Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Fred Mac Murray, Madeline Carrol. 1000 dollara. Sérstakur ljósa- útbúnaður kostaði 1200 d., skurðtæki 1500 d., glös og flösk- ur kostuðu 2000 dollara og ým- iskonar húsmunir 1500 dollara. Þetta eru bara nokkrir af kostn- aðarliðunum. Auk þess varð félagið að taka á leigu röntgenvél, smásjár, súrefnisgeyma, skurðarborð o. s. frv. Síðast en ekki síst var ráðinn þektur vísindamaður til þess að kenna leikendunum að fara með öll þessi tæki, til þess að alt færi rétt fram og eftir settum reglum. ★ Flokkur riddara kemur þeysandi. Einn riddar- anna verður alt í einu máttlaus og dettur af baki. Iiann skellur á jörðina, veltur áfram og ligg- ur svo kyr, sem dauður væri. Flestir kvikmyndaáhorfendur munu lialda, að þarna hafi ver- ið notast við brúðu. Svo er þó ekki, heldur eru allar líkur til að þarna liafi verið Benny Cor- bett. Það er atvinna hans að detta af hestbaki, úr siglutrjám, fram af ldettum, húsþökum o. þ. u. 1. Corbett, sem er næstum fimtugur að aldri, hefir hætt lífi sínu og limum á þenna hiátt í mörg ár. Margir leikstjórar í Hollywood telja hann besta manninn, sem völ er á á þessu sviði. Segir Corbett að það sé hægð- arleikur að láta sig falla af hesti, sem er á harða spretti, ef menn vita hvernig á að fara að þvi. Menn eigi að gæta þess að detta þegar lendar liestsins fara upp í stökkinu og svo megi menn alls elcki spenna vöðvana, þegar þeir koma niður. Benny er orðinn svo vanur þessu, að liann dettur nákvæmlega á þeim stað, sem um er beðið. Fyrir livert fall, sem notað er, fær liann 35 dollara, en 12 fyrir þau, sem elcki eru notuð. Reglulegur þjóðhöfðingi og galdralæknir frá Afriku, sem talar lýtalausa Oxford- ensku, er einn af ráðgjöfum Warner Bros, við töku lcvik- myndarinnar „South of Suez“. Auk þess leikur surtur í mynd- inni. Hann heitir Modype, er frá Nígeríu og kominn af ættum, sem hefir frá ómunatíð verið ráðandi á Gullströndinni fyrir sunnan Sahara. Kvikmyndaframleiðendur tóku fyrst eftir Modype, er liann kom með svertingjahljómsveit til Los Angeles. Fundu þeir þá muninn á raunverulegri svert- ingjahljómlist og þeirri, sem notuð er í kvikmyndum og kend er við Afríku. Prinsinn lærði söng i Lon- don og ferðaðist síðan víða til að auka kunnáttu sína. Hann ætlar sér að setjast siðar að í heimalandi sínu og kenna þar söng og hljómlist. Hann hefir skrifað eina bók og hefir nú i smíðum svertingjaóperu, sem hann ætlar að kalla „Zumba“. ★ °,ir, sem lialda að hvergi sé meiri kyrð en á eyðimörk- um, ætti að spyrja hljóðfræð- inga kvikmyndafélaganna um það. Þeir munu svara, að hvergi sé eins erfitt að taka hljóm- myndir og í eyðimörkum. Fyrir skemstu var Columbia Pictures að taka mynd, er heitir „Arizona“ og var hún tekin í auðnum þess fylkis. Byrjað var á að byggja eftir- likingu borgarinnar Tucson, eins og hún var 1860. Þegar því var lokið, og byrjað var að taka myndina heyrðu hljóðfræðing- arnir í skröltormunum. Var þá reynt að liafa uppi á þeim, en þeir fundust hvergi. Loks eftir marga daga var gátan ráð- in. Hljóðin voru frá engisprett- um, sem vilst höfðu inn í eyði- mörkina. Á einum stað í myndinni siást tré. Nú eru þau ekki til í eyði- mörkinni þarna, svo að þau voru sett niður til notkunar við þetta tækifæri. Eftir tvo daga voru hlöð trjánna orðin svo þur, að skrjáfið í þeim var eins og vélbyssuskothrið i fjarlægð, þegar myndin var tekin í ná- munda við þau. Loks gerist ein „sena“ mynd- arinnar i rigningu og var hún gerð af mannavöldum. En vegna þess hve sandurnn var laus í sér, var rigningarhljóðið eins og það væri verið að steikja egg. Loks eftir mikil lieilabrot tókst að