Vísir Sunnudagsblað - 01.12.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 01.12.1940, Blaðsíða 3
I \ I VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 við Bi'eta, ekki að eins sam- bandsríkisaðstöðu. 1 ár skrifaði hann „Sti’íðs skýi*ingu“ Con- gressflokksins; þar mótmælir hann bresku yfirlýsingunni, sem kom Indlandi i styrjöldina, án þess að Indverjar væru að spurðir. Nehru varð fimtugur á ])essu ári. Hann er óvenjulega fallegur og aðlaðandi maður. Hann er þektur af miljónum Indverja, sem lieyrt hafa hann tala alslað- ar frá hinum fjarlægu skógum r Assam og til iðnaðarhverf- anna suður af Bombay. Fólkið kallar hann Bharat Ka Hirday Sarnrat, konung yfir hjarta Indlands. Hinsvegar er það Ijóst, að hann er ekki sama sinnis og fjöldinn. Hann er ó- framfærinn um flest er að nánari viðkynningu lýtur, og hatar mælgi. Fólk verður að sækja langan veg til móts við liann áður en hann gefi því nokkurn gaum. Hann hatar bak- nag, hann hatar Iýðæsingar. Honum hrýs hugur við rudda- skap, í Iivaða mynd sem hann birtist. Aðalveikleiki Nelirus er spi'ottinn af þessu. Móttækileg- leiki hans fyrir efasemdir, vandfýsi hans og hatur á trúar- kreddum, andstygð hans á öll- um gauragangi valda því, að stundum er hann slæmur stjórnmálamaður. En kraftur hans á ýmsum sviðum vegur á móti þessu. Hann er aðdáunai’- verður að því er stjórn hans og fyrirkomulag snertir. Mest all- ur tími lians á þessu ári fór i þjónustu „National Planning Committee“ og er hann forseti þess. Hann er gæddur meira þreki en flestir aðrir, afskap- lega hollur málstað sinum; gáf- aður svo af ber, liæverskur, ynd- islegur og heiðvirður. Persónu- leg og stjórnarfarsleg heiðvirði lians hefir aldx-ei verið dregin i efa. Neliru dvelur - þegar hann er ekki á ferðinni um Indland, — í húsi í Allahabad, sem kall- að er Anand Bhawan. Það er i nánd við hið gamla hús föður lians, sem Motilal gaf frelsis- hreyfingunni, og eru þar nú höf- uðstöðvar Congressflokksins. Nehru er ekkjumaður. Kona Iians, sem bai'ðist við hlið hans i þjónustu mótþróastefnunnai', dó eftir margra ára vanheilsu. Síðast var hann látinn laus til þess að liann gæti hitt hana. Hún liafði einnig setið í fang- elsi. Hið eina harn þeii’ra, dóttir, 21 árs gömul, nefnd Indira, gengur í skóla í Englandi. Tvær systur á Nehi’u, sem báðar starfa ó pólitískum vettvangi. Önnur þeiri'a, frú Pandit, sem köllnð var „Samp“ (hin fagra) á yngri árurn, er ráðherra fyrir „Local Self-Government and Healtli in the United Pi’ovin- ces“ —- og fyrsta konan í Ind- landi, sem skipar ráðhei'rasess. Nehru er mikið hversdags- legri í einkalífi sínu og hátturn en Gandhi. Kashmirarnir borða oft kjöt, og þótt Nehru borði ekki kjöt er lxann alveg laus við hinn trúarlega viðbjóð, sem Gandhi hefir á kjötáti. Hann reykir öðru hvoru, og utan Ind- lands getur komið fyi’ir að hann neyti vins. Hann et' mikið fyrir vetraríþróttir og sund. Hann hugsar lítið um peninga meðan hann á nóg fyrir bókum, getur ferðast, og unnið störf sín í þágu flokksins. Likt og um Gandhi eru tímaskifti um ferða- lög lians. 