Vísir Sunnudagsblað - 19.01.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 19.01.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ENDURMINNINGAR EFTIR BJÖRN JÓNSSON Nokkra eftir aldamótin flutt- ist eg úr Ólafsvik vegna afla- tregðu, er varð á fiskimiðum Ólafsvíkur þegar togarar fóru að fiska á miðum þessum. — Bauð þá Haraldur Bjarnason, bóndi á Álftanesi á Mýrum, bróðir konu minnar Gunnhild- ar, okkur býlið Siggusel, sem er í Álftaneslandi, til íbúðar, og fluttumst við þangað. Við böfð. um þá fyrir þremur drengjum að sjá, öllum innan fermingar og efnahagurinn allþröngur. — í Sigguseli vorum við í 10—11 ár, og er það skemmst af að segja, að þau lijónin Haraldur Bjarnason og kona hans, Marta Níelsdóttir, systir Haráldar lieit. Níelssonar prófessors, reyndust okkur öll þessi ár eins og góðir fósturforeldrar, og liðsinntu okkur á ýmsa lund. Haraldur hafði stórbú, og var þar bið mesta rausnarheimili. Dvaldi þar oft langdvölum fólk úr Reykjavilc og naut hinnar mestu alúðar húsbændanna. —- Eg vann þar oft, svo að mér er þetta vel kunnugt. — Vegna þess að eg bafði fengist nokkuð við steinstej'pubyggingar áður en eg kom í sveitina, vildu marg- ir fá mig til þessarar vinnu liaust og vor. — Vann eg á mörgum bæjum sveitarinnar, og kynntist því öllum sveitabrag. — Er það stytzt af að segja, að menning var þar mikil, myndar- bragur á fólki og efnahagur góð- ur, og byggingar, bæði bæjar- og peningshúsa, viðast góðar. — Lengst vann eg hjá Guðjóni í Straumfirði, sem var einn af mestu bændum þar, ágætur maður í hvívetna. Þá vil eg nefna Rnarrarnes, þar sem Ásgeir Bjarnason bjó, orðlagður maður fyrir mann- kosti og liyggindi, — hefi eg liaft mesta unun af að vinna með þeim manni. — Hjá Sigur- jóni búfræðingi í Álftárósi vann eg nokkuð. — Hann bjó með systkinum sínum. — Voru þau öll kjarnafólk og víkingar til vinnu. Annað árið, sem eg var í Sigguseli, fór eg ásamt mörgum öðrum með sláturfénað til Borgarness. — Sveinn Níelsson á Lambastöðum var umsjónar- maður þessa f jár, og tók við þvi á Leirulæk. — Þegar við kom- um þangað, leit Sveinn yfir hóp- inn, og kom þá auga á 4 líf- gimbrar fallegar, en þá var venja að farga aðeins brútlömb- um. Hann innti eftir þvi, hver væri eigandi þessara gimbra, og þóttust menn eigi vita, en þá svaraði einn til, að ef til vill væri það þessi Björn í Sigguseli. — Eg heyrði á þetta, en gaf mig ekki að. — Iíom Sveinn þá til min og spurði hví eg léti þær. —- Eg sagðist ætla að standa i skilum við kaupmann- inn minn, Jón Björnsson frá Bæ, þvi að þeirn góða manni vildi eg ekki bregðast. -— Sveinn spyr mig þá, livort eg bafi lieyjað illa og léti þær með- fram af þvi. — Eg sagðist hafa nóg liey. — Þá spyr liann, hvort þær myndu rata heim, ef þeim væri sleppt. — Eg kvaðst ætla það. — Þá, skal eg láta þig hafa verðið, sem þær leggja sig fyrir, sem eg fer nærri um, hvað muni vera, en svo vinnur þú fyrir þvi hjá mér að vori. —- Varð þetta úr, en aldrei féldc eg að borga þær að fullu. — Eitt vor fór eg að Stóra- Hrauni lil sira Árna Þórarins- sonar, til þess að ljúka þar við byggingu íbúðarhússins. Kynnt- ist eg þar Kristjáni Einarssyni, ágætum manni, sein seinna varð tengdasonur prestsins, og er nú einn af forstjórum „Sölu- sambandsins“. - Einn mánudag stóð svo á, um morguninn, að smiðirnir voru ekki komnir, en eg þurfti að koma fyrir dyra- umbúnaði í vegg, sem eg var að „pússa“. — Eg bað Kristján að hjálpa mér til þess, en hann kvaðst enginn smiður vera, og lítt kunna til þess verks. — Eg sagðist skyldi segja honum livernig að skyldi fara. — Byrj- aði Kristján svo á verkinu, og stendur þessi dyraumbúnaður þar enn óhaggaður, enda luku smiðirnir lofsorði á verkið, er þeir komu að. — Sælt var að vera lijá sira Árna, og hann heii eg þekkt beztan veiðimann hvað það snertir, að ná inn til sín fólki, sem leið átti þar um, og var bann þó barnamargur. — Þá ætla eg að lokum að segja lítið eitt frá atviki, sem fyrir mig kom, er eg var lijá Hall- grími Níelssyni, bónda á Gríms- stöðum við byggingu íbúðar- húss þess, sem stendur þar enn þá, og minnir mig að það væri vorið 1915. — Eitt laugardags- kvöld sagði Hallgrímur við okk- ur, að nú skyldum við öll fara til Álftártungukirkju á morgun, og varð svo. — Eg og tveir aðr- ir komum við, áður en á kirkju- staðinn kom, í Álftatungukoti, sem er í túnjaðri Álftatungu. — Bóndinn hét, að mig minnir, Þorvaldur, er átti 4 börn upp- komin, kát og efnileg. — Þau spurðu mig, livort eg hefði nokkuru sinni komið í kirkjuna. — Eg kvað nei við. Þá sögðu þau: „Þú átt þá að geta séð eitt- hvað, sem aðrir ekki sjá, það er gömul trú.