Vísir Sunnudagsblað - 08.12.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 08.12.1940, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ §n»M VITIÐ ÞÉR — — að maðurinn þolir 120 gráða hitamismun? — að í suðurheimskautslönd- unum er til eldfjall sem gýs öðru livoru? • Mesta hafdýpi, sem liefir ver- ið mælt, liggur austanvert við Filippseyjar og hefir sá staður hlotið nafnið Filippsgröf. Dýpið er svo mikið, að enda þótt hæsta fjalli veraldarinnar væri slöngv- að þangað niður, myndi tindur þess þrátt fyrir það liggja á all- miklu dýpi, því liafsdýpið er um 10.800 metrar. Það er naumast hægt að gera sér í hug- arlund þann ógna vatnsþrýst- ing, sem þarila rikir. Þar niðri er kolsvart myrkur, því dags- Ijósið nær ekki niður fyrir 400 metra dýpi. Og langt niður í þessum myrku djúpum synda fáránlegar fiskategundirp sem niönnum eru ennþá lítt kunnar. • Sé maður spurður að því, hvar kaldast sé á hnettinum, er vana viðkvæðið að það sé á norðurheimskautinu. En það er langt frá því. Þar er meðalkuld- inn 22 gráður. Og þó að suður- póllinn, sem liggur í 3127 m. hæð yfir sjó og þakinn er ís- breiðu, víðáttumeiri en öll Ev- rópa, sé enn kaldari staður en norðurpóllinn, því það er 30 gráða kuldi að meðaltali, þá er hann heldur ekki kaldasti'stað- ur jarðarínnar. Kuldapóll jarð- arinnar liggur á stað einum í Síberiu, sem Werchojansk nefn- ist. Þar getur kuldinn komist niður í 69 stig, en þrátt fyrir það búa þar um 400 manns, er bjóða kuldanum byrginn og lifa á veiðum. Ivuldinn er þar svo mikill á veturna, að stál verður brothætt sem ís, en ísinn hins- vegar harður sem stál. Heitasti staður jarðarinnar er aftur á móti í svokölluðum Dauðadal í Mahoreeyðimörk- inni, sem liggur á landamærum Kaliforniu og Nevada í Banda- ríkjunum. Dalbotn þessi liggur 50—146 m. undir yfirborði sjávar, og það er einkar sjald- gæft að þar falli nokkurn tíma regndropi. Vegna legu dalsins, eru lofthreyfingar þar sama sem engar en ofsaheitur loft- þungi hvílir jafnt og þétt yfir EINSTÆÐINGUR. Þessi einstak- lingur hefir vax- i« og dafnaö í HljómskálagartS- inum hér í bæ. GarSurinn er eini skemtigarSur Reykjavíkurbæj- ar, og enda þótt trjágróSurinn sé fremur fátækleg- ur og hríslurnar fáar, sem náS hafa þessari hæS, þá er Hljóm- skálagarSurinn þó orSinn mjög vinsæll dvalar- staSur ungra og gamalla á sól- björtum sumar- dögum. Er von- andi, aS hann eigi eftir aS frikka til mikilla muna, þegar fram líSa stundir. — dalnum. Meðal árshiti er 39 gráður í skugganum, en mest- ur hiti sem þar hefir mælst er 59 gráður i skugga. Á móti sól er hitinn miklu meiri og hitinn á sandinum er það mikill, að snerti maður hann með beru hörundi, orsakar það brunasár. • I ameriska vikuritinu „Ame- rican Weekly“ birtir dr. Clifton Herby Levy, frægur fornleifa- fræðingur, grein um hina mörg þúsund ára gömlu formælingu sem hvílir yfir gröfum faraó- anna. Hann segir: * Mönnum er enu í fersku minni þeir einkennilegu at- burðir, sem gerðust þegar gröf Tutankhamens fanst og var opnuð. Það var enski háskóla- kennarinn Howard Carter sem fann hana og opnaði. Skömmu eftir fundinn, dóu flestallir leið-. angursmennirnir á dularfullan og óskiljanlegan hátt. Jafnvel vísindin, sem alla jafna fást litið við drauga og afturgöngur, byrjuðu að tala um einhverja hölvun, sem hvíldi á gröf þessa faraós — einhverja formælingu sem nú hefði rætst. Þessu reynir dr. Levy að mót- mæla í grein sinni. Hann segir, að það sé vegur að ráða þessa gátu og gerir sjálfur tilraun til þess. Hann segir, að þegar gröf Zer faraos, sem ekki er langt frá Kairo, hafi verið opnuð, hafi menn gert all-merkilega