Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Page 8

Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Page 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SBI»i\ í ungverska þorpinu Cson- grád er hundur einn, sem er all- merkilegt fyrirbrigði. Það jnætti í fljótu bragði kalla liann loftvarnahund og hann ber það nafn með rentu, því að í hvert skifti sem heyrist í flugvél yfir Csongrád kemst alt þorpið í uppnám fyrir tilstilli hundsins. Þessi merkilegi hundur heitir Pocok og strax er hann heyrir suð í flugvélamótor — og Po- cok hefir fnábæra lieyrn — tekur hann á sprett geltandi og spangólandi um þvert og endi- langt þorpið. En Pocok gerir meira, liann rekur liverja ein- ustu hænu sem til er í þorpinu inn í hænsnastíu, því liann virð- ist láta sér alveg sérstaklega ant um hænsnin. Þegar hann er bú- inn að koma öllurn hænunum í húsaskjól, fer hann fyrst að hugsa fyrir sjálfum sér. Pocok hefir fundið djúpan og ramger- an steinsteypukjallai'a í einu húsi þorpsins og þar heldur hann sig uns liælt er að heyrast i flugvélinni. Þegar hann er orð- inn öruggur um að hættan sé um gai'ð gengin, leggur hann á stúfana, fer inn í hvern hænsna- kofa og gengur úr skugga um hvort hænurnar séu heilar á húfi og að alt sé í stökustu reglu. Þess nlá geta í sambandi við Pocok, að honum hafa ekki verið kendar neinar loftvarna- ráðstafanir, heldur hefir hann að öllu leyti tekið upp á þessu háttalagi af sjálfu sér. Eftir öll- um líkum að dæma, mun þessi frábæri hundur hafa meiri ánægju af gasgrímu i næstu jólagjöf, heldur en af vænum kjötbita. • Fyrstu kvikmyndaleikhúsin í heiminum eru nú rúmlega 40 ára, því það fyrsta mun hafa verið stofnsett 16. mars 1899. Nokkui'um árum áður höfðu kvikmyndatökuvélar verið smiðaðar. Siá fyrsti er lagði út á J)á braut var Marx Steladan- owsky í Þýskalandi. Hann fann upp kvikmyndatökuvél árið 1892 og þrem árum síðar sýndi hann lifandi myndir á „Winter- garten“, þektum skemtistað í Berlín. Ári síðar fann Edison upp kvikmyndavél sem hann kallaði „kinetoskop“ og 13. febrúar 1895 sóttu Lumiére- bræðurnir i Frakklandi um einkarétt á kvikmyndavél, þar sem lifandi myndir voru ekki einungis teknar, heldur og framkallaðar og sýndar. Mán- uði seinna sýndu þeir fyrstu kvikmyndirnar í París. • I veitingahúsi einu í Hann- over í Þýskalandi siátu ung hjón við borð og drukku kaffi, en við næsta borð sat maður sem depl- aði augunum í sífellu framan í ungu konuna. Manninum henn- ar fanst þetta móðgandi, að ó- kunnur mannpeyi skyldi leyfa sér að „blikka“ hana í viðurvist sinni. Hann reis á fætur, gekk yfir að borðinu til hins ókunna manns, þreif í liálsmálið á jakkanum lians og gerði sér litið fyrir og þeytti manninum gegnum rúðuna og' út á götu. Manninn sakaði af einhverjum ástæðum ekki. Fjöldi fólks safnaðisl saman fyrir utan liús- ið og áður en langt um leið, kom lögreglan á vettvang og tók mennina fasta. Við yfirheyrsluna kom í ljós, að manngarmurinn sem „blikk- aði“ konuna, liafði hlotið tauga- áfall i siðustu heimsstyrjöld og eftir það varð hann nauðugur viljugur að „blikka“ alla sem hann horfði á, hvort sem þeim þótti það ljúft eða leitt, er fyrir þvi urðu. í málinu tókust sættii', >er „útvarparinn“ hafði beðist afsökunar, en rúðuna vai ð hann að borga dýru verði. • Ameríski sálfræðingurinn dr. Robert Haven Schaffler hefir um áralangt skeið rannsakað áhrif hljómlistar á geðveikt fólk. Segist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu, að liljóm- list hafi sefandi og hætandi áhrif á sjúklingana, en hinsveg- ar eigi sömu lögin eða lónvei'k- in ekki jafn vel við öll afbrigði geðveiki eða hrjálæðis. Dr. Schauffler hefir meðal annars sagt, að „Álfakongurinn“ eftir Schubert liafi góð áhrif á sljó- leika, Beetlioven’s „Söngur til gleðinnar“ fyrir þunglyndi á vægu stigi, „Vor“ eftir Grieg eða „Moldau“ eftir Smetana fyrir taugaóstyrk, G-dúr Etude Chopin’s, Pathéticpie Beethov- ens eða Violoncell-Konzert í H- moll eftir Dvorak fýrir ofsókn- arhrjálæði. Dr. Schauffler segir, að það megi einnig Iækna sjúk- legar ástríður með hljómlist, t. d. megi lækna afbrýðisemi með forleiknum að „Meistersinger“ eftir Wagner og æðisköst með pílagrímskórlaginu úr „Tann- hauser“. • VETIJR Veturinn er geng- inn í garS og blóm og annar jurta- gróður fölnaöur. Trjábolir trjánna standa naktir eft- ir, því laufin eru fyrir löngu fallin. Myndin er tekin um þaS leyti, sem gróSur jarSarinn- ar byrjaöi aS fölna. ---------------i-- Sumir liafa álitið að svefn- þörf dýra fari nokkuð eftir stærð lieilabúsins — að því smærri sem dýrin séu, þeim mun minni svefn þurfi þau, en stór dýr þurfi hinsvegar mikinn svefn. Þessi ályktun hefir i mörgum tilfellum reynst röng, t. d. hefir svefnþörf fílsins, sem liefir ó- venju stórt heilabú, reynst svo lítil, að hún kemur gersamlega á bága við áðurgreinda ályktun. Sömuleiðis er talið að hvalir sofi mjög litið. Þvi hefir verið veitt athygli í dýragarðinuin i New-York að hnisa ein, sem þar er, hefir undanfarna sjö mán- uði verið á stöðugri hreyfingu, enda þótt hreyfingarnar séu nokkuð mishraðar, og sérstak- lega liægari að næturlagi. Annað sem bendir til þess, að svefnþörf fari ekki eftir stærð heilabúsins, er svefnþörf fugla, sem yfirjeitt hafa litil heilabú en sofa óvenju lengil Sérstakar svefnpurkur eru þeir fuglar sem sofa á daginn, svo sexn uglur og fuglstegund sem nefnist nætur- svölur. Eitt afbrigði þeirra er pogorus, sem á lieima i Ástralíu og á Indlandi, og hann er svo niikil svefnpurka, að hann vaknar ekki þó hann sé tekinn með höndum af greininni sem liann situr á og sé handleikinn. Hann vaknar ekki að heldur, þó skotið sé af byssu rétt hjá hon- um. I heimi spendýranna er leti- dýrið mesta svefnpurka, en svefnmet mun snigiltegund ein —- svokallaður eyðimerkursnig- ill—eiga. Eitt afbrigði lians svaf i tvö og liálft ár samfleytt á náttúruvísindasafninu í New- York, og það er lengsti svefn sem vitað er um á jörðunni. • Dr. Frederich A. Collar hefir gert tilraun til að rannsaka við Micliigan-liáskóla, hvað manns- líkaminn geti starfað lengi án þess að neyta vatns. Það kom i ljós, að þegar líkaminn hefir lést um 6% vegna vatnsskorts, byrja sjúkdómseinkenni að gera vart við sig. Sjötiu kg. þungur maður má missa um 4 kg. af þyngd sinni áður en hann veik- ist verulega. En úr því byrjar tungan að skorpna í munninum, hörundið þornar og hitnar og augun taka að sökkva inn i liöf- uðið. Hinn kvalafulli þorsta- dauðdagi er að byrja. Þar eð vatnið gufar út um hörundið og lungun, þarf mannslíkaminn a. m. k. 2000 kúbiksentimetra vatns á dag. Tilgangur rannsókna þessai'a er sá, að fá vitneskju um, hve mikið vatn sjúklingar þurfa nauðsynlega að fá fyrst eftir uppskurð og hvað þeir geta komist af með minst. Húseigandi nokkur sagði kvenpersónu einni sem leigði í liúsi lians, upp húsnæði með þeim forsendum, að hún ætlaði sig lifandi að drepa með gargi á píanóinu sínu. Kvenmaðurinn gat ekki sætt sig við þessa mála- lyktun og kærði framkomu hús- eiganda. Dómarinn sem átti að dæma í málinu, komst í mikinn vanda, en lét að lokum sækja píanó, flytja það inn i réttarsalinn og hað kvenmanninn að leika á það. Kvenmaðurinn byrjaði að leika, en dómarinn greip mjög skjótlega fyrir eyrun og bað hana í guðanna bænum að hætta. Dómurinn sem liann feldi var á þá leið, að húseigandinn liefði verið í fullkomnum rétti er liann rak hana á dyr og liann ráðlagði kvenmanninum allra vinsam- legast að leggja allan hljóð- færaslátt niður.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.