Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ EMqa. þuí (fóóndAóÉ Eftir Kristmann Gudmundsson. Eg man þetia kvöld, — stormur buldi á húsinu og regn- ið lamdi gluggann; eg var lít- ill drengur og var að leika mér að trékubbum á gólfinu. í stofunni var blíðlát kyrrð; rauðleitaeIjósið frá olíulampan- um skapaði mildan friðarheim kring um konuna ungu, sem sat í horninu við ofninn og var að lesa í bók. Bak við hvít glugga- tjöldin voru’rúðurnar svartar af myrkri og nótt, en það kom okkur ekkert við. Veröld auðn- ar og storma var jafn fjarlæg og eterbafið dimma, sem liggur utan um jörðina. Það var orðið áliðið, því leiðsla svefnsins færðist á augu min og blómin í veggfóðri stof- unnar voru orðin að lifandi jurtum. Landamerki draums og veruleika, sem stundum gerðu mér erfitt fyrir í leikjum dagsins, voru ekki lengur til trafala. Eg gat ferðast óhindr- aður um blómskóga veggfóð- ursins og fylt þá af hinum furðulegustu dýrum, einkum þar sem skugga bar á og ljósið frá Iampanum, náði síst til. Töfraskógurjnn minn fagri! Nú er liann löngu lokaður og blárökkur ' móðukendra minn- inga hvilir yfir honum. En eg trúi ])vi, að einhver guð gæti hans fyrir mig og leiði eitthvert annað draumlynt barn inn í hann eftir hundrað ár. — En þetta liðna kvöld átti eg sjálfur töfraslafinn, sem lauk upp æfin- týraheimum. Eg gleymdi kubbahöllinni minni á gólfinu og gekk inn. Áður hafði alt verið þar full- komið, en einmitt þetta kvöld uppgötvaði eg, að eitthvað vant- aði á, eittlivað mjög mikilsvert. Eg reikaði um skóginn og undr- aðist hvað það gæti verið. Eg spurði fuglinn Fönix, er sat undir tröllstórri rós, en liann draup aðeins höfði og svaraði mér ekki. í blágresiskofa sín- um lá álfastúlkan Dijalina og svaf; eg vakti liana og spurði: „prtu síðan í fyrra?“ — Hún Ieit á mig með f jóluaugum sin- um og svaraði: „Nei, en hún kemur kannski bráðum.“ Þá kallaði eg á besta vin minn, draumadrenginn Mahem. Við leiddumst inn i þyknið, þar sem næturblómið angar og dul- arfulla konan með mjúku hend- umar býr. Hún getur ráðið all- ar gátur, því lnin segir aldrei neitt. Rétt á eftir opnaðist hurðin og gamall maður kom inn. Augnaráð hans var milt, því hann hafði lifað lengi, og hann var með hvitt skegg niður á bringu. Hann settist við ofninn bjá ungu konunni. Hún brosti til lians og fór að lesa hátt í blöðunum, sem liann færði henni. Eg horfði á hana úr leyni töfraskógarins; vangasvipur liennar var svo fagur og eg vissi að hendur hennar gátu gefið svefn og frið. Gamli maðurinn sat iboginn og starði í glæður ofnsins, er lýstu gullrauðar gegnum mariu- glerið í hurðinni. Hann blustaði á það, sem unga konan las; andlit bans var alvarlegt og friðsælt eins og nóttin. Eg ldustaði einnig, án þess þó að heyra orðin sjálf. I stof- unni var kvöld og svefnkend ró; kötturinn lá fyrir framan ofn- inn og teygði frá sér alla anga, mjallhvítur pels Iians glóði í eldskininu. Svo sló alt í einu blárjóðum bjarma á töfraskóginn, og það var eins og hann vaknaði af leiðslu. — Konan unga liafði lesið nafn upp úr blaðinu, sem hún hélt á, og rödd hennar varð í sama bili hljóð og mild af sorg. (Dóttir okkar, Ellen, andað- ist -— þessa mánaðar, — frá Bóndhól.) Þá talaði dularfulla konan með mjúku hendurnar i fyrsta og síðasta sinn. Hún mælti: „l’hleii frá Bóndhól.