Vísir Sunnudagsblað - 12.01.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 12.01.1941, Blaðsíða 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Guðný Sigurðardóttir: Sér grefur gröf þótt grafi. Walter hafði ákveðið að myrða Jóakim. Hann hafði þrauthugsað áformið, og var sannfærður um, að það myndi lieppnazt, án þess að nokkur grunur félli á hann. í siðasta þætti leilcritsins átti Jóakim að fremja sjálfsmorð með skammbyssu, sem ’auðvit- að var óhlaðin. Það eina, sem Walter þurfti þvi að gera, var að láta kúlu í byssuna. 1 raun og veru myndi Jóakim þá drepa sig sjálfur. Heimurinn myndi aldrei fá að vita annað. Walter sá í anda hinar feitletr- uðu fyrirsagnir blaðanna: „Hinn frægi skapgerðarleikari, Jóakim Jenkins, fremur sjálfs- morð.“ Stutt æfisaga og margar myndir af leikaranum i ýms- um hlutverkum myndu prýða dagblöðin næstu daga á eftir. Síðan myndi Jóakim Jenkins gleymast, en María myndi fram. vegis hafa frið fyrir hans ást- leitnu persónu. Fyrir nokkrum mánuðum hafði Jóakim Jenkins komið heim, eftir sjö ára dvöl í Frakklandi, þar sem hann hafði aflað sér mikillar frægð- ar á leiksviðum Parisarborgar. Eftir heimkomuna gerðist hann aðalleikari við leikhús það i fæðingarborg sinni, er hann átti mest frægð sína að þakka. Þar hafði hann lært og þroskað list sína. Hann kom einmitt þegar leikhússtjórinn hafði ákveðið að loka. Erfiðir tímar, lítil að- sókn, vöntun á nýjum og frum- legum leikritum, og góðum leik- kröftum. En Jóakim Jenkins kom og bjargaði öllu á síðústu stundu, og hlaut að launum miklar vinsældir. Dagblöðin skrifuðu um hinn dásamlega leik hans og vitnuðu livað eftir annað i ummæli franskra blaða, en meðstarfs- menn hans í leikhúsinu keppt- ust um að ná hylli lians. Walter dáði Jóakim takmarkalaust. Á hverjum degi varð María að hlusta á Walter segja frá öllu, sem Jóakim hafði gert og- sagt og dáðist að lýsingum manns síns á háttum þessa undursam- lega leikara. Svo eitt kvöld, þegar Walter kom heim, var Jóakim með honum. Hann sat hjá þeim um kvöldið, drakk, reykti og spjall- aði. Walter fylgdi með lotning- arfullri aðdáun hverri hans hreyfingu og hló hjartanlega að öllum hans skopsögum, enda þótt hann liefði oft heyrt hann segja þær áður. Hann tók ekkert eftir því, að María var óvenju hljóð, og hið brennandi augnaráð, er Jóakirn sendi henni, virtist heldur ekki liafa áhrif á hann. Daginn eftir dró i fyrsta sinn ský fyrir hamingjusól hinna ungu hjóna og átti Jóakim sök á því. Þegar Walter spurði konu sína að þvi, hvort henni fynd- ist Jóakim ekki skemmtilegur og glæsilegur maður, sagði hún nei. — Nú, sagði liann undrandi, — hvað geturðu funtlið að hon- um ? — Svo ákaflega margt, sagði liún. — Eins og til dæmis hvað? sagði hann kuldalega. Þannig óx þetta orð af orði og seinast barði Walter í borðið og sagði: — Mér er sama hvað þú segir. Eg kem heim með Jóakim, svo oft sem mér þóknazt. Hann er vinur minn og þú dirfist ekki að tala illa um hann í mín eyru. Svo stóð hann upp, rauk út og skellti á eftir sér hurðinni. — Er pabbi reiður, mamma? sagði Harry litli sonur þeirra og iiorfði alvarlega i augu móður sinnar. — Nei, nei, pabbi er þreyttur, sagði hún og strauk yfir hár drengsins. Eftir þetta kom Walter oft heim með Jóaldm, og eitt kvöld, þegar liann fór sem oftar niður í kjallara að sækja flösku af vini, reyndi Jóakim að kyssa Maríu, en fékk vel úti látinn löðrung í staðinn fyrir koss. Þetta var upphaf hræðilegs tíma fyrir hana. Ef hún var ein lieima með barnið, kom Jóa- ltim, og ef hún fór ein út, sat liann fyrir henni. Walter