Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 4
VlSÍR SUNNÚDAGSBLAÐ Myndin er af tveim tennisköppum, Bobby Riggs frá Chicago (t. h.) og Frank Ivovacs frá Oakland í Kaliforníu, sem börðust í 3 tíma um sigur í tenniskepni. Sá stutti sigraði að lokum. lokkrar vcírarferdir Iorðlénding:a yfir öræfin með rckitra* hafðí hún aldrei beyrl annan eins bölvaðan gauragang. Þessi óguriegi skarkali, sem nú tók út yfir allan þjófabálk, gerði hana æsta og uppnæma. Sjálf- sagt var þetta einhver nýmóðins f jandi, sem flýtli fyrir eyðilegg- ingunni og hruni ættarinnar? Hún gat ekki betur lieyrt en að það væri rétt yfir böfði henn- ar? — Skyldi það vera einhver bannsettur óþarfinn sem Há- varður hafði keypt seinast þeg- ar hann var í kaupstaðnum? — Reyndar var hann vanur, dreng- urinn, að segja henni nákvæm- lega frá öllu sem hann tók út, — ef hann laug þá ekki að henni líka, eins og aðrir? Hún hafði nefnilega lengi haft hann grunaðan um að fara í kringum hana; — sjálfsagt var hann smitaður af þessum nýja tíma, — „nýja tíma“, fari það all sót- bölvað! „Hvað er þetta, Hávarður!“ hrópaði hún í offorsi; nú var grjáthljóðið greinilegt í rödd hennar. „Geturðu ekki svarað mér, drengur?“ En nú var flugvélin heint yfir höfðum þeirra og flaug lágl. — Þetta var í fyrsta sinn að slíkt henti í sögu dalsins, upplýsti Guðjón, skólagengni maðurinn og allir voru svo gripnir af hátíðleik augnabliks- ins, að enginn mátti vera að því að sinna. Guðrúnu gömlu. Fyrst þegar þessi sendiherra nýja tímans var horfinn bak við fjöllin, var farið að reyna að útskýra þetta fyrirhrigði fyrir gömlu konunni. — En það sem unga fólkið sagði, var svo fram úr öllu hófi vitlausl að amma hað ungviðið að halda sér saman og snéri sér til sonar síns: „Segðu mér nú afdráttar- Iaust undir eins hvað þetta var, Éávarður!“ skipaði hún. Hávarður hóndi ræskti sig griðarlega og snýtti sér; þar næst mælti hann: „Já, sjáðu til, mamma, það er nú ekkí svo auðvelt að skýra frá því. — En þetta er einskonar skij), já skip, — sem getur siglt í Ioftinu!“ „Skip sem getur siglt i loft- inu? — ja hérna!“ varð Guð- ríði gömlu að orði. — Hún hafði að eins einu sinni á æfi sinni séð skip, þrímastraða skonnortu sem kom með speku- lantvörur í kaupstaðinn, þegar hún var ung. Og hún reyndi að hugsa sér þessa fleytu á sigl- ingu yfir dalnum, hált í lofti uppi, með alla klúta þanda; — en hvaðan kom þá allur hávað- inn? Nei! Það var þó augljóst hverri viti borinni manneskju, að þetta var hauga horngrýtis lýgí I Guðríður gamla viðhafði ekki fleiri orð. En hún lierpti saman munninn og rölti lieim á leið. — Úr ])ví hann Hávarður litli, drengurinn hennar gat gert svo lítið úr sér að ljúga svona að henni, þá voru henni öll sund lokuð i þessu lífi. Úr þessu var/ ekki annað fyrir hendi'en leggja sig í körina og bíða dauðans. Heimsendir var á næstu grös- um; veröldinni varð ekki bjarg- að! Frá örófa líð haftt littldísl uppi „vetrarferðir yfir öræfin" millí Hhðúr- og Norðnrlands, þótt flestar þeirra hafi vcrið farnar af mönnum að norðan, er stunduðu sjóróðra á Suður- landi. — Mörg æfintýri eru nú til í endurminningum frá þeim ferðum, en þau verða ekki rak- in hér; aðeins getið þriggja ferða frá seinustu 160 árum, er farnar hafa verið af Norðlend- ingum með þunga rekstra yfir öræfin að vetrarlagi. Eins og séð verður, urðu lok þessara ferða misjöfn, og kem- ur þar lil greina hinn óendan- legi hreytileiki tíðarfarsins. Allar þessar ferðir, er hér verður skýrt frá, voru knúðar fram af neyð, en allar eru