Vísir Sunnudagsblað - 12.01.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 12.01.1941, Blaðsíða 4
< 4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Völlum, og konu lians, Þor- bjargar Helgadóttur frá Gröf í Víðidal. Eins og fyr greinir, var jörðin í slæmu ástandi, meira að segja í kalda koli. Var fljótt liafist handa, bæjarhúsin rifin, og viður sóttur á klökkum til Skagastrandar, og bærinn end- urhygður; stendur hann að mestu enn. I peningshúsin varð Björn að sækja viðinn á klökk- um út í Nes, fulla 90 kílómetra, þá eftir vegleysum. Túnið var girt með grjótgarði og sléttað. Á þessu sést, að aðstaðan var erfið, en öllu var stjórnað með gætni og festu, svo að ^fkoman varð fyrirmynd. Nú skulum við, lesari góð- ur, lieimsækja — í anda — hús- móðurina. Við komum neðan fyrir túnið. Úti á hlaðinu sjáum við konu á gangi. Hún er í fullu meðallagi á hæð, beinvaxin og fljót í öllum hreyfingum. Þetta reynist húsfreyjan, þá orðin roskin — fædd 1839 — en samt virðist hún full af fjöri og lífs- gleði. Við horfum yfir dahnn. Útsýnin er dásamleg. Það er töfraheimur, i hæfilegri fjar- lægð frá niði fallvatnanna. Við höfum gleymt okkur, en lirökkvum við, er húsfreyjan kallar að kaffið sé heitt. — Sam- ræður vonu hinar fjörugustu; sagði húsfreyja flest fólkið í seli. Fanst okkur það myndi erfitt yfir brattan fjallveg að sækja. Eklci gerði húsfreyja mikið úr þvi, það stælti kraft- ana og kæmi dug í unga fólkið að kynnast erfiðleikunum, enda væri lífið fult af þeim, og til- gangslaust að forðast þá. Það væri heldur enginn sigur, ef ekkert væri til að sigra. Þetta sagði hún brosandi, og svo inni- lega sannfærandi. Þarna er eg lesari góður, búinn að sýna þér einn þátt þjóðlífsins, eins og hann var um síðastliðin alda- mót, sýna þér hugsunarhátt dalbúans, skoðun hans á mann- lifinu, og hvernig mæðurnar verkuðu á hugsanasvið barn- amra, og hvert vegarnesti þeim varð slíkur undirbúninguráleið- inni gegnum lifið. Sást það á öllu á Marðarnúpsheimilinu, að hús- freyjunni var jafnsýnt um inn- anbæjarstjórn og uppeldi barna sinna: að skapa viðmót þeirra og dug, er siðar kom fram á liinum ýmsu sviðum1 mannlífs- ins. AIIs voru börn þarna sex, er komust til fullorðins ára, eitt þeirra Guðmundur landlæknir. Lengst af gegndi Þorbjörg ljósmóðurstörfum í Vatnsdal, af mannkærleika án launa, fórst henni það svo úr hendi, að dal- búar mintust þess á gullbrúð- kaupsdegi þeirra hjóna í sept- ember 1913. — Þorbjörg var ein af þeim konum, er átti ítök í öllum er hún kyntist og hélt þeim til liinstu stundar. Mann sinn misti hún i september 1927. Var hún þá svo örvasa og elli- móð, að liún gat ekki fylgt hon- um til grafar. Hún dó 28. apríl 1929. I nærfelt hálfa öld er eg dvaldi í Vatnsdal minnist eg sérstaklega tveggja daga, er flest heimilin voru manlaus, en það voru dagarnir, er þau Marð- arnúpshjón voru til grafar bor- in. Við fráfall þeirra hjóna er brotið blað í sögu gamla höfuð- bólsins. Það var siðar selt, og allir afkomendur þeirra flultir þaðan. En sögu Melagerðisins var Iokið, hún var að eins einn þáttur í sögu dalbúanna er lauk á síðasta hluta 18. aldar. III. Lengra inni í dalnum að vest- an, nær heiðinni, er Saurbær. Þar bjuggu fyrir og um alda- mót hjónin Jónas Jóelsson og Elín Sigríður Benediktsdóttir*). Mig langar til að sýna þér í anda