Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 24.11.1940, Qupperneq 2

Vísir Sunnudagsblað - 24.11.1940, Qupperneq 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ÞaS er sjaldgæft, aS raikiS vetrarríki komi yfir Danmörku, en þó kemur þaS öSru hvoru fyrir og þá geta énjó- og ísmyndanir 'engu síður orSiS fallegar þar en hér. um öðrum og þá næsta ófull- komnir og ekki munu þar aðrir en „fyrirfólkið“ notið „ónhit- ans“. Þá mun íslensku þjóðinni, sem og oft endranær, þótt „löng þorradægrin“, er tæplega hefir getað talist líft fyrir kulda í hreysunum. Og einkum mun þó líf alþýðunnar hafa verið ömur- legt, er út leið á veturinn og ekk- ert lát varð á hörkunum, en peningur tók að falla af fóður- skorti, og matbjörg lieimilanna mjög að sneiðast. Enda lögðust í eyði „yfrið mikil jarðagóss“ um vorið og næstu ár á eftir, því um sumarið var grasleysi mik- ið og fisldeysi og því mjög hart manna á milli hinn næsta vetur, sem vegna hungursins, sem stafaði af peningsfellinum og fiskleysinu var kallaður „Píningur“, dó þá margt fólk úr hungri. Þá hefir það og borið frá, hve vorið 'eftir „Lurk“ hefir verið kalt. Er ekki ástæða til að rengja frásögn Péturs á Ballará, um að riðinn liafi verið sjóvar- ís á Hvammsfirði í fardögum, eða gengið úr Steingrímsfirði á Vatnsnes á sama tíma, því ekki þarf að efa að liann hefir sinar heimildir frá þeim, er vel mundu þessa atburði, þó liann sjálfur geli tæplega hafa munað veturinn 1602 glögglega, þar sem hann telur sig liafa verið 5 ára. Þó mun hann hafa munað óljóst eftir kuldunum, því börn muna oft lengi eftir ýmsu slíku. Öðru máli er að gegna um Björn á Skarðsá, sem þá er kominn nær þrítugu (fæddur Í574), er þvi frásögn hans um veðráttufar 1602 öli ábyggileg, það sem hún nær, en veðráltu- farsskýrslur í annállianseruoft- ast stuttorðar. Björn á Skarðsá segir, að engir bændur af Norð- urlandi hafi riðið til Alþingis sumarið 1602, en nefnir til nokkura sýslumenn, er riðið hafi suður Holtavörðuheiði. Má áf þvi marka, að ófæra hefir þótt að leggja á eystri leiðirnar, sem venjulega voru farnar, er riðið var til Alþingis og því fylgt bygð alla leið til Holta- vörðuheiðar, sem styst er fjall- vega þeirra, er leið liggur um milli Suður- og Norðurlands. Mun þar liafa komið til, að jarð- bann hefir verið á öllum fjall- vegum sökum snjóþyngsla, en hestar illa færir undan vetrinum til þess að leggja með þá í fjall- ferðalög, ekki sist þar sem gera má ráð fyrir, að fóður hafi ekki verið til að flytja með lianda þeim. Það má við bregða lífsþrótti íslensku þjóðarinnar, að liún skuli liafa staðið af sér slikan fimbulvetur, sem „Lurk“, og það á þeim tímum þegar að- flutningar til landsins voru af skornum skamti og sigling litil. Það er eftirtektarvert, að einmitt þetta sama ár, 1602, liefst upp einokunarverslun Dana á íslandi og mætti því „Lurkur“ teljast forboði henn- ar, ekki óverðugt, því þótt hörk- ur og hríðar „Lurks“ gengju nærri þjóðinni, mun þó ekki minna liafa um hana nætt kuldi og hroki liinna dönsku einokunarkaupmanna: Við, sem nú lifum, getum tæp- lega getið okkur til um þrautir þær, er forfeður okkar áttu við að húa í liörðum árum. Við reynum að halda okkur sem mest i hlýju þegar eitthvað kólnar í veðri og' þykir kuldinn úr liófi keyra þegar frostið er komið upp í 7—10 stig. Hvað mundi úr okkur verða, ef við ættum eftir að lifa annan „Lurk“? Okkur hefir vei’ið dá- litið gjarnt á að tala um aum- ingjadóm íslenskrar alþýðu fyrrum, er lnin hrundi niður úr í fyrravetur voru í Ameríku og Evrópu miklir vetrarkuldar. Þessi mynd er af Niagara-fossinum. Bandaríkjamegin viS fossinn er rafmagnsstöð og varS hvaö eftir annaö að sprengja ísinn þar til þess að vatnstraumurinn til stöðvarinnar stöðvaðis.t ekki.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.