“ — „Viltu svo koma við og segja okkur hvað þú sást.“ Eg lofaði þessu, en lagði auðvitað engan trúnað á þetta hjal. — Eg fór svo til kirkjunn- ar og sat í fremsta bekk eða næst dyrunum, hægra megin. — Var húsfyllir, en þá þjónaði þar síra Einar Friðgeirsson á Borg, og var messað þriðja hvern sunnudag. — Um það bil, er presturinn gekk í stólinn, sá eg hvar 4 menn gengu með litla líkkistu, innar eftir gólfinu, og þekkti eg engan þeirra. — Rétt i sömu andránni kom sessunaut- ur minn eitthvað við mig, svo mér varð litið af þeim, en er eg svipaðist að þeim aftur, sá eg þá hvergi né líkkistuna. — Er messunni var lokið sagðist Hallgrímur ætla að verða eftir og sitja safnaðarfund. —- Við héldum svo heim, og komum við félagarnir þrír við í Álfta- tungukoti, og fengum þar al- úða i-viðtökur. — Systkynin spurðu mig nú að hvað eg hefði séð. — Eg sagðist ekkert hafa séð, en þau gengu þess fastar eftir, og þar kom, að eg sagði þeim frá sýn minni, því að eg kvaðst vona, að þau færa ekkert að liafa orð á þessu. — Á mánudagsmorguninn, er við fórum til vinnu, furðaði mig dálítið á því, að Hallgrímur kom ekki jafnsnemma okkur, en því var hann vanur og vaún jafnan með okkur, er okkur þótti og skemmtilegt. Sýndist mér nokkuð fálæti á lionum er hann kom. — Er gengið var til morgunverðar, urðuin við Hall- grimur samferða, og spurði eg liann þá, hvort nokkur þykkja væri í honum til min. Hann svaraði: „Er það nokkur furða, þar sem þú ferð ljúgandi út úr guðshúsi.“ Eg svaraði því einu til, að hann gæti sakað mig fyr- ir að hafa sagt frá sýninni, en ekki fyrir að hafa séð hana. — Hann spurði mig þá fyrir liverju eg héldi að þetta yrði. — Eg kvaðst ekki vita það, en ekki þætti mér ólíklegt, að lílc yrði borið inn í kirkjuna áður en messað yrði þar næst. — Hann kvað það ósennilegt, þar sem enginn væri veikur í sveitinni. Eg kvað dauðann fljótt geta að liönduin borið, og kvað liann það satt vera. — Féll svo þetta niður og varð allt jafngott á milli okkar sem fyrr hafði verið. Næsta sunnudagsmorgunn kemur Hallgrimur inn til okkar brtáðsnemma, og biður Axel son sinn að fara fyrir sig niður í Borgarnes til þess að grennslast eftir, livað miklar vörur liann liafi fengið með flóabátnum til liúsbyggingarinnar, svo að liann viti livað marga vagna liann þurfi að senda niður eftir. — Axel spurði livort nokkur vildi fara með sér. — Yarð fátt um, svör, en er hann hafði innt eftir þessu öðru sinni, gaf eg mig fram. — Fengum við góða hesta hjá Hallgrími, og héldum svo til Borgarness. — Er þangað kom bundum við hestana skammt frá vörugeymsluhús- inu, og gengum svo inn í það, til þess að litast um eftir vörun- um. — Eg svipaðist um í húsinu og segi svo alveg ósjálfrátt og nokkuð hastarlega: „Þarna er kistan, sem borin var inn í Álftatungukirkju á sunnudag- inn var, eg þekki það alveg fyrir víst. Við skulum nú koma út og vita hvert liún á að fara. Er út kom, hittum við konu, rauna- lega ó svip. — Axel* heilsaði henni og spurði hvernig dóttur hennar liði. Konan svaraði: „Henni líður nú vel, liún liggur þarna inni.“ -—- Kona þessi var frá Álftá í Hraunhreppi. — Dóttir liennar hafði dáið á Landakotsspítala, og var jörðuð i Álftártungu, því þangað ótti konan kirkjusókn; allir lík- mennirnir voru úr hennar sveit, og þekkti eg þá því ekki. — Fyr- ir það hefi eg ekki getað komist, hvort litla stúlkan dó um svip- að leyti og sýnin bar fyrir mig. —o— Þessum gömlu minningum mínurn ofan af Mýrum er nú lokið, en löngu síðar, er eg var fluttur til Hafnarfjarðar og Bjarni Ásgeirsson alþm. byrjaði að búa á Reykjum, bað hann mig að vera hjá sér eitt vor við að laga húsið. — Eg kvað hann nú mundi eiga völ ó betra manni, en Bjarni sat fast við sinn keip, og fór eg svo að Reykjum. En mér dvaldist nokkuð þar, þvi að eg var þar

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.