Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ það, að þegar eg nú hugsa út í síðari framkömu þessa manns, þá er mér nær að halda, að hann hljóti að hafa dvalist liinn langa tíma frá því að hann var fjórtán þar til hann var tuttugu og átta eða þrjátíu ára, sem mér virtist hann vera þá, í ein- hverri eða mörgum af glæpa- mannanýlendunum, ef til vill meira að segja í Botany Bay1), þar sem hann síðar lenti, því með öðru móti fæ eg ekki skil- ið þá eyðu, sem var i frásögn hans af þessu skeiði æfi sinnar. Yfirleitt var ekki á honum minsti sjómenskuhragur, — hvorki í framgöngu, málfari né fasi; hann var að vísu „ruffian- like“, það er að segja skrílslega ruddalegur, slægur og lævísleg- ur, en það kemur alt prýðilega heim við getgátur minar/ um það, hvernig æfi hans liafi fyrr- um verið varið, og hneigð hans til og allmikil leikni í ritstörf- um og bóklegum iðkunum bendir til liins sama. En eg er nú farinn að lilaupa fram fyrir mig í atburðaröðinni, þvi þetta á heima'1 síðar. Jörgen þessi Jörgensen — bræður hans rituðu nafnið með ii, en liann hinsvegar með ö —, sem ekki gat búist við að fá frelsi gegn drengskaparorði, vegna þess, að hann var víking- ur, og eins vegna síðasta sjóræn- ingjaleiðangursins, sem hann var í, þegar hann var gripinn, hafði, að því er sagt var, notað tækifærið og fengið lausn gegn drengskaparorði samtímis mér. En livorki veit eg, hvern- ig það hefir mátt verða, né lield- ur með tilstyrk hvers, en vist er það, að hann átti vini í Lond- on, og oftsinnis liefir mér flog- ið í hug, að hann hafi einlivers- staðar verið notaður til njósná, <pi Englendingar höfðu marga njósnara víða um lönd í þá daga. Við gengum á Iand saman til þess að fá passa hjá Hutchinson höfuðsmanni2), en þar skildi hann við okkur, því hann ætl- aði að leggja Ieið sína til Lund- úna, en sagðist vona, að sér gæfist brátt færi á að halda á- fram kunningsskapnum við okkur i Reading. Guð einn veit, hvort hann hefir ekki þóst vera e'inn af liðs- foringjum mínum, stýrimaður eða þjónn og með þvi móti log- ið út leyfi til þess að vera frjáls gegn drengskaparorði. En hvað x) Litill flói skamt suSur af Sidney, en þangað sendu Bretar um skeifi afbrotamenn sina. 2) HöfuSsmaSur í breska flot- anum, „Commissioner of the board of transport for prisoners of war.“ um það, nú fór eg til Reading. ......Nokkru eftir að eg var þangað kominn, kom „íslands- konungur“ eða Jörgensen skip- stjóri, eins og hann kallaði sig, þangað líka. Ilann leigði sér rikmannlega íbúð, ekki langt þaðan, sem eg bjó, og á ör- skömmum tima tókst lionum að koma sér í kynni við ýmsa ættgöfugustu og best metnu gósseigendur i nágrenninu, og þeir töldu hann vera málsmet- andi mann og áhrifamann i stjórnmálum, en slíkt veitir manni á Englandi sérstaka að- stöðu, og greiðir mönnum að- gang að umgengni við höfð- ingja og stórmenni. íslands vegna liafði honum þegar tekist að komast í kunn- ingsskap við Sir Joseph gamla Banks1), en Sir Joseph hafði mestu mætur á landi þessu eftir að liann hafði komið þangað, manni liggur við að halda, að honum hafi sjálfum fundist, í landkönnunarferð. Jörgensen kom nú oft i heinv sókn til min, og eg heimsótti liann líka, enda þótt sjaldan væri. Eg hitti altaf svo á, að hann var önnum kafinn við rit- störf, og sat stundum bókstaf- lega upp yfir eyru niðursokk- inn í bækur og skjöl. Safn hans af hréfum frá hinni stuttu stjórnarlíð hans á íslandi var sérstaklega stórt, og lét liann mig sjá mörg þeirra, sem voru allskrítin. Sú saga var öll frá upphafi til enda líkust skop- leik. Að þvi er mig minnir vár liún í stuttu máli á þessa leið: 1808 eða 9 hafði Jörgensen lagt upp frá Kaupmannahöfn með víkingaskipið Niels Juel, og lenti honum þá i málamynda- bardaga við enskt herskip, sem tók vílcinginn og flutti hann til Englands. Elcki veit eg, livort Jörgensen hafi látið í veðri vaka, að hann væri sjó- liðsforingi og víkingaskipið hans herskip, en á skipinu geklc hann í einkennisbúningi með axlaskúfa og stældi alt það tild- ur, sem haft er í enska flot- anum. En mjög var það ein- kennilegt, að hann var látinn vera frjáls ferða sinna i Lund3- únum; en hafi hann raunveru- lega verið frjáls gegn dreng- skaparorði, eins og látið var heita, er hann var tekinn fastur á íslandi, þá verður að telja það stórfurðulegt, eins og Englend- ingar annars voru harðir við x) Breskur feröalangur, sem um skeið var formaSur í „The Royal Society" og kom hingaS til lands ásamt Uno von Troil, síhar