“ Ellen frá Bóndhól! Hún kom inn í töfraskóginn og blómin hneigðu sig fyrir henni, stolti fuglinn Fönix reitti gullrauðar fjaðrir úr vængjum sínum og breiddi fyrir fætur hennar, en álfastúlkan Dijalina sveipti um Iiana blárri blæju. — Sá eini af íbúum skógarins, sem ekki kom til að þjóna henni, var draumadrengurinn Mahem. Hann var horfinn, og eg sá hann ekki í mörg ár. Mér fanst eg aldrei hafa heyrt svona fallegt nafn fyrr; hljóm- ur orðanna varð að blárri mú- sik og út úr litaskrautinu kom hún sjálf, Ellen frá Bóndliól, og varð veruleiki. Við tókumst í hendur. Hún mælti: „Þú mátt eiga alt með mér!“ Gamli maðurinn leit á mig úr fjarslca og brosti, en konan unga varð spurul i augum. „Hvað er barnið að segja?“ „Ilann er að tala við sjálfan sig“, ansaði gamlj maðurinn. (Skeljarnar, sem liggja undir stóra steininum í fjörunni!) Ellen frá Bóndhól; — eg bygði lienni höll á ströndinni fyrir handan töfraslcóginn. Þar sungu fuglarnir nótt og dag og sólin skein inn um gluggana. Við höfðum bara rökkur þegar hún sagði mér draugasögur, og einstöku sinnum nýfallinn snjó, því liann var svo fallegur i sól- skini. — (Þú ættir að hátta drenginn, góða min, hann er að sofna út af.) Um nóttina dreymdi mig Ell- en frá Bóndhól og við liéldum* leiknum áfram. Hún var lítil, ljósliærð telpa, nema á sunnu- dögum. Þá var hár liennar svart og brúnirnar líka.Kjóllinnlienn- ar var ákaflega fallegur og skitnaði aldrei. Andlit hennar, — það var ólíkt öllu öðru í heiminum og eg þorði aldrei að liugsa mér það; þess vegna get eg ekki lýst þvi, þó fátt hafi raunverulega líf i minningum mínum, en þetta undurfagra telpuandlit. Hún var það fyrsta, sem eg mundi eftir um morguninn, og úr því varð hún leiksystir mín i mörg ár. Og hún kemur stund- um til mín enn; eg hef séð bros hennar i augum dóttur minnar litlu. En eg gleymdi að spyrja konuna ungu hver hún hefði verið. — Ellen frá Bóndhól; — hún var draumsýn yfir ljósblilc- andi vötnum, sumarvindurinn, er þýtur i melgrasi eyjanna við strendur æskustöðva minna. Og hún var leyndarmál, sem eg sagði engum frá. En af því tilvera hennar var svo raunveruleg og bundin mínu eigin lífi, minnist eg hennar stundum, minnist lienn- ar með gleði, eða angurværð, eftir því sem á stendur. Og þá vaknar sú spurning í huga mín- um: Þetta nafn, sem hljómar svo framandi mjúkt í móður- máli minu, liver var hún, sem bar það, — hver var Ellen frá Bóndhól? Við gengum ein um gullinn fjörusand, er glettnar bárur léku hljótt við strönd. Og máninn dró á fjörðinn bleikfölt band og breytti öllu í ævintýralönd. Ó, manstu ei hvað alt var fagurt þá, * er ein við gengum saman hlið við hlið, og horfðum yfir sundin breið og blá og brostum —, þetta ríki áttum við. Við fundum þá, að lífið alt er leit að litlu brosi, — sem að skilur alt. Við áttum þetta eina stóra heit, að elska, elska, — elska þúsundfalt. Og rökkrið á sér rómantískan seið,- í ríki sínu hljótt það felur innst tvö lítil börn, sem eru lögð á leið að leita þess, sem aldrei, aldrei finnst. Hvert bros þitt, hvert það blóm, sem þú fékst snert er brot af þinni engilhreinu mynd. Og þó eg viti orðið hver þú ert eg elska blekkinguna! — Er það synd? Kristján J. Gunnarsson' frá Marteinstungu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.