Vísir Sunnudagsblað - 08.12.1940, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 08.12.1940, Page 1
1940 SuLnnudaglnn 8. desemberj 49. blað Winston Churchill: T. E. LAWRENCE - HINN ÓKRYNDI KONUNGUR ARABIU. Frægasti æíintýramaður 20« aldar. Eg komst ekki i kynni við Lawrence fyrr en styrjöldinni var lokið. Það var um vorið 1919 þegar friðarsamningarnir stóðu yfir í París og sigurvíman var ekki enn runnin af Eng- landi. Svo mjög voru verkefni styrjaldarinnar knýjandi, svo umfangsmikil yoru þau og svo yfirgnæfandi liinar miklu or- ustur í Frakklandi, að eg hafði aðeins óljósa liugmynd um þann þátt sem uppreist Araba ótti í herferð Allenbys á hendur Tyrkjum. Um þetta leyti sagði einhver við mig: „Þú ættir að hitta þenna merkilega unga mann. Afrek lians verður skráð í sögunni“. Þetta varð til þess að hann snæddi með mér hádegis- verð. Um þetta leyti, hvort sem hann var í London eða París, var hann klæddur búningi Ar- aba til þess að gefa til kynna fylgi sitt við Feisaf kojaung og málefni Araba, sem þá stóð hörð barátta um. Við töluðum um daginn og veginn en ein- T. E. Lawrence varö heimsfrægur í styrjöldinni 19lí —18 fyrir það að sameina Araba til liðveislu við Breta. Afrek hans liefir verið kallað mesta æfintýri 20. ald- arinnar. Bandamenn höfðu lofað Aröbum ýmsum fríð- indum fyrir liðveisluna, en efndirnar urðu ekki þær sem Lawrence liafði búist við. Þessi grein Churchills, —- sem er nokkuð stytt — fjallar um kynni hans af Lawr- ence eftir að ófriðnum lauk. Ein besta bók, sem rituð hefir verið um Lawrence er eftir Lowell Thomas og týs- ir æfintýri hans í Arabíu, enda var höfundurinn þar sjón- arvottur. Bókin er nýkomin út í íslenskri þýðingu La^rence oíursti hver sem nærstaddur var, gerði það af hrekk, að segja sögu af framkomu Lawrence á kon- ungsfundi nokkrum vikum áð- ur. Mér skildist að hann hefði neitað að taka á móti heiðurs- merki, sem konungur ætlaði að sæma hann við opinbera athöfn. Eg var hermálaráðherra, svo eg lét strax þau orð falla að þessi framkoma væri mjög óviðeig- andi, óréttmæt gagnvart kon- ungi og afar óvirðuleg gagnvart honpm sem þjóðhöfðingja. Hver og einn hefir rétt til að neita heiðuremerkjum og titl- um, öllum er heimilt að skýra frá þeim ástæðum er liggja til grundvallar slíkri neitun, en að nota tækifærið þegar konungur var að sinna skyldum sínum sem þjóðhöfðingi, væri stórlega vitavert. Sökum þess að Law- rence var gestur minn gat eg ekki sagt meira, en vegna stöðu minnar gat eg heldur ekki sagt minna. Það er skamt síðan eg frétti hið sanna í málinu. Neitunin átti sér stað, en ekki við opin- hera athöfn. Konungur tók á inóti Lawrence 30. október (1918) til viðtals. Hans hátign álpit að þetta tækifæri væri heppilegt til að afhenda honum heiðursmerki sem þegar höfðu verið ákveðin. Um leið og kon- ungur ætlaði að afhenda lion- um heiðursmerkin, bað Law- rence um leyfi til a¥i mega hafna þeim. Að.rir en konungur og Lawrence voru ekki viðstaddir. Lawrence gerði enga tilraun til að draga úr þvi sem eg sagði eða afsaka sig. Hann tók ofaní- gjpfinni brosandi. Hann kvaðst engin önnur ráð hafa haft til þess að vekja athygli æðstu em- bættismanna rikisins á þvi að þjóðarheiður Breta væri í veði ef Arabar fengi ekki réttláta lausn sinna mála. Hann sagði að það yrði ógleymanlegur blettur i sögu vorri ef Frökkum væri fengin í hendur yfirráð í Sýrlandi. Eg verð að viðurkenna, að samtal þetta vakti hjá mér löngun til að kjmnast því sem raunverulega liafði gerst í þeim ófriði sem háður var í eyði- mörkum Arabíu, og mér varð ljósara en áður hvaða tilfinn- ingar ólguðu í brjóstum Araba. Eg bað um skýrslur og athugaði þær. Eg talaði við forsætisráð- herrann. Um þetta. Hann sagði að Frakkar ætluðu sér að fá Sýrland og stjórna því frá Dam- askus. Ekkert gæti þokað þeim frá þeirri fyrirætlun. Eg sá Lawrence i París nokkr- um vikum siðar. Hann var klæddur sem Arabi og hinn sterki* höfðingssvipur hans naut sín til fullnustu. Hin alvar- lega framlcoma hans, hinar meitluðu skoðanir hans, víð- feðmi og viturleiki samræðu lians, alt sýndist vaxa óvenju- lega vegna hins glæsilega ara- biska höfuðbúnaðar. Sveipaður hinum viðu klæðum, naut sín til fullnustu göfugmannlegur svipur hans, fagrar varir og eld- snör augu. Hann sýndist það sem hann var — einn mesti stórhöfðingi frá náttúrunnar hendi. I þetta skifti kom okkur betur saman og mér fór að verða ljós krafturhansog'mann- dómur sem eg hefi síðan ekki gleymt. Hvort sem hann síðar

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.