Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ undrun. „Hver er þetta?“ sagði hann flaumósa og hissa. „Franskur lierprestur, sem eg sá í Paris og heitir Hénoque,“ svaraði eg. „Þekkið þér hann?“ — Eg svaraði með þvi að spyrja, hvort haim kannaðist við mann- inn. „Það aitti eg að minsta kosti að gera. — Hann var her- prestur við herdeildina sem eg var í við Verdun 1916. Og hann lagði líf sitt í hættu einmitt fyr- ir mig.“ Svo rak hver frásagau aðra um afrek prsetsins með þeim innileik eða öllu heldur lotningu, sem var í fullkominni mótsetningu við liið kæruleysis- lega útlit og hátterni hans sjálfs. —-------„Það var við Ver- dun, eg var liðþjálfi og var falið að hafa gát á síma, sem hafði verið komið fvrir í sprengjugig. Skothríðin var æðisgengin. — ÍSímalínan slitnaði, eg gægðist upp fyrir gígbrúnina, og á- stæðulaust er að neita því, að eg hikaði við að yfirgefa afdrepið sem eg hafði og leggja út í það „helvíti", sem óhjákvæmilegt var að fara í gegnum til að bæta tjónið. Einn maður, sem einnig var í sprengjugígnum, hafði veitt því eftirtekt, að eg hikaði við að fara. Það var Hénoque, herpresturinn; hann kom til mín, lagði höndina á öxlina á mér, og sagði: „Verið kyr, þér eruð ekki nema 18 ára, eg er yfir fertugt, eg skal lagfæra þetta.“ — Og um leið sá eg hann stökkva upp úr gryfjunni. Að stundarfjórðungi liðnum eða svo, kom hann aftur og sagði að viðgerðinni væri lokið. — „Þetta er framúrskarandi maður“. — „Une des jilus belles figures de la guerre!“ (Nánast = einn af glæsilegustu mönnum styrjald- arinnar). Allir hermennirnir, einnig þeir sem voru trúleys- ingjar eins og eg, litu upp til hans, eins og einhverrar æðri veru. Þegar hann veitti her- mönnunum hina prestlegu af- lausn áður en orustur hófust, krupu allir, Gyðingar, trúleys- ingjar og Múhameðstrúar- menn, með sömu lotningu og þeir sem kristnir voru. Hann barðist eins og'hetja, til að sýna öðrum þann styrk sem trúin veitir. Þó hann væri í byrjun ó- breyttur sjúkraberi, voru ýmsir sem sögðu að hann væri maður mjög stórættaður. Það gengu einskonar helgi- sögur um dugnað hans og hug- rekki, sem myndi verða of langt mál að skýra frá. — Hann geyst- ist fram, bugrakkur og óbifan- legur, með byssuna í annari hendinni og bænabókina í hinni. Tvær ungar stúlkur sem fengu fegurðarverðlaun i Seattle í Washington í Bandaríkjunum. I' I Þessi mynd, sem mun vera sú síðasta, sem tekin var af Trotski og konu hans, var tekin nokkurum dögum áður en hann var myrtur. Þannig t. d. við Vei’dun 1916. Allir foringjar herdeildarinnar voru fallnir (i franskri herdeild voru 3000 manns) og fleslir her- mannanna, þá safnaði hann saman þeim sem vígfærir voru, um 300 mönnum, tók að sér for- ystuna, gerði næturálilaup, og náðum yið þá af nýju þremur skotgrafahnum, sem við liöfð- um mist þá um daginn. — Fyrir þetta hetjulega afrek var hann sæmdur riddarakrossi frönsku heiðursfylkingarinnar.“ S- K. Steindórs þýddi lausl. Loftfloti Þjóðverja og skipulag hans. Eftíz Richard C. Hottelet. Berlín — U. P. — Þýski loft- flotinn, sem varla var til fyrir sex árum, er nú ómótmælan- lega orðinn sá stærsti í heimi. Það sýna herferðirnar á Pól- land og Noreg og sóknirnar í Frakklandi og Niðurlöndum. Það, sem Þýskaland getur að- allega þakkað hinn góða árang- ur, sem flugherinn — Luftwaffe — hefir náð, er hið góða skipu- lag hans. Það er svo nákvæmt í hverju smáatriði, að flughern- um er alyeg sama hvort notaðar eru í einu fimm hundruð flug- vélar, eða aðeins fimm, í sókn eða vörn og með sama sem eng- um fyrirvara. Skipulagið er fullkomlega „straumlínulagað“. Flugherinn liefir sinn eigin aðalforingja, alveg eins og flot- inn og landherinn. En yfir þess- um þremur aðalforingjum er Hitler og hefir hann óskorað vald í öllum atriðum. Flugmálasérfræðingar erlend- ir hafa látið þá skoðun i ljós, að starfsemi flughersins sé óvenju- lega liðug, þegar þess er gætt, hversu stór og viðamikill hann er. Við skipulagið hafa verið teknar upp alveg nýjar aðferðir og þær eru svo teygjanlegar, að ekkert atvik eða skipun kemur á óvart og hver flugdeildarfor- ingi er sjálfráður innan allvíðra talcmarka. Þýski flugherinn er ekki, eins og mjög margir álíta, eingöngu árásarvopn. Undir hann heyra nefnilega allar loftvarnir, hvar sem er í rikinu, m. a. hver ein- asta loftvarnabyssa. Hann hefir sitt eigið sjúkralið og merkja- deildir, sem gera það að verkum að liann getur starfað alveg ó- háður öðrum. Hann starfar líka ýmist sjálf- stætt eða í samvinnu við flotann eða landherinn. Þær deildir landvarnanna þýsku geta feng- íð flugdeildir, stórar eða smáar, að „láni“ hjá flughernum. Yfir- stjómin ræður þvi alveg. ' Enda þótt yfirforingi flug- hersins, Hermann Göring, mar- skálkur, sé hærri að tign en Raeder, aðmíráli, yfirmaðuv

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.