Vísir Sunnudagsblað - 24.11.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 24.11.1940, Blaðsíða 6
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ CHRISTIAN MUNK: KEPPI^AUTAR A ströndinni lijá Taine er Mary hin fagra, sjötiu venjuleg- ar sálir, eitt kvikmyndahús, tutt- ugu aðrir húshjallar og Iveir dráttarbátar.StóriFred gafMary fögru aðgöngumiða í kvik- myndahúsið og Pétur litli gaf henni fjólur. Fred drakk hjór, bölvaði og fullyrti að dráttarbát- urinn „Tígrisdýrið" minti hann altaf á gamla og úr sér gengna öskufötu. En þá varð háreisti i knæpunni hans Allmeyers, því Pétur litli þoldi ekki þvílikt orð- bragð. Hann þaut — eldrauður af bræði — upp úr sæti sínu og hrópaði af öllum lifs og sálar kröftum að „Tigrísdýrið" væri besta skip, sem nokkuru sinni hefði komist á flot. Það væri sannleikurinn i málinu. Þá brosti Fred fullur með- aumkunar, lét upp harða hatt- inn og þurkaði af skónum sín- um með vasaklútnum, því hann var fínn' maður — og að því loknu yfirgaf hann knæpuna. Rélt á eflir sást hann bruna út höfnina á „Herkúles" — spánýj- um dráttarbát, stórum, með ný- tísku vél. Brimrótið brotnaði á bátsstefninu og særokið skvett- ist til alha átta. Þá stóðu hinir sjómennirnir úti við glugga og gátu ekki orða bundist. Fred var óumdeilanlega þeirra mest- ur, hann var konungur sjó- mannanna. ' Við þenna dóm gat Pétur litli ekki.sætt sig. Hann skelti úti- dyrahurðinni að húshjallinum sínum hranalega á ef tir sér, beit á jaxlinn og þrammaði niður í fjöru, þar sem „Tigrisdýrið" Iians, gamalt og fúið, lá bundið við bryggju. Að ytra útliti var bátskriflið einna líkast hundi, sem er að fara úr hárum. Til þess að reyna að hylja þessa galla, þvoði Pétur bátinn sinn án afláts og málaði, en gallarnir skinu hvarvelna í gegn og fú- inn kom i Ijós. Sjóniennirnír gerðu það allir að skyldu sinni, að hlæja og hæðast að dráttar- bátnum hans Péturs, jafnvel ræðararnir á litlu kænunum voru svo ósvífnir að hlæja að honum. En Pétur lét þetta ekki á sig fá. Hann elskaði tvent i heimi,dáði það og lifði fyrir pað. en það var dráttarbáturinn hans „Tígrisdýrið" og fallega stúlkan, hún Mary. >.i Svo kom viku fárviðri, sem öllum er enn í fersku minni, og þá var ekki neinum framar hlát- ur i hug. Rokið þrýsti hafinu upp í himingnæfandi öldufjöll, sem skullu með ógnarmætti inn í sandvikina hjá Taine. En úti i brimgarðinum lá „Jiconda", írskur togari, með brotna siglu og stýrishúslaus, þvi það lá strax á öðrum degi uppi á þurru landi. Áhöfninni hafði^ verið bjargað af björgunarslöðinni i Blackpoint, en „Jioconda" virt- ist sjálf vera óhjákvæmilegri glötun undirorpin. Hún stóð f öst í 'sandinuum og öldur hins æð- andi hafs brotnuðu án afláts á henni. Það hvein og öskraði í rok- inu, sem skall á húsaþökunum í Taine, en í gegnum allan há- vaðann gnæfði sjóskaðatilkynn- ingin í útvarpi Freds. Fred var órór, hann slökti í vindlingnum sínum, hljóp út og niður að „Herkúles", sem rykti hrotta- lega í kaðalinn, sem hann var bundinn með. Áhöfnin var þeg- ar komin niður að bátnum og beið eigandans. Þeir losuðu hát- inn, Fred fór í.sjóklæðnaðinn, og nú var stefnt gegn öldunum, út til hafs. Strax og eitthveM skip verður fyrir sjótjóni, er það gömul og óh.iákvæmileg regla, að björgun- arbátar freista þess, að bjarga skipshöfninni. En um leið og siðasti maður hefir yfirgefið skipið, reyna . dráttarbátar að bjarga þvi, af þeirri skiljanlegu ástæðu, að skipið er dýrmætt og ef til vill er farmurinn það líka, en þá hefir hver og« einn hinsvegar rétt til þess, að slá eign sinni á skipið. Þetta er'gam- all siður, sem gildir á öllum höf- um heims og hefir altaf gert. En hvað sem því leið, brunaði „Herkúles" út til hafs — út til sandrifsins, þar sem strandaða skipið lá. Stóri Fred stóð við stýrið og öldurnar skullu á hús- inu og birgðu honum öðru hvoru útsýn. En hann lét það ekki á sig fá, því hann vissi að skipið var mikils virði, með vélum og vörum, sem í því voru. Hann vissi, að hann gat bygt stórt og fallegt hús handa henni Mary, fyrir andvirði skipsins og farmsins. ()g þá myndi Pétur litli ekki ná upp í nefið á sér fyrir reiði — ha-ha-ha. Fred rak upp skellihláhir — svo fyndið fanst honum þetta. En hafið var hamslaust og öldurnar stórar. Fred mátti