lesari góður, gamla vinkonu mína, er um 10 ára skeið var ná- granni minn, og sem benti mér á svo ótal margt, er liin ærslafulla æska festi þá ekki sjónar á. — Það var vor, íslenskt dalavor. Léttur blámi, hálf gagnsær, hvílir yfir heiðinni og dylur livað hinumegin býr. Það er logn. Loftið er þrungið af fuglaklið og niði fallvatnanna sem eru í vexti. Við berjum. Til dyra kemur grannvaxin kona, lág vexti, glöð í viðmóti með geislandi augu full af góðvilja. Þessi kona er Elín Sigríður Benediktsdóttir, fædd 1851. Viðdvölin verður all löng. Sig- ríður er glöð og létt í máli, því að þá fyrir skömmu liafði liún fengið Sunnanfara, sem farinn var að flytja lcvæði Þorsteins Erlingssonar. Opnuðu þau henni í bjartara ljósi yfirsýn yfir kjör einstaklinganna, dýranna, fugl- anna og trúmálanna. Við kveðjum hana og tjald fortíðarinnar lokar fyrir inn- sæið. Sigríður var af góðu bergi brotin í báðar ættir, eru báðir ættbogamir alkunnir og verða hér ekki raktir. Uppeldi og æfi- kjör Sigríðar vora oft endur- tekinn þáttur í lifi alþýðufólks frá seinni hluta 19. aldar. Hún liafði óvenjulegar gáfur og næmleik, samvaxinn þrá á *) Mjmd ekki fyrir hendi. sannleikanum, en lífið hafði að bjóða steina fyrir brauð, enga mentun á uppvaxtarárum, ann- að en einn 'vetrartíma, er hún fékk tilsögn hjá síra Hjörleifi Einarssyni, þá presti i Blöndals- hólum. Með þetta vegarnesti gekk hún út í lífið, lífið sem hún lifði fyrir börnin sín og alla er kyntust lienni, góðvilja henn- ar og glöggsæi. Sigrí^ur las mikið, oft með bókina i kelt- unni, er hún vann eldhússtörfin. Eiigan, hvorki karl né konu, hefi eg þekt, sem liefir kunnað annað eins af ýmsum alþýðu- fróðleik, lausum vísum, kvæð- um, jafnvel heijar rimur, fingra- rim, gátur o. fl. Eitt sinn minntist sr. Þorvald- ur á Melstað á liana við mig. Hafði hann eittlivað þekt til hennar, sem eg spurði ekki um, en ummæli lians voru þau, að hún hefði betur átt heima ann- arstaðar en við hlóðarsteininn. Um síðastliðin aldamót leit eg Sigríði í siðasta sinn heima í Saurbæ*). Las hún þá fyrir mig kvæðið „Bókin mín“ eftir Þorstem Erlingsson, sem hún *) Sigríður dó i Forsæludal hjá Sigfúsi syni sínum 30. jan- úar 1913. liélt mikið upp á. Aldrei liafði eg heyrt henni takast betur — livað seinasta ljóðlínan túlkuð á hennar tungu, lýsti ósegjanlegri þrá eftir meira og bjartara ljósi. Á einverustundum kemur fyrir — jafnvel enn — að mér finnst að eg heyri frá heimi minninganna: „Mig langar sá enginn lýgi þar finni sem lokar að síðustu bókinni minni.“ Þorsteinn Konráðsson. Þjónn (viS gest, sem situr úti í horni) : HafiS þér beSiö um eitt- hvaS ? Gesturinn: Já, þaS geti þér reitt ySur á! Eg baS um jarSarber og rjóma. En sakir þess, aS langt er um liSiS og önnur árstiS komin, er líklega réttara, aS hafa þaS kaffi og jólaköku. — Er þaS satt, Gvendur, aS þú sért trúlofaSur henni Veigu? — Ekki neita eg þvi. ÞaS geng- ur á mörgu núna í sláturtíSinm. — HeilsaSu embættismanninum með lotningu, kerling! Eg var kjör- inn hundahreinsunarmaSur á fund- inum í dag! Það munu víst fáir trúa því, að stúlkan, sem sést hér á mynd- inni, sé dóttir John Boles, ameríska kvikmyndaleikarans. En þetta er „ótrúlegt en satt“. Stúlkan heitir Marceline, er 17 ára, og ætlar sér að feta í fótspor föður síns.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.