grun- aði ekkert í fyrstu, en hélt á- fram uppteknum hætti, að bjóða Jóakim heim. María bar harm sinn ein. Walter myndi sjálfsagt ekki trúa neinu illu á vin sinn. Han-y opnaði augu föður síns. Walter sat með drenginn ,á lmjánum og sýndi honum myndablöð. — Ég ætla að verða leikari, þegar ég er orðinn stór, sagði Harry og leit á föður sinn. — Jæja, sagði Walter og hló. — Ertu strax búinn að ákveða það! — Já, og ég vil verða eins og Jóakim, sagði drengurinn. — Alveg rétt, góði minn, sagði Walter og leit sigri hrós- andi til konu sinnar. — Ég vil vera fallegur eins og Jóakim og eiga eins mikið af fallegum fötum, en ég ætla aldrei að reyna að kyssa konur, sem ekki vilja kyssa mig. — Hvað segirðu barn? Held- urðu að Jóaldrn geri það? — Já hann befir reynt að kyssa — —----- — Harry, sagði móðirin skip- andi. — Lofaðu barninu að tala, sagði Walter og bandaði frá sér með hendinni. Drengurinn leit vandræðalega á foreldra sína, en sagði ekkert. — Hvað ætlaðirðu að segja, vinur minn, sagði faðirinn blíð- lega. Barnið leit enn einu sinni til móður sinnar, eins og til þess að leita hjálpar hjá henni, en þegar hún grúfði sig yfir handa- vinnu sína, sagði það lágt og án þess að liafa augun af andhti hennar. — Einu sinni — sá ég að — Jóakim ætlaði að--------kyssa mömmu. En hún sló hann. Þá hló Jóakim bara. Eg sá þetta af því dyrnar voru opnar. — María, er þetta satt, sem Harry segir? spurði Walter. María leit djarfmannlega til manns síns og sagði: — .Tá. 1 hvert sinn, sem þú ferð út, kemur hann hingað. Ég liefi þagað vegna þess, að þú Ijannaðir mér að tala illa um vin þinn. — Ég skil, sagði Walter lágt. — Fyrirgefðu mér, María. Upp frá þessu hataði hann Jóakim, þó liann léti ekki á því bera og hét því að hefna sín. Hann beið aðeins eftir heppi- legu tækifæri, og áður en varði fékk hann óslc sína uppfyllta. Ákveðið var að taka til sýning- ar leikrit eftir ungan, óþekkt- an höfund. Jóakim fékk auðvit- að aðalhlutverkið, og átti, eins og áður er sagt, að fremja sjálfsmorð í síðasta þætti. Leilcritið hafði nú verið sýnt átján sinnum fyrir fullu húsi, og var Jóakim mest þökkuð hin mikla aðsókn. Allt er tilbúið. Walter stend- ur á bak við tjöldin og bíður og hugsar. Enginn hafði séð hann fara inn í búningsherbergi Jóakims, eða koma þaðan aftur. Hann hafði haft hanzka á hönd- unum, þegar hann lét kúluna í byssuna, svo ekki þurfti hann að óttast að lögreglan fyndi önnur fingraför á byssunni en Jóakims. Walter er fullkomlega rólegur og samvizkan sefnr svefni hinna réttlátu. Hann er meira að segja sarm- færður um, að hann vinni mik- ið góðverk með þvi að þurrka Jóakim út úr bók lifsins. Hann hefir séð hann stinga byssunni i vasann, svo áformið hlaut að heppnazt. Eftir nokkrar mínútur væri Jóakim dauður og leikliúsgest- irnir myndu tala um það sín á milli, hve snilldarlega Jóakim Jenkins hefði tekizt i þetta sinn. — Allt er glatað, segir leik- arinn á leiksviðinu sorgþrung- inni röddu. — Börnin mín hræðast mig, konan hatar mig og sjálfur fyr- irlít ég heiminn. Hversvegna þá að lifa? ---------- Hann tekur skammbyssu upp úr vasanum, skoðar hana and- artak, miðar á lijartað og hleyp- ir af. Hann miðar, fellur svo á gólfið með lágri stunu. Þeigar heimssýningunni í San Francisco lauk fyrir nokkuru, Iauk jafnfraintatkvæðagreiðslu, sem farið hafði fram síðasta mánuðinn um það, hvaða sund- mær væri fegurst af þeim, sem hafði sýnt listir sinar á sýning- unni. Langhæst varð stúlkan, sem sést liér á myndinni. Hún heitir Eleanor La Manna. I

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.