Vísir Sunnudagsblað - 24.11.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 24.11.1940, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SIÐAIW Vitið þér — — að þyngsla heilabú sem nokkuru sinni hefir verið rann- sakað af vísindamönnum í ein- nm manni fanst í geðveikum blaðasala í London? — að það var 2485 grömm á þyngd? — að meðal-heilaþyngd and- legra ofurmenna hefir reynst 1585 grömm, en heilabú fá- bjóna og vitfirringa um 1800 grömm ? — að með þessu má telja fullsannað, að þyngd heilans fari enganveginn eftir gáfna- fari fólks, eins og áður fyrr var ályktað? — ~að fyrsta náttúrufræði, sem skrifuð hefir verið á þýska tungu, birtist árið 1350 í Vínar- borg? — að Kínverjar skrifa allra þjóða fæst bréf, en Englending- ar flest, ef miðað er við fólks- fjölda? — að hver einstakur Englend- ingur skrifar til jafnaðar 100 bréf á ári, en Kinverjar að eins eitt? — að mannlegt auga er fljót- ast að skynja rauðan lit? — að það skynjar hann 1/33 úr sekúndu fljótar en bláa lit- inn? \ — að mjósta pipa sem nokk- uru sinni hefir sést, var sýnd á heimssýningunni i New York i sumar? — að þvermál hennar að ut- an er 0,066 millimetri, en að innan 0,018 mm.? í Kaliforníu vaxa ákaflega risafengin tré, sem kölluð hafa verið: Sequvias. Þessi tré hafa löngu áður en sögur hófust, vaxið ftm mestallan heim, því leifar þeirra hafa fundist í jarð- lögum um alla Norður-Amer- íku, jafnvel norður á Græn- landi, í Asiu og Norðurálfu. En nú eru ekki nema 27000 tré þessarar risavöxnu trjátegundar til hér á jörðu, og þau vaxa á 12000 hektara stóru svæði í Mið-Kaliforniu. Sex þúsund þeirra eru svo gild, að þvermál stofnanna er 3 metrar. En þó að þetta sé d'eyjandi trjátegund, er lífsmáttur þeirra ótrúlega mik- ill. T. d. má nefna það, að fyrir hálfri öld, var eitt þessara risa- trjáa sagað að heita mátti í sundur, það hékk að eins á 30 cm. breiðri ósagaðri taug, og á henni hangir það enn í dag. Það lifir og dafnar eins og ekkert hafi i skorisl. 1 öðru er íbúð, sem hefir verið skorin eða högg- in inn í tréð, og það þriðja er klofið sundur í miðju, þannig að akvegur hefir verið lagður í gegn um það. Öll þessi tré eru með fullu lífi eins og þeim hafi ekkert mein verið gert, en nú er búið að frfða þau, svo að hér eftir verða þau hvorki höggin né særð. Pétur litli fer í nokkurra daga heimsókn til ömmu sinnar, en á meðan hann dvelur þar, veikist amma gamla mjög hættulega. Hún nær sér þó að nokkuru leyti aftur og getur farið að tala við Pétur litla' „Jæja, ljúfurinn minn," sagði hún, „hf mitt hangir að eins á bláþræði sem stendur." Rétt á eftir hringir síminn. Pétur tekur heyrnartólið af og heyrir að það er pabbi hans sem talar. „Hvernig líður henni ömmu þinni, Pétur?" „Vel," sagði Pétur, „hún hangir nú uppi á snúru." í júlímánuði i fyrra var tals- vert talað og skrifað um jarð- stjörnuna Mars víðsvegar um heim. Ástæðan fyrir þvi var sú, að Mars kom þá nær jörðunni en hún hefir gert frá þvi 1924. Annars hefir stjörnuspekingum talist svo til, að hún komi i „heimsókn" á 15 ára fresti og þess vegna má búast við henni næst árið 1954. En í fyrra létu allskonar spámenn ljós sitt skína og spáðu heimsendi unn- vörpum, því þeir sögðu að Mars og jörðin myndu rekast á. Að vísu var mars i 58 miljóna km. fjarlægð, eða sem svaraði því, að flugmaður, sem flygi með' 300 km. hraða á klst., yrði 22 ár á leiðínni. Og það er víst ekki nokkur hætta á, að nokkur flugmaður leggi í þvilíkt