Vísir Sunnudagsblað - 24.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 24.11.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 24. nóvember 47. blaö HINN GAMLI HARÐI VETUR Oft hafa komið yfir íslensku þjóðina harðir vetrar, með fén- aðarfelli og hungurdauða, en þó mun veturinn 1601—'02 hafa verið allra vetra harðastur, þeirra er annálar geta um. Ann- álahöfundum, sem þessa vetrar minnast ber saman um hina ógurlegu frostgrimd, sem þá hafi verið. Bæði Björn á Skarðsá og Pétur Einarsson á Ballará geta þessa vetrar, sem hins mesta fimbulvetrar, er yfir landið hafi geligið. Pétur á Ball- ará segir svo í annál sínum (tekið orðrétt): „Anno 1602. Það haust (1601) voru héluföll og frost fram að Magnúsmessu (13. des.). Þá kom á fjúk og jarðbönn með hallæri og harðindum, svo þá var svo harður vetur um allt landið að enginn kann af slíku að segja né séð af skrifað, síðan Island bygðist. Kolfellir um alt landið, svo margir mistu alt, hvað þeir attu. Hestar stóðu dauðir af frosti á Reykjanesi. Þá var enginn gróður á Jóns- messu um vorið. Sá vetur var almennilega kallaður „gamli harði vetur". Þá formyrkvaðist sól og tungl um haustið fyrir. I sjövikna fardögum (fyrst í júní) var genginn ís úr Stein- grímsfirði á Vatnsnes. Á Hjalla- sandi var sjaldan eða aldrei á sjó komið um veturinn, fram á mið var lagnaðaris. Nær gras- laust um sumarið, lögðust í eyði yfrið mikil jarðgóss um alt landið. — Þá var eg (annáls- höf.) 5 vetra. — Um slíkt ár finnast engir annálar, siðan landið var kristnað, að svo hart verið hafi. í fardögum var sjóís riðinn frá Kambsnesi að Skora- vík í Hvammsfirði." j Þannig lýsir Pétur Iögréttu- maður „þeim gamla harða \ EFTIR PETUR Á. BREKKAN vetri" og er engin ástæða til að efa frásögu hans, sem lika kem- ur vel heim við frásagnir ann- ara höfunda, sem um „Lurk" hafa ritað, t. d. Björn á Skarðsá, enda sögnin ekki : um langan veg til þeirra komin, þar sem Björn er þá fulltiða maður og hefir fylgst með veðráttufarinu. Telur Björn vetur þenna: „af- takalegan til harðinda um alt Is- land." Esphóhn getur um vetur þenn- aií í Árbókum sinum (V. deild, XCVI. cap.): „Á Magnúsmessu fyrir jól, dró myrkva á sólina, oc skipti med þeim degi til hard- inda; var sá vetr aftaka hardur frá jólum um alt Island; oc kalladr Lurkr, en sumir köll- udu Þióf; þá hefi ec heyrt at nordann-menn margir er sudr fóru, hafi ordit úti á Tvidægru, oc er brugdit vid karlmennsku sumra; þeirra hestar frusu þá til bana med dægri, oc engir menn mundu þvílíkann vetr; gjördi peninga fellir almenn- ann, var grasleysi, oc lágu haf- ísar vid land langt framm á sumar. Saudgródur var fyrst á Jónsmessu, enn fisk tók frá fyr- ir nordann; var þá kallat kynia ár. Þá var oc kallat í Noregi '¦'-'. . ¦„¦¦¦ ¦¦ .' . .: -.'¦ ¦ ¦ ¦ '. . fttlsSlfi ¦ Myndin er frá Vorarlberg í ausUrrísku Ölpunum. Hæð Alpafjall- anna er svo mikil, a?S vetrarríki er engu siðra þar en á íslensku jöklunum, enda þótt þau liggi miklu sunnar' á hnettinum. Þar er sumstaðar fariö á skíðum allan ársins hring. íslenskur bóndabær um vetur. harda árit mikla, oc alvida voru þá hardindi." (Orðrétt úr Árb. Esp.). Allir geta höfundarnir um sólmyrkvann, þó Esphólin einn dagsetji hann 13. des., má skilja á frásögn hinna eldri höfunda, að þeir telja hann ver- ið hafa fyrirboða harðindanna og er það mjög í anda þeirrar hjátrúar, er þá ríkti og allsstað- ar gætir meira og minna hjá annálariturum. Svo virðist, sem haustið hafi verið stilt með frostum, en snjóar ekki lagst að fyr en um miðjann desember og þá sennilega fljótlega rekið hafís að landinu og frosthörkur gengið upp frá því svo miklar, að eigi munu dæmi fyr eða síð- ar. Einkum er það eftirtekta- vert, að annálarnir segja að hross hafi frosið til bana; slíkt mun vera afar fátitt, og rekur mig ekki minni til að þess sé getið of tar i annálum. Mun því frost hafa stigið miklu hærra þennan vetur; en t. d. veturinn 1918, sem allur þorri fólks man glöggt. Þann velur vissi eg til, að allmörg hross gengu úti og björguðust, þótt frost væri yfir 30 stig allmargar vikur um miðjan veturinn. Að vísu munu líka hafa komið til jarðbönn veturinn 1602 og ln-oss þvi verið illa farin, en þó má gera ráð fyrir að frost hafi ekki verið undir 40 stigum,er,jhestarstóðu dauðir", þvi vanir útigöngu- hestar munu þola mikinn kulda. Eins og geta má nærri, hefir líð- an fólksins ekki verið góð í slíkum frosthörkum, þar sem ekki hefir verið um að ræða upphitun í íslenskum bæjum á þeim árum, ofaar munu þó að eins hafa verið til á biskupstól- unum og örfáum höfðingssetr-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.