Vísir Sunnudagsblað - 08.12.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 08.12.1940, Blaðsíða 3
I VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Fjallganga á EFTIR THEÓDÓR DANÍELSSON. Mývatnsöræfum A NámaskarSi Ljósm.: Hall- dóra GuS- mundsdóttir. Á þeim byltinga tímum, sem nú geisa yfir heiminn, þegar' loftið er mettað af fregnum blósúthellingar og böls, á tím- um ‘raforku og yfirleitt þess, sem kallað hefir verið menn- ing, þegar heyra má á öldum ljósvakans kvalastunur þjáðra vesalinga hinsvegar af hnettin- um, þá finnst mér heimur sá, er við lifum í vera orðinn of smár. Eg þrái einveru og frið. Eg óska mér þá stundum, inn 1 heim þagnarinnar, burt frá menningunni, þangað sem eg get einn og ótruflaður nolið friðar hinnar tilkomumiklu ó- snortnu náttúru, þangað, sem mannvitið hefir ekki náð að hefta í viðjar móður jörð, sér og sínum til framdráttar. Þá er liolt að eiga sér fósturjörð út á hjara lieims, og vita,»að inn á öræfum Islands er þennan frið að finna. Vegna þess, að eg liygg, að einhverjir muni hugstl eittlivað svipað og eg og fyndu sér fró í þvi að láta hugann um stund hvíla inni í heimi þagn- arinnar, hef eg tekið mér fyrir hendur að draga úr djúpi minninganna og færa í lelur frásögn af einni öræfaferð. Það var að vísu engin skemliferð í þess orðs éenjulegu merkingu, heldur aðeins norðlensk vor- ganga inn að hjartarótum landsins, en þrált fyrir vöku og erfiði, vaka þó áhrif og minn- ing þeirrar farár, sem miðnæl- ursól á í hugarheimi minum. Það er siður í Mývatnssveil að sleppa geldfé á fjöll á vorin, og eins og gefur að skilja, verð- ur þá að smala ])ví aftur sanian til að ná því úr ull, Svæði það er umræddar göngur voru gerð- ar á, liggur alllangl fyrir aust- an b'yggðina, líklega 6—8 klst. lestagang, og takmarkast að austan af Jökulsá á Fjöllum, en að vestan af Nýjahrauni og er umrætt leitarsvæði þar á inilli og nær langt suður í óbyggðir. Leitarsvæði þetta heitir „Vegg- ir“, og er það réttnefni, þvi að vestan er Nýjahraun, ófærl hverri skepnu áreiðanlega illfært gangandi manni. Það er apalhraun, algerlega ógróið og svo brunnið, að það molnar og marrar undir fæti, hvar sem stígið er. Það er yfir að ]íta einna likast úthafi, þegar ber- serksgangur hefir runnið á Ægi karl, að öðru en því, að það er svart á lit, að minnsta kosti til að sjá. Að austan takmarkast svo svæði þetta af móður Dettifoss gamla (þ. e. Jökulsá á fjöllum) og þýðir livörki mönnum né skepnum að etja kappi við hana, nema á ferju eða ís. Leit- arsvæðið er geisistórt, víðast livar gróðurlausar auðnir, en þó eru hér og hvar graseyjar íþessu sandhafi, mólendi með valllend- isgróðri og svæði með mel- hnausum. Melurinn er svo sem kunnugt er, mjög kraftmikil jurt og harðger og eru flestar skepnur mjög sólgnar í hana. Við fyrstu sýn virðist manni sem hér séu auðnir einar, en manni lærist brátt, að liér er einmitt hið ákjósanlegasta beiti- land. Hér liður sauðkindinni vel, hér er hún frjáls og óháð öllu nema sínum eigin dutlung- um. Það er lagt af stað úr bvgð snemma morguns. Við erum víst 12 saman, allir vel ríðandi og flestir með tvo til reiðar, hundur fylgir hverjum manni. Við erum vel nestaðir og reið- uin með okkur hey handa liest- unum, því búist er við að livergi sé kominn gróður handa þeim. Foringinn lieitir Pétur, full- tíða maður, þéttur á velli og öruggur foringi. Hann er þaul- vanur fjallamaður og kann ýmsar fjallasögur, sem hann skemtir með. — Pétur ríður skjóttum eða öllu heldur skjöld- óttum eða skrápóttum hesti, sem Glæsir lieitir, ekki miklum á að sjá, en líklega seigum, því liann er einhestis; mig minnir sá cini i hópnum, cn ekki gafst Glæsir upp. Er nú haldið af stað og farið hægt í fvrstu, því bæði er leiðin löng og því ekki vert að mæða bestana, og hinsvegar er vegur- inn fremur ógreiður, yfir hraun að fara, þar lil komið er að lágum fjallgarði, er Náma- skarð heitir. Þegar haldið er upp brekkuna dregst athygli manns að ódaun miklum, er leggur á móti manni, en skýr- íngin á því fyrirþrigðj er nær- tæk, þvi þegar upp á brúnina er komið, fer maður að verða var við smágígi, sem rýkur upp úr. Við nanari athugun reynast þetta vera brennisteinshverir; við erum sem sagt komnir að brennisteinsnámum. Hér var brennisteinn unninn fyrir all- löngu, og það mun vera á þess- um slóðum, sem brennisteins- vinsla er hafin á ný. Við nemum ekki staðar til þess að virða þessi náttúrufyrir- brigði fyrir okkur, enda hafa víst flestir farið hér um áður, nema eg. Og allir vilja áreiðan- lega komast sem fyrst burt frá ódauninum. Af Námaskarði opuast mikið og vítt útsýni. Ef horft er til baka sést yfir alla hina töfrandi Mývatnssveit, með spegilgljá- andi vatninu, skrúðgrænum flæðiengjum, braunum og hin- um einkennilega fjalla og heiða- bring. En nú er ferðinni heitið burl úr bygðinni, i faðm öræf- anna, og þá borfir enginn til baka. Framundan blasa nú við ör- æfin. Austurfjöll heitir það einii nafni, en að nefna það fjöll, fell- ur ekki i kram Breiðfirðingsins, hann á þvi að venjast, að fjöllin líti öðru vísi út. Framundan er, fljótt á litið, ein samfeld víð- áttumikil háslétta; fjallahring- urinn, sem. umlykur Mývatns- sveitina, er nú lagður að baki. Ferðinni er nú haldið áfram austur af Námaskarði. Þegar kemur niður af því, verðum við fyrir óvæntum fundi. Þarna eru komnir nokkrir Þjóðverjar með eínbverjar vítisvélar, sem þó við nánari athugun reynist vei’a dauðmeinlaus kvikmynda- vél. Það er ekki að orðlengja það, við erum nauðugir viljugir kvikmyndaðir þarna, eins og við komum fyrir af skepnunni . Og mér er sem eg sjái þá kvikmynd, þennan sundurleita hóp manna, hesta og hunda-, á- samt farangri, sem bæði er reiddur fyrir aftan sig og svo bundinn á bakið, t. d. er einn með bæði primus og kjetil á bakinu! Yið urðum svo að síð- ustu að hleypa hestunum, en nú voru þeir eins misjafnir og þeir voru margir, sumir latir, aðr- ir viljugir, en enginn lcnapanna vildi siðastur verða, hvað sem reiðskjótanum leið. og var þvi neytt allra bragða til að hvetja gæðingana. En hræddur er eg um, að sumir hafi barið fóta- stokkinn nokkuð óþyrmilega, og efast get eg urn að þeir, sem myndina kunjna að sjá, lífist íslenskir reiðmenn. beint ridd- aralegir á hestbaki, ef dæma skal eftir henni. En hvað sem þvi líður, þá varð þó þetta atvik til þess að hleypa gáska í mannskapinn, þó glatt væri fyrir. Yoru nú dregnar upp myndir af útliti livers um sig, á meðan á mynda- tökunni stóð, en ekki vil eg á- byrgjast, að þær myndir hafi allar verið sannlcikanum sam- kvæmar. Ferðinni var svo haldið áfram og loks staðnæmst á svokölluðu Eystraseli. Þar er graslendi tals- vert og svo lækur. Er þetta þvi tilvalinn áningarstaður, en þó dálítið úr leið. Þarna hefir ein- hvern tima verið sumarsel frá Reykjahlíð, og minnir mig að þar sjái fyrir einhverjum tóft- arbrotum. Þarna yay sprett af

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.