hafa sig allan við til að gæta stýrisins. Það var komið framundir hádegi, þegar þeir komust loks út að rifinu, þar sem „Jioconda" lá og veltist fyr- ir óðum öldunum. Aðstoðarstýrimaður Freds kom æðandi inn i stýrishúsið. „Okkur rekur út á sandinn! Við verðum að bjarga okkur!" En Fred varð hugsað til hennar fallegu Mary og hússins, sem hann ætlaði að smíða handa henni. Hann hrækti fyrirlitlega á gólfið, ragnaði og sagði að það væri öllu óhætt. Og jafn- framt byrjaði hann að stýra sem aldrei áður. Það var unun að sjá, og engu líkara en hann stígi léttan, svífandi dans við öld- urnar, hringsnérist í kring um þær, án þess að láta þær nokk- uru sinni fá á sér færi. Aðstoð- arstýrimaðm-inn hans rak upp stór augu, svona hafði hann ekki séð stjórnað báti fyr. En hann vissi það ekki, að björgun skips- ins var framtíðardraumur Freds, draumur, sem allar hans óskir og vonir voru bundnar við. „Mæla!" Dýpið var mælt. Hvellar skip- anir voru gefnar. „Stopp! Hægt! Fulla ferð! Stopp!" Þetta var vandasamt starf, en „Herkúles" færðist hægt og bítandi nær og nær hinu yfirgefna skipi. Svit- inn rann í straumum niður and- litið á Fred, þessi sviti, sem konur hafa svo mikið yndi af að horfa á í vaggandi dansi. 0 Fred leit fránum augum til hafsíns, hann sá stóra öldu nálg- ast. „Fulla ferð!" skipaði hann. Dráttarbátur er stór, en sand- korn er lítið, en séu sandkornin mörg, getur svo farið, að þau verði voldugri en báturinn. Fyrst skríður kjölurinn með að- stpð aldnanna hægt, enæhægara upp á sandrifið, en svo fer að lokum, að báturinn situr fastur og fær sig hvergi hreyft. „Herkúles" sat fastur. Og hann sat fastur þrátt fyrir for- mælingar og þrátt fyrir allar til- raunir til að losna burtu. Brimið brotnaði á bátnum. Það var ekki um annað að gera en biðja loft- skeytamanninn að taka til sinna ráða og senda neyðarmerki með öldum loftsins. Það dimdi. í kvikmyndahúsinu var kveikt Ijós og Pétur litli og Mary sátu á einum bekknum og Pétur gaf henni súkkulaði og þau and- vörpuðu þungan vegna fátækt- arinnar, sem hamlaði þeim að njóta lífsins. Alt í einu kom sendiboði kvik- myndahússins hlaupandi og hvíslaði lafmóður 1 eyra hús- bónda síns, að „Herkúles" sæti * fastur úti á sandrifinu, hann væri í hættu og sendi án afláts frá sér neyðarmerki. Sýningar- gestirnir, sem næst sátu, höst- uðu á hina til að heyra betur. En Pétur litli' var búinn að heyra nóg, hann hentist upp úr sæti sinu, út og niður í fjöru, þar sem götuljóskerin nötruðu und- an átökum stormsins. Nokkrir sjómenn stóðu hjá hafnsögu- manninum, þeir bentu á neyð- armerki, sem sáust stíga til lof ts úti í brimgarðinum, og þeir öskruðu upp i eyrun hver á öðrum, og þó yfirgnæfði storm- gnýrinn köll þeirra og hróp. Þegar Pétur litli kom niður í f jöruna,. leysti hann „Tigris- dýrið" sitt, kaldur og ákveðinn, hann steig um borð og á næsta augnabliki var þetta fúna bát- skrifli horfið út í myrkrið og æðandi rokið. Hásetarnir stóðu þungbúnir en einbeittir á svip við borðstokkinn og rýndu út í myrkrið. Að þesu sinni var teflt um líf — eða dauða. Þetta var hræðileg nótt, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fann Pétur ekki sandrifið, sem „Herkúles" sat f astur á. Myrkrið og brimrótið var svo mikið. Pét- ur öskraði og ragnaði, hnyklaði brúnirnar og starði fram fyrir sig. „Tígrísdýrið" drundi og stundi, barðist gegn veðrinu og var hrakið til baka. Ekkert skipsflak og enginn „Herkúles" birtist augum sjómannanna. Loks gengu þeir til hvílu, að Pétri litla undanteknum. Hann stóð við stýrið og varði bátinn stórsjóum. Þessa nótt lægði rokið og í þess stað gerði steypiregn. 1 fyrstu morgunskímunni dag- inn eftir, þegar sjómennirnir komu upp á þilfarið, sáu þeir fyrst flakið af „Jioconda" og Jitlu seinna sáu þeir „Herkúles" greyið bjdtast hjálparvana á sandrifinu. Þannig var nú kom- ið fyrir stoltasta og sterkasta dráttarskipinu á allri strand- lengjunni. Það var naumast hægt að geta sér til að þetta væri hann. Hvað var orðið af stolti hans og mætti? ' „Herkúles" hallaðist til muna á aðra hliðina og brimlöðrið fossaði og skvett- ist í sífellu upp um bakborðs- síðuna. En uppi á þilfarinu á „Herkú- les" sáust nokkurir menn híma,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.