ferða- lag á næstunni, öðruvísi en þá á englavængjum. Og svo mikið er víst, að jörð- in er enn við lýði, hvað svo sem skeður 1954, þegar mars' nálg- ast í næsta sinn. En næst síðast þegar Mars nálgaðist jörðina, uppgötvaði ameriskur stjörnufræðingur, Pickering að nafni, mjög ein- kennileg ljósafyrirbrigði áMars, er voru svo sterk, að þau yfir- gnæfðu sólgeislana og sáust í Thorvaldseiistyttan — My'ndin er aí Thorvaldsen-stytt- unni hér í Hljóm- skálagarðinum. — Hún var upphaf- lega reist á Aust- urvelli, andspænis þinghúsinu, en flutt suöur í Hljómskálagarö- inn þegar stytta Jóns Sigurðssonar var flutt þangað af Stjórnarráðs- túninu. 58 miljóna kilómetra fjarlægð. Ljósin voru í beinum röðum, sumstaðar láu þau í þrihyrning, annarsstaðar í ferhyrning. Bilið milli þeirra var viðast hvar svo langt, að það skifti hundruðum kilómetra. Þegar Pickering pró- fessor var búinn að uppgötva ljósin, voru margir aðrir sem sáu þau einnig, en allir áttu þeir sameiginlegt í því, að skilja ekki hverskonar fyrirbrigði þetta voru. Héldu sumir þvi fram, að þetta væru náttúrufyrirbrigði sem við jarðarbúar þektum ekki til, en aðrir töldu það vera í'ull- komin ljóstæki, sem hefði verið komið upp i tilefni af nálægð jarðarinnar, og gert í því skyni að „signalisera" okkur jarðar- buum. „Er það satt pabbi, að þú sért fæddur á Akureyri?" „Já, það er satt." „En hvar er mamma fædd?" „Á Húsavík." „Og eg hérna í Reykjavík?" j „Já, barnið mitt." „Er það annars ekki skrítið, að við skyldum öll hafa hitst, svona sitt úr hverri áttinni?" Margir munu þjást af svefn- leysi og leita.unnvörpum lækn- isráða í þeim efnum. Læknis- ráðin reynast misjafnlega, því venjulega byggjast þau að eins á persónulegri reynslu lækn- anna sjálfra eða einstákra manna, er þeir hafa haft spurnir af. Þessi persónulega reynsla getur orðið þeim sjálfum til hjálpar, og jafnvel átt við ör- fáa einstaklinga aðra, en sjaldn- ast átt við heildina. Nú hefir hollenskur læknir samið nokkurar leiðbeiningar, sem hann segir að eigi við alla þá sem þjást af svefnleysi. Þær eru í sluttu máli þannig: 1. Borðaðu ekki neina strembna fæðu áður en þú legst til hvilu. Drektu heldur bolla af heitri mjólk eða þá af heitu vatni. 2. Sfattu svolitla stund við op- inn glugga og andaðu vel að þér. Strax og þér byrjar að kólna, eða hrollur fer um þig, skaltu háttá. Hlýja rúmsins ger- ir þig syf jaðan. 3. Horfðu fast á einhvern á- kveðinn hlut á meðan þú hag- ræðir þér í rúminu. Á þann hátt geturðu sjálfur dáleitt þig i svefn. 4. Slappaðu alla vöðva. Teygðu úr þér og geispaðu. Þú getur geispað án þess að þú cndilega þurfir. En áður en langt líður ferðu að geispa af þörf og þig tekur að syfja. 5. Hugsáðu um einhvern skemtilegan stað upp í sveit eða í óbygðum, sem þig langar til að dvelja á. 6. Ef þú getur ekki sofnað af þessu, skaltu ákveða með sjálf- um þér að rísa á fætur aftur. Hugsaðu um að þú þurfir að loka glugganum og tendra ljós. Þú munt kvíða þessu svo mikið, að tilhugsunin ein mun nægja til að svæfa þig. 7. Það er vitlaust að telja kindur eins og sumir gera. Það er betra að hafa eitthvert gott kvæði yfir, eða raula lag fyrir munni sér. 8. Það eru til manneskjur sem eiga best með að sofa með vindling á milli varanna. En það er heldur ekki gott ráð, þvi sumir vakna við illan draum, vakna við það að sængurfötin loga í björtu báli — e§a þá að þeir vakna yfirleitt ekki framar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.