1936—37 ferðaðist hann 110.000 mílur á 22 mánuð- um, og hélt nokkurar ræður daglega. Einu sinni hélt hann 150 ræður á einni viku. Það sem honum þvkii' vænst um í heimi þessum, næst eftir Indlandi, er ef til vill enskur skáldskapur. í skrifum hans er mikið af tilvitnunum í skáld- skap. Næst eftir skáldskap ann liann fjöllum, jöklum, börnum, lækjum og flestum tegundum dýra. En það, sem hann hefir mesta andstygð á er „þrælkun, grirnd, og menn sem í nafni guðs, sannleikans og velferðar almennings, eru önnum kafnir við að bera fjaðrir í sín eigin hreiður“. Það er: flesta stjórn- málamenn. Hann ber enga per- sónulega óvild í brjósti til Breta. Þegar hann tekur sér frí frá störfum, stefnir hann beint til Englands, og margir Bi’etar eru einlægir vinir hans. „Ó gimsteinn Indlands, hvað er klukkan?“ Nehi’u er ekki messías (sendi- boði guðs) eins og Gandhi, þótt hinir hreldu og bágstöddu Ind- verjar hafi tilhneigingu til að gera messias úr öllum foringj- um sínum. Ef slík tilfinning hefði gert vart við sig hjá Nehru, liefði hún fljótlega verið upprætt af konu hans og dóttur, sem fundu upp á því að kalla hann heimafyrir sömu nöfnum og fólkið notaði: „Ó gimsteinn Indlands, hvað er klukkan?“ eða: „Ó ímynd frelsai'ans, gerðu svo vel að rétta brauðið." Gandhi býr yfir undai'legu samblandi nútíðar skoðana og miðalda hégilja. Hann er mót- fallinn ósnertanleik, en með- mæltur sérstakri stéttaskipun (caste system). Hann myndi líklega lieldur láta son sinn deyja, en leyfa lækninum að gefa honum egg eða kjúklinga- súpu, en Hindúar bannfæra neyslu slíkra fæðutegunda. Nehru er í fremstu línu nútíð- armanna, hann ei’ ár og aldir á undan fólki sínu. í landi þar sem trúarbrögð eru alt, er hann raunsæismaður (agnostic). Hann er afarmikill lærdóms- maðui’, og meðan á hinni löngu fangelsisvist stóð, ski’ifaði hann veraldarsögu, sem er 1.569 bls., lianda dóttur sinni, og indvei-ska'sjálfsæfisögu, sem jafnast við „Education of Hen- í-y Adams“. „Eg er orðinn ein- kennilegt sambland af austri og vestri,“ segir hann, „alstaðar utanveltu, og livergi skilinn til fullnustu.“ Það er nauðsynlegt að skýra helstu orsakir til núverandi stjói’nmálaástands að nokkuru. Indlandi er stjói-nað samkvæmt stjórnarskrá, sem gekk i gildi 1935. Efst er bi-eska krúnan og þingið, indverska ski’ifstofan i London, og breski vísikonung- ux’inn, sem hefir úrskurðarvald. Indland er hlutað í sundur, annai'svegar er Breska Indland, þar sem Gandhi, Nehru og Con- gressflokkurinn berst um völd- in við Breta. Hinsvegar er Kon- ungdæmið Indland, í’íkjasafn stjórnað af furstum,' sem eru skattskyldir Bretlandi, en stjórna ríkjum sínum að hætti einvalda á miðöldunum. Stjórn- arskrá Indlands gei’ði ráð fyrir sambandsríkjastjórn á Indlandi, en þetta hefir verið lagt á hill- una sakir stríðsins. ÁBreska Ind- landi bygði stjórnai’skráin upp yfirgripsmikið kerfi fyrir sjálf- stjórn liéraðanna, sem gekk i gildi 1937. Kosningarnar, en í þeim tóku þátt um 14%, skip- uðu indverska stjórn í hinum ellefu héruðum Breska Ind- lands. Átta af þeim eru undir stjórn Congressflokksins. Hin, sem ekki eru undir stjórn þeirra eru Múliameðstrúarmannahér- uðin Bengal, Punjab og Sind. Congressflokkui’inn hóf þannig fylkisstjórnarstax’fið í átta ell- eftu hlutum Breska Indlands. Þetta var stói’kostleg framþró- un. Það var hreinn árangur af hinni milclu óldýðnisherferð Gandhi. En stjórn Congress- manna fékk að eins takmörkuð völd; samt sem áður markaði valtíatáka þúirra m'ikiIVægán

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.