Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 5. janúar 1. blað (fPRtfF. tilIBBB. ) \Oltlii n l \I JÖBIMD HVMDADACiAKOMUMCi Dansleikur í Reykjavík 6. ágúst 1809. Jörundur hundadagakonungur er aS dansa vi'S stúlku, en hún rek- ur sig upp í ljósahjálminn, svo höfuöfat hennar krækist í hann og fer af henni; er þá drósin sköllótt eftir, en Jörundur stendur á miöju gólfi skellihlæjandi og bendir á höfuðbúnaöinn, þar sem hann hang- ir á hjálminum. (Eftirfarandi frásögn af Jör- undi hundadagakonungi er tek- in upp úr endurminningum Hans Birch Dahlerups barúns og sjóliðsforingja og segir frá viðkynningu hans af Jörundi á- samt ýmsu um hann, sem ekki er sagt frá annarsstaðar en þar, og ekki hefir verið kunnugt hér hingað til, en er nógu fróðlegt. Dahlerup þessi barún var fæddur skamt fyrir utan Kaup- mannahöfn 1790; gerðist liann 1806, 16 ára gamall, for- ingi í sjóliði Dana og tók eftir ])að þátt í ófriðnum, sem Danir rattu í við Breta, uns honum lauk 1813. Á þeim árum var liann þrisvar herfangi á Bretlandi á árunum 1808, 1810 og 1813. Að ófriðnum loknum hafði Dahle- rup eðlilegan framgang í sjóliði Dana, en réðst 1849 í þjónustu Austurríkis, til þess að koma skipulagi á flotamálin þar, og varð hann þá þegar aðmíráll í flota Austruríkismanna. Þeirri stöðu hélt hann til 1851, er hann sneri aftur til Danmerkur og dvaldist þar embættislaus, uns hann á ný gekk á mála í sjóliði Austurríkis 1861. Þar starfaði liann í síðara skiftið til 1865, en settist eftir það í helgan stein í Danmörku. Hann lést 1872. Meðan hann var á mála hjá Austurríkismönnum, átti hann mikinn hlut í töku Feneyjaborg- ar, og var hann af þeim orsök- um tekinn í tölu austurrískra aðalsmanna með bárúnsnafni. Ilann hefir ritað endurminn- ingar sínar, og hafa þær verið prentaðar i Kaupmannahöfn 1908 með heitinu „Mit Livs Be- givenheder“, en þó*ná þær ekki lengra en fram til 1848; liitt iiggur enn óprentað i handriti. Þcgar Dahlerup var fangaður af Englendingum 1810, var liann fvrst hafður i lialdi á gömlu spönsku orrustuskipi, sem hét „Bahama“ og lá á höfn- inni i Chatham, smábæ við Medwayfljótið, skamt frá Tems. ármynni, en síðan var honum, gegn drengskaparorði, leyft að liafast við frjáls í smábænum Reading, sem liggur í Berkshire, svo sem núðja vega milli Ox- ford og Aldershot. 1 þessari dvöl sinni á Eng- landi kyntist hann Jörundi, og fer hér á eftir frásögn hans á því, en þó er slept frásögninni af íslensku byltingunni, því béeði er hún ekki allskostar rétt, enda svo fljótt yfir sögu farið, að á því er ekkert að græða.) .... Eg og skipverjar mínir vorum nú fluttir á htlum knerri úr freigátunni, sem hafði flutt okkur til Englands, upp eftir Medwayánni til Chatham, og vorum við ])ar látnir fara um borð í gamalt spænskt orrustu- skip, „Bahama“, sem nú var haft undir fanga. Þar varð eg að haf- ast við hálfsmánaðar tíma eða svo, meðan skrifað var til Lund- úna eftir pössum o. fl. Þar eð fór mjög svipað um mig þarna eins og gerði, þegar eg var þar í þriðja og síðasta sinn sem lierfangi, ætla eg að sleppa að lýsa því, þar til þar að kemur. Eg vil þó geta þess eins, að þar sá eg fyrst mann einn, er eg síðar hafði nánari mök við, en það var hinn svo kallaði „Islandskonungur“, og var hann bróðir hins kunna úr- smiðs Urhans Júrgensens. Hann hafði stjórnað víkinga- skipi, Niels .Tuel, með brigggerð, sem gert var út af verslunar- húsi í Kaupmannahöfn. Eftir lýsingu að dæma hefir skip þetta verið mesti óskapnaður. Það var venjulegt kaupfar, en á miðþiljum hafði verið komið fyrir fallbyssum og liöggvin vigskörð í kinnunginn. Sagt var, að svo væri lágt á milli þilja, að áhöfnin yrði að liggja á hnján- um, þegar verið væri að þjóna fallstykkjunum. Þau voru bæði of þung og of mörg í skipið. Á- höfnin var eins og á venjulegu herskipi, eins og menn sjá á því, að hún var um 100 manns, og þessu gerviherskipi var komið undir stjórn manns, sem eg veit ekki til að hafi nokkurn tíma verið stýrimaður, hvað þá lield- ur stjórnað skipi. Að því er liann sjálfur sagði, liafði hann farið úr Efterslægts- skólanum1) þrettán eða fjórtán ára gamall og ráðið sig í skip- rúm á enskum koladalli, en síð- an hafði hann altaf verið í för- um með enskum skipum, og meðal annars brotið skip sitt í suðurhöfum og orðið að liafast við árstíma á kóralrifi. Þegar lionum hafði verið bjargað það- an, liafði hann verið með ensk- ^1) LærSur skóli í Kaupmanna- höfn, sem var í einstakra manna eigu, og enn er við líði. Þótti hann og þykir í fremstu skóla röS. um herskipum, en aldrei heyrði eg neina samfelda frásögn eða nefnt neitt einstakt atvik, sem hægt væri að ráða af, að hann hefði verið annað en óbrotinn háseti, eða hvar hann liefði ver- ið, áður en honum skaut upp í Kaupmannahöfn skömmu fyrir áfallið árið 1807.1 Þá er talið, að hann liafi brotið upp á þvi við nokkur verslunarhús þar, að þau skyldu gera út skip til suðurhafsferða undir stjóm lians, og liafi hann í þeim er- indagerðum meira að segja leit. að til ráðherranna Schimmel- manns greifa, Bernstorffs2) og fleiri. Ekki vantaði hann frekjuna og talandann. En eg hlýt að játa J) Hér er átt við árás Breta á Kaupmannahöfn 1807, undir stjórn Nelsons, sem skaut á borgina í ágúst, óg kveikti í henni, en hafði síöan flota Dana á burt. 2) Schimmelmann greifi var um þessar mundir fjármála- og versl- unarmálaráðherra. en Bernstorff utanríkisráðherra Dana.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.