Vísir Sunnudagsblað - 12.01.1941, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 12.01.1941, Síða 1
1941 Sunnudaginn 12. janúar 2. blad Uppeldi grískra konungs- barna. Eftír Nikulás Grikkjaprins*) j »■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Faðir minn var strangur með uppeldi okkar barnanna, og fylgdist sjálfur af alúð með því, hvað við lærðum. Hann vonað- ist eftir þvi að við gætum með tíð og tíma orðið annað og meira fyrir Grikkland en ein- ungis prinsar og prinsessur. Kennarar okkar voru valdir úr hópi hinna lærðustu prófessora. Bæði foreldra minna kappkost- uðu að stuðla að þvi, að við of- metnuðumst ekki af því að við vorum konungborin. Við dreng- írnir áttum að alast upp í þeim anda, að verða nýtir heiðurs- menn, vinnufúsir, i hlýðnir, skylduræknir, vel menntaðir og ekki kröfuharðir gagnvart öðr- um. Þetta voru hyrningarstein- arnir sem uppeldi okkar og menntun átti að byggjast á. Grundvallaratriðin í uppeldi okkar bræðra: staðgóða þekk- ingu og stranga lilýðni, hafði faðir okkar falið dr. Otto Lii- ders. Hann var ákaflega strang- ur, og hafði til siðs að klípa okkur í eyrum, með nöglunum á þumal- og vísifingri, oft svo fast að oklcur lá við gráti. — Eða að hann jós skömmunum yfir okkur með þrumandi rödd, ef við kunnum illa eða vorum óhlýðnir. Allt fas hans og fram- koma var einkennandi og ó- svikin prússnesk. Einkum var hann óeðlilega harður í liorn að taka gagnvart Georg bróður mínum, og gerði sér aldrei minnsta órnak með að skilja sálarlíf drengsins. Ef við höfð- um einhver strákapör í frannni, var Georg oftast hafður fyrir *) Sjá Sunnud.bl., 43. tbl. 3. nóv. 1940. Grsíkir uppreistarmenn frá Krít í sökinni, þó hann væri venju- lega saklaus. Til allrar liam- ingju fyrir Georg, slapp hann undan harðstjórn dr. Luders, er hann var 14 ára að aldri, og fór þá á sjóliðsforingjaskólann í Kaupmannahöfn, og ávann sér þar vinsældir og fékk liæztu prófseinkunn að lokum. Seinna skildum við það samt, að dr. Lúders gekk einungis gott til; hann kvaldi okkur og píndi af eintómri skyldurækni og trúmennsku. Hann var alveg sannfærður um að svona ætti það að vera, og hegðaði sér í samræmi við þá lifsskoðun. Mörgum árum siðar, er hann var orðinn þýzkur aðalræðis- maður í Aþenuborg, kynntumst við honum frá annari hlið. Hann varð miklu vingjarnlegri með aldrinum, og er hann kom stöku sinnum til konungshallarinnar, titlaði hann okkur ævinlega: þjóSbúningum. Þeir gerðu uppreist miklu. „Yðar hágöfgi.“ — Ef eitthvað hefði mátt setja út á framkomu hans, hefði það þá einna heLzt verið það, hversu nákvæmlega hann þræddi krákustig liirðsið- anna. I raun og veru er hægt að segja, að það sem liafi einkennt menntun okkar mest, hafi verið hið heimshorgaralega. Því auk hinna venjulegu skólanáms- greina, sem grískir kennarar kenndu okkur, auðvitað á grísku, vorum við samtímis lótnir læra þrjú erlend tungu- mál. Eins og nærri má geta, var það dr. Luders, sem kenndi okkur þýzku, þýzka sögu og bókmenntasögu. Frönskukenn- arinn, „Monsieur“ Brissot, kenndi okkur frönsku, hann liafði um langt skeið verið hinn sjálfsagði kennari heldra fólks- ins. „Mi-.“ Dixon, gráskeggjaður nokkuru fyrir heimsstyrjöldina og viðfeldinn náungi kenndi okkur ensku fjórum sinnum í viku, enska sögu og bókmennta- sögu, og varð enskan talmál okkar barnanna, einnig töluð- um við oft við foreldra okkar á þvi máli. Seinna krafðist fað- ir okkar þess, að við töluðum saman á grísku, og varð liún okkur þá eðlileg og tungutöm. Leikfimiskennarinn okkar ýar þýzkur uppgjafa undirfor- ingi úr liernum. Með líkamlega velferð okkar fyrir augum, þjálfaði hann okkur svo vægð- arlaust, eins og við værum prússnesltir nýliðar. — Við höfðum megnasta ýmigust á þessu háttalagi. Tvisvar sinnum á viku vorum við látnir fara til reiðæfinga í reiðlistarskólanum. Kennarinn, sem var stallvörður föður míns, var einkennilega kostulegur gamall Ungverji: Cernowitz að

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.