Vísir Sunnudagsblað - 19.01.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 19.01.1941, Blaðsíða 8
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ §DM / Edgar Wallace er maður nefndur. Það kannast mjög margir Islendingar við hann fyrir glæpamannasögur sem hann hefir skrifað, líklega fleiri en nokkur einn liöfundur ann- ar. Wallace stundaði „fag“ sitt af mikilli alúð. Hann sóttist eