir. Hann vissi gerla um sjóhræðslu kaup- manns og hinsvegar að hann var óvorkunnlátur við menn sína og atti þeim oft á sjó i mis- jöfnum veðrum. Þegar Guðm. Scheving bjó í Haga og var settur sýslumaður i Barðastrandarsýslu, sendi hann menn sína eitt sinn til Flateyjar eftir riiatbjörg, þar á meðal einni mjöltunnu. Þegar Hagamenn komu í Flatey var Jón i Hergilsey þar staddur sem oftar. Og samtímis þeim voru þar menn á bát úr Stykkishólmi og áttu að sækja eina tunnu af

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.