ráða bót á þessu. Kvikmyndaframleiðendur hafa gert Márk Twain að lygara. Það er hann, sem á að hafa sagt þá frægu setningu, að allir væri að tala um veðrið, en engum dytti i liug að reyna að hafa áhrif á það. 1 Holly- wood láta þeir sér ekki nægja að tala um veðrið, heldur láta þeir það þjóna sér. Yér eiguin ekki við með þessu, að kvikmyndaframleið- endurnir taki i taumana þegar ofsaveður geysa og rífa upp tré og hús, né heldur að þeir sé að sletta sér fram í störf veður- fræðinganna. Nei, nei, þegar veðurfræðingarnir spá rign- ingu, þá ypta bara kvikmynda- piltamir öxlum og láta hann rigna eins og hann vill. En — þegar leikstjórarnir þurfa að nota sérstaka tegund veðurs, þá láta þeir verkfræð- inga sína vita um það og svo sjá verkfræðingarnir um að til- tekið veður sé til afnota, þegar þess er jiörf. Gerum ráð fyi’ir að leikstjóri þurfi að „nota“ sótsvarta hrið. Þá framleiða verkfræðingarnir hrí$, sem heimsskaulafarar ein- ir þekkja. Sólskin? Verkfræð- ingarnir setja upp bogalampa og „sólskinið" keppir við það, sem sést á bestu/ferðaskrif- stofuauglýsingum. Hvað felli- byljum viðkemur rámar menn vist enn þá i Suðurhafsmyndina „Óveðrið“, sem hér var sýnd fyrir tveim árum. Rigningar eru einna ódýrast- ar og að sögn eru jiær betri en þær sem „hann“ gerir. Paramount-félagið hefir t. d. 5500 1. vatnsgeymi uppi á San Bernandino-fjallinu í S.-Kali- forníu og jiað þarf elcki annað Ginger Rogers. en að styðja á hnapp til þess að fá úrhellisrigningu á sléttunni fyrir neðan fjallið. * 1f f þvi að það er orðin venja að hafa rúsínu í pylsuend- anum, er best að fara eins að hér. Rúsínan er — Slim Sum- merville. Hann er nú búnn að vera kvikmyndaleikari i 27 ár og byrjaði á því að láta henda í sig tómötum, tertum, eggjum o. J). I., en liækkaði smám saman í tigninni. Slim liefir verið starf- andi lijá næstum hverju einasta félagi í Hollywood, en hann set- ur altaf eitt skiljæði þegar hann gengur i Jijónustu félaganna —- hann vill eiga frí sjö mánuði ársins, janúar, febrúar, júní, júlí, ágúst, nóvember og desember. Slim safnar nefnilega ekki auði. Hann vinnur sér inn „sum- arpeninga“ og „vetrarpeninga“. Þegar hann er búi’nn að vinna sér inn fyrir fæði, húsnæði og nýjum veiðitækjum, fer hann heim til sín og eyðir tímanum með j)ví að dorga alla daga. 1 haust vann Slim sér inn „vetrarpeninga“ með því að leika í kvikmyndinni „Western Union“ eftir samnefndri sögu Zane Grey. Aðalhlutverkin })ar leika Robert Young og Ran- dolph Scott, en Slim lék mat- svein. „Eg kann ekki einu sinni að steikja egg,“ sagði Slim, er liann var spurður um hutverkið, „en J)að er víst ekkert skilyrði. Eg söng líka i 12 myndum, án þess að þekkja eina einustu nótu. Gagnrýnendurnir sögðu að eg væri hræðiíegur, en leikstjór- arnir réðu mig altaf aftur, svo að eg hugsa að eg hafi ekki ver- ið sem verstur.“ Nei, hann er alls ekki sem verstur — eða hvað finst Jxir, lesandi góður? Ungur uppgjafahermaður. Dýralæknir einn í Denver í Kolorado, Bandarikjunum, kveðst vera yngsti uppgjafahermaöur úr Heimsstyrjöldinni. Dýralæknirinn, Forrest L. Martin, er nú 34 ára og segist hafa gerst sjálfboðaliöi 26. júlí 1917. Þá var hann 11 ára og 28 d^ga. Martin segist hafa ver- iS óvenjulega stór og þroskaöur eftir aldri, svo aö þegar hann kvaÖst vera 18 ára, sagði li'Öþjálf- inn á skrásetningarstofunni, aö hann liti fremur út fyrir aö vera 25 ára!! Martin komst þó aldrei til vígvallanna, því að þegar hann var að læra „konstina" skömmu eftir skrásetninguna, slasaðist hann í sprengingu. Hann, særöist á augum, svo aö hann var ekki lengur hæfur til herþjónustu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.