erki- biskup í Uppsölum, 1772. víkingaskip, því það var ekki eitt, að foringjar þeirra væru miskunnarlaust látnir hafast við i fangaskipúm með sömu aðbúð og óbreyttir hásetar, lieldur var loku fyrir það skot- ið, að liöfð væru skifti á þeim og enskum föngum óvinanna, fyrri en að ófriði loknum. Á þetta mintist Jörgensen auðvitað ekki frekar við mig i frásögu sinni, er hann skýrði frá æfiferli sínum í heild eða einstökum atriðum.' Það eitt er víst, að hann hafð- ist við í London, og fékk versl- unarhús þar í félag við sig um leiðangur til Islands, en það fyrirtæki kemur hlægilega fyrir sjónir, þó ekki sé nema sem verslunarfyrirtæki, og ber vott um litla þekkingu á löndum og þjóðum hjá hinum trúgjarna kaupmanni. Tvö skip voru lilað- in vörum, sem að þvi, er mig minnir, að vísu áttu nokkurn veginn við þarfir landsins, og hafði annað þeirra „letter of marque“ — víkingsbréf, sem fengin voru kaupförum, er voru svo vopnuð og mönnum búin, að þau gátu jafnhliða kaupskapnum, ef svo bar und- ir, rekið liernað, sagt öðrum skipum til leiðar og ráðist á ó- vinaherskip og vikinga, og þar fram eftir götunum. Var Jörg- ensen með í förinni, og var svo kallað, að hann væri „Super- cargo"1), en mér er nær að halda, að hann hafi frekar verið túlkur eða jafnvel fararstjóri. Ilugsunin í þessu gat að vísu verið rétt, af því að ísland liafði um langt skeið alls ekkert sam- band haft við Danmörku og Noreg, og hlaut því að skorta margar lífsnauðsynjar, en liugs- anlegt var, að farmurinn, sem fengist til baka, gæti gefið góð- an arð á Englandi; en þetta var alt rekið með þeim hætti, að fyrirtækið gat pklci annað en hakað þeim, er að því stóðu, tap. Skipin komu loks til ís- lands, og Jörgensen hagaði sér þegar i stað, eins og hann væri staddur á einhverri suðurhafs- eyjanna. (Hér tekur við frásagan af athöfnum Jörundar á Islandi, og er henni slept). Eg man, að eg hefi tekið alt þetta eftir þeim fjölmörgu skjölum, sem Jörgensen var á kafi í, þegar eg heimsótli liann um það leyti, sem liann var að raða skjölum sínum, og, að eg held, að skrifa nokkurskonar sögu hins skammvinna lýðveld- is. Oftsinnis las hann veiga- mestu bréfin upp fyrir mér, en x) þ. e. kaupstjóri, lestreki. liin lofaði liann mér að lesa, eftir þvi sem mig lysti, og gerði við þau athugasemdir sínar lieldur drýgindalegur. Meðan þetta stóð, átti Jörg- ensen hina dýrlegustu æfi í hvi- vetna og neytti hann, að þvi er hann mjög greinilega lét skilja á sér, alls þess munaðar, sem landið hafði að bjóða. Þegar þessí dýrð hafði staðið fyrir Jörgensen í einn eða tvo mánuði, skaust enskt herskip „Talbot“, undir stjórn liins virðulega skipherra Jones, inn iil Reykjavikur. Hnykti horium nokkuð við, er liann sá fána, sem hann ekki bar kensl á — eg lield gullinn liarðfisk i blá- um feldi — blakta á vígisnefnu með fjóra eða sex gamla, ryðgaða fallbyssuhólka. Yerndari rikisins braut nú odd af oflæti sínu og heimsóttí skipherrann út i herskipið. Var þá gerð bráðabirgðagrein fyrir atbui’ðunum, en þar var síðar aukið við með bréfi stiftamt- manns, sem hafður var í lialdi á skipi úti, til Jones skipherra; lauk málum svo, að Trampe greifi var látinn laus og settur i embætti sitt aftur, fáninn var 'dreginn niður, lýðveldið afnum- ið og Jörgensen, sem talinn var herfangi, er strokið hefði und- an drengskaparorði, var fluttur til Englands og sendur út í fangaskip. Jörgensen liafði þegar, með- an liann var í fangaskipinu, far- ið að þýða leikrit Holbergs á ensku, að því er mér var sagt. Fyrsta leikritið, sem hann lagðí hönd að var „Sveitapilturinn veðsetti1';1) var það alveg eftir .Törgensen að velja það. Ilann þýddi síðan fleiri, en hætti loks að fást við það, væntanlega af því, að hann hefir engan útgef- anda getað fengið, og ábatavon þvi engin af verkinu. Hann fór þá að semja ýmislegt annað, sem reyndar fyrst var birt, þeg- ar leið á sumarið, en altaf var hann siskrifandi, ýmist ritgerð- ir eða bréf, að þvi, er hann sjálfur sagði. Þetta var álcaflega einkenni- legur maður, og þegar þess er gáð, að skólavist hans laulc snemma, og að hann síðan lenti í störfum, þar sem lítill var kostur að halda áfram námi, er ekki hægt að neita honum, um það, að hann hafi að eðlisfari veriðgáfaður.Ensku ritaði liann gersamlcga lýtalaust, en þegar hann talaði hana skein aftur á móti í framburði, orðalagi og orðtckum greinilega í það, að hann hafði lifað innan um x) Den pantsatte Bondedreng.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.