uppgötvun. Inni í gröfinni virt- ist geysimikil sprenging hafa átt sér stað, sennilega fyrir mörgum þúsundum ára. Inn- veggir grafhvelfingarinnar voru allir hrundir, en að eins staður- inn sem múmían og skartgrip- irnir lágu á, var með öllu heill og óskemdur. Zer faraó tók við völdum af Menes hinum mikla og mun hafa ríkl fyrir 5000 ár- um. Hann lét reisa sér grafhvelf ingu 40 mílum fyrir sunnan Kairo. í grafhýsinu voru fjórar hallir auk grafhvelfingarinnar sjálfrar. Þegar Walter Emery, breskur fornleifafræðingur sem fann gröfina, fór inn í hana með mönnum sínum, bar fyrir augu hans svo mikla eyðileggingu að varla varð með orðum lýst. Þessi evðilegging var svo stór- kostleg, að hún hlaut að hafa átt sér stað með ægilegri spreng- ingu. Hitamagnið við spreng- inguna hefir verið svo gífur- legt, að leirsteinninn sem vegg- irnir voru hlaðnir úr að innaii hafa brunnið. í öllum sölunum, öðrum en grafhvelfingunni sjálfri, var alt brunnið til ösku sem þar hafði verið. — En svo kemur það allra merkilegasta við þetta alt: Hrun veggjanna sýndi að sprengingin hafði or- sakast af einhverju afli, er kom- ið hafði innan úr grafhvelfing- unni sjálfri, enda þótt hún væri ósködduð. I Var þetta tilviljun? Það er úti lokað. Fyrir 40 árum hafði Flinders Petrie prófessor i Ahydos opnað og rannsakað nokkurar grafir fai’aóa, og séð nákvæmlega þetta sama fyrir-, brigði i þeim, en hann liafði ékki gert sér neina grein fyrir ástæðunni fyrir þessu. En 40 ár- um síðar, þegar fornleifafræð- ingar ráku sig á þetta sama fyr- irbrigði, byrjuðu þeir að klóra sér á bak við eyrun og hugsa sig um. Og þeim var það ofur- ljóst mál, að þeir menn sem þarna réðu ríkjum fyrir 5000 árum voru ekki neinir apakettir né flón. Eða hversu snildarlega hefir þeim ekki lekist að byggja píramýdana? Mönnum er það með öllu óskiljanlegt með hvaða undramætti þeir hafa komið þessum miklu minnisvörðum upp. Það leikur einriig grunur á, að þeirra tima menn liafi þekt rafmagn og kunnað að notfæra sér það. Er þá með öllu útilokað, að grafir faraóanna hafi verið varðar með sérstölcu „kemisku“ efni? Fyltu þeir ekki forhallir grafhússins með efn- um sem spraklc ef loft komst að þeim ? Það er ofur skiljanlegt, að þjóðhöfðingjar austurlenskir, sem létu grafa sig, ásamt djásn- um og fjársjóðum, gerðu það sem þeir gátu lil að verjast inn- brotsþjófum og ræningjum. Það var meðal annars vitað, að verkamenn, sem unnu að bygg- ingu sumra grafhýsanna, losuðu um steina, þannig að þeir gátu tekið þá burt og komist inn i gröfina, enda hafa margar graf- ir fundist rændar. Tutenkhamen faraó hefir ekki notað neitt sprengiefni til að verja gröf sína, en liann hefir neytt annarra meðala — og þau voru fólgin í eitri. Það er giskað á, að inn í grafhýsíð liafi verið stráð örfínu baneitruðu dufti, sem hafi rokið niður í lungu manns þegar súgur kom inn í gröfina, og valdið þannig dauða leiðangursmannanna. Á gröf Tutenkhamens faraós standa meðal annars þessi -orð letruð: „Hver sú liönd sem hreyfir sig gegn mér, líkama mínum, og auðæfum mínum skal visna, og liver sá maður sem reynir að brjótast inn til mín, skal að eilífu glatast“. Þetta er formælingin sem fólk liélt að liefði orðið leiðang- ursmönnunum að bana, þeirra sem fundu og rannsökuðu gröf Tutenkhamens faraós. Skoti nokkur kom í borg eina og leigði sér herbergi á gisti- liúsi. Hann liorfði út um glugg- ann á herberginu sínu og sá, ekki mjög langt í burtu, kirkju- turn í’ísa hátt til lofts. Þegar hann sá, að á kirkjuturninum var klukka, stoppaði hann úrið sitt samstundis til að verja það óþarfa sliti.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.