þær ljós mynd af þróttí og dáð Norðlendingsins. Árið 1780 krepti mjög að norðlenskum hændum; árið hart að tíðarfari, sauðfénaður mjög fár, vegna fjársýkinnar og niðurskurðarins. Þetta ástand skapaði meðáí annars, að þau 'Reýnistaðahjön gripu til þeifra úrræða, að sendtt á Öndverðun) slætti Bjárna son sinn og Jón Áust- mann suður í Hkaptárþing til fjárkaupa. Riðu þeir suður Kjalveg. Reynistáðahjónin voru hæði af húnverskiim ættum, Hall- dór sonur Bjarna sýslumanns á Þingeyrunl, en Ragnheiður dóttir Einars Nikulássonar á Söndum. Um sláttarlokin sendu þau (Reynistaðahjónin) þá Sigui‘ð á Daufá og Einar son sinn, 11 ára gamlan, suður, hinum til að- stoðar að reka norður. Þeir urðu siðbúnir og lögðu þeir upp úr Hreppunum annan laugardag í vetri með 200 fjár og 5 klyfja- hesta. Voru þeir 5 alls, ]wí með þeim var til fylgdar Jón sonur Daða prests Guðmundssonar í Reynisþingum. Veður og útlit var talið ískyggilegt, enda gekk i harðviðrishríðar. Er talið í annálum frá þeim tíma, að á Norðurlandi hafi staðið norðan garður í hálfan mánuð, með snjókomu og frosli. Eins og kunnugt er, varð end- ir þessarar farar hinn hörmu- legasti. Þeir komust m.eð rekst- urinn norður undír Kjalfell, og urðu þar úti. Sjást þess enn merki, á svokölluðum Beina- hala. Rúmum 77 árum síðar Iiefsl annar þáttur þessara frásagna. Kláðafaraldurinn hafði herjað Norðurlandið, og niðurskúrður þess, sem eftir var af sauðfé, var ákveðinn. Geta menn von hráðar lesið um það ástand, er þá ríkti á Norðurlandi, i Brand- slaða annál. (Annállinn er nú í j)rentun, gefinn út af Sögufélagi Húnvetninga). — Féð var skor- ið niður á öllum tímum árs. Hér verður aðeins greint frá einu atriði, hvað niðurskurðinn snerti. í Stóradal í Húnavatns- sýslu hjó þá Kristján Jónsson. Var hann ríkur og kjarkmikill hóndi. Ilann átti 300 sauði, er skera átti niður. En þegar fjár- skurðarmenn komu að Stóradal á Góu, var Kristján og sauði)‘ hans horfnir. Allif vissu að Kristján mundí hafa lagt af stað ineð sauðintt suður yfir Öræfin, en Cngin vissi hvort stefnt heíði veríð tlí Árnéss- eða Borgár- f jarðarsýslu. Fyrir það var halin ekki eltur. Kristján var nær 60 ára, er hann fór þessa ferð; hafði hann ineð sér 3 menn og hey á 5 hestunl. Eftir fjögra sólarhringa ferð kömust þeir að Háukadttl í Árnessýslu, lieilu og hÖldnu. Alla leið var rénnihjarn og stilla, hvergi liagi. Kristján í Stóradal var afi Jónasttr Kristjánssonar læknis og þeirra hjóna, — þau eru hræðra born. — Saga Kristjáns i Stóradal er saga liins norðlenska bónda, er heldur vildi láta alt, — lifið og sttuðina, — heldur en láta kúga sig. — Nú, 1940, endurtekur sagan sig að nokkru. Eftir að mæði- veikin hefir lierjað Húnaþing í full 3 ár, ráðast Ilúnvetningar i að senda stóð sitt suður til slátrunar, fyrir atbeina kaupfé- lagsins, fyrst og fremst til að hlifa fjárstofninum, er svo mjög er lil þurðar genginn, og forðast skuldasöfnun, og ekki síst til að létta á fóðrum, ef vet- ur yrði harður. Frá þessari ferð er að nokkru skýrt í Vísi 9. þ. m„ — en því skal aðeins við bætt, að eg tel fullan vafa á að seinni ferðin hefði komist á í liaust, ef Guð- jóns Hallgrímssonar hefði ekki notið við. Var honum fullljóst, hver þörf var á sliku úrræði, enda i blóð borið að hræðast ekki örðugleikana, heldur þreyta fang við þá, eins og Elli kerling við Grím forðum. Þess verður þó getið sem gert er, stendur í húnyerskri forn- sögu — Grettis sögu —, og mun svo enn fara. Þorsteinn Konráðsson.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.