Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SIBAN í ungverska þorpinu Cson- grád er hundur einn, sem er all- merkilegt fyrirbrigði. Það mætti í fljótu bragði kalla hann lof tvarnahund og; hann ber það nafn með rentu, því að í hvert skifti sem heyrist í flugvél yfir Csongrád kemst alt þorpið í uppnám fyrir tilstilli hundsins. Þessi merkilegi hundur heitir Pocok og strax er hann heyrir suð í flugvélamótor — og Po- cok hefir fnábæra heyrn — tekur hann a sprett geltandi og spangólandi um þvert og endi- langt þorpið. En Pocok gerir meira, hann rekur hverja ein- ustu hænu sem til er í þorpinu inn í hænsnastíu, því hann virð- ist láta sér alveg sérstaklega ant um hænsnin. Þegar hann er bú- inn að koma öllum hænunum í húsaskjól, fer hann fyrst að hugsa fyrir sjálfum sér. Pocok hefir fundið djúpan og ramger- an steinsteypukjallara í einu húsi þorpsins og þar heldur hann sig uns hætt er að heyrast í flugvélinni. Þegar hann er orð- inn öruggur um að hættan sé um garð gengin, leggur hann á stúfana, fer inn í hvern hænsna- kofa og gengur úr skugga um hvort hænurnar séu heilar á húfi og að alt sé í stökustu reglu. Þess má geta í sambandi við Pocok, að honum hafa ekki verið kendar neinar loftvarna- ráðstafanir, heldur hefir hann að öllu leyti tekið upp á þessu háttalagi af sjálfu sér. Eftir öll- um líkum að dæma, mun þessi frábæri bundur hafa meiri ánægju af gasgrímu í næstu jólagjöf, heldur en af vænum kjötbita. Fyrstu kvikmyndaleikhúsin í heiminum eru nú rúmlega 40 ára, því það fyrsta mun hafa verið stofnsett 16. mars 1899. Nokkurum árum áður höfðu kvikmyndatökuvélar verið smiðaðar. Sá fyrsti er lagði út á þá braut var Marx Steladan- owsky í Þýskalandi. Hann fann upp kvikmyndatökuvél árið 1892 og þrem árum síðar sýndi hann lifandi myndir á „Winter- garten", þektum skemtistað í Berlín. Ári síðar fann Edispn upp kvikmyndavél sem hann kallaði „kinetoskop" og 13. febrúar 1895 sóttu Lumiére- bræðurnir í Frakklandi um einkarétt á kvikmyndavél, þar sem lifandi myndir voru ekki einungis teknar, heldur og framkallaðar og sýndar. Mán- uði seinna sýndu þeir fyrstu kvikmyndirnar í París. • I veitingahúsi einu í Hann- over i Þýskalandi sátu ung hjón við borð og drukku kaffi, en viö næsta borð sat maður sem depl- aði augunum í sífellu framan í ungu konuna. Manninum henn- ar fanst þetta móðgandi, að ó- kunnur mannpeyi skyldi leyfa sér að „blikka" hana í viðurvist sinni. Hann„reis á fætur, gekk yfir að borðinu til hins ókunna manns, þreif í hálsmálið á jakkanum hans og gerði sér litið fyrir og þeytti manninum gegnum rúðuna og út á götu. Manninn sakaði af einhverjum ástæðum ekki. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan hús- ið og áður en langt um leið, kom lögreglan á vettvang og tók mennina fasta. Við yfirheyrsluna kom i ljós, að manngarmurinn sem „blikk- aði" konuna, hafði hlotið tauga- áfall í siðustu heimsstyrjöld og eftir það varð hann nauðugur viljugur að „blikka" alla sem hann horfði á, hvort sem þeim þótti það ljúft eða leitt, er fyrir því urðu. 1 málinu tókust sættir, >er „útvarparinn" hafði beðist afsökunar, en rúðuna varð hann að borga dýru verði. • Ameríski sálfræðingurinn dr. Robert Haven Schaffler hefir um áralangt skeið rannsakað áhrif hljómlistar á geðveikt fólk. Segist hann hafa 'komist að þeirri niðurstöðu, að'hljóm- hst hafi sefandi og bætandi áhrif á sjúklingana, en hinsveg- ar eigi sömu lögin eða tónverk- in ekki jafn vel við öll afbrigði geðveiki eða brjálæðis. Dr. Schauffler hefir meðal annars sagt, að „Álfakongurinn" eftir Schubert hafi góð áhrif á sljó- leika, Beethoven's „Söngur til gleðinnar" fyrir þunglyndi á vægu stigi, „Vor" eftir Grieg eða „Moldau" eftir Smetana fyrir taugaóstyrk, G-dúr Etude Chopin's, Pathétique Beethov- ens eða Violoncell-Konzert í H- moll eftir Dvorak fyrir ofsókn- arbrjálæði. Dr. Schauffler segir, að það megi einnig lækna sjúk- legar ástríður með hljómlist, t. d. megi lækna afbrýðisemi með forleiknum að „Meistersinger" eftir Wagner og æðisköst með pílagrímskórlaginu úr „Tann- hauser". • VETUR Veturinn er geng- inn í garS og blóni og annar jurta- gróöur fölnaSur. Trjábolir trjánna standa naktir eft- ir, því laufin eru fyrir löngu fallin. Myndin er tekin um það leyti, sem gróður jaröarinn- ar byrjaSi að fölna. ------------------------------------------r--------------'--------------------------------------- Sumir hafa álitið að svefn- þörf dýra fari nokkuð eftir stærð heilabúsins — að því smærri sem dýrin séu, þeim mun minni svefn þurfi þau, en stór dýr þurfi hinsvegar mikinn svefn. Þessi ályktun hef ir i mörgum tilfellum reynst röng, t. d. hefir svefnþörf fílsins, sem hefir ó- venju stórt heilabú, reynst svo lítil, að hún kemur gersamlega á bága við áðurgreinda ályktun. Sömuleiðis er talið að hvalir sofi mjög litið. Þvi hefir verið veitt athygli í dýragarðinum í New-York að hnisa ein, sem þar er, hefir undanfarna sjö mán- uði verið á stöðugri hreyfingu, enda þótt hreyfingarnar séu nokkuð mishraðar, og sérstak- lega hægari að næturlagi. Annað sem bendir til þess, að svefnþörf fari ekki eftir stærð heilabúsing, er svefnþörf fugla, sem yfirjeitt hafa lítil heilabú en sofa óvenju lengi; Sérstakar svefnpurkur eru þeir fuglar sem sofa á daginn, svo sem uglur og fuglstegund sem nefnist nætur- svölur. Eitt afbrigði þeirra er pogorus, sem á heima i Ástraliu og á Indlandi, og hann er' svo niikil svefnpurka, að hann vaknar ekki þó hann sé tekinn með höndum af greininni sem hann situr á og sé handleikinn. Hann vaknar ekki að heldur, þó skotið sé af byssu rétt hjá hon- um. I heimi spendýranna er leti- dýrið mesta svefnpurka, en svefnmet mun snigiltegund ein — svokallaður eyðimerkursnig- ill—eiga. Eitt afbrigði hans svaf í tvö og hálft ár samfleytt á náttúruvísindasafninu í New- York, og það er lengsti svefn sem vitað er um á jörðunni. • Dr. Frederich A. Collar hefir gert tilraun til að rannsaka við Michigan-háskóla, hvað manns- líkaminn geti starfað lengi án þess að neyta vatns. Það kom í ljós, að þegar líkaminn hefir lést um 6% vegna vatnsskorts, byrja sjúkdómseinkenni að gera vart við sig. Sjötiu kg. þungur maður má missa um 4 kg. af þyngd sinni áður en hann veik- ist verulega. En úr því byrjar tungan að skorpna i munninum, hörundið þornar og hitnar og augun taka að sökkva inn i höf- uðið. Hinn kvalafulli þorsta- dauðdagi er að byrja. Þar eð vatnið gufar út um hörundið og lungun, þarf mannslíkaminn a. m. k. 2000 kúbiksentimetra vatns á dag. Tilgangur rannsókna þessara er sá, að fá vitneskju um, hve mikið vatn sjúklingar þurfa nauðsynlega að fá fyrst eftir uppskurð og hvað þeir geta komist af með minst. • Húseigandi nokkur sagði kvenpersónu einni sem leigði í húsi hans, upp húsnæði með þeim forsendum, að hún ætlaði sig lifandi að drepa með gargi á píanóinu sínu. Kvenmaðurinn gat ekki sætt sig við þessa mála- lyktun og kærði framkomu hús- eiganda. • Dómarinn sem átti að dæma í málinu, komst i mikinn vanda, en lét að lokum sækja pianó, flytja það inn i réttarsalinn og bað kvenmanninn að leika á það. Kvenmaðurinn byrjaði að leika, en dómarinn greip mjög skjótlega fyrir eyrun og bað hana í guðanna bænum að hætta. Dómurinn sem hann feldi var á þá leið, að húseigandinn hefði verið í f ullkomnum rétti er hann rak hana á dyr og hann ráðlagði kvenmanninum allra vinsam- legast að leggja allan hljóð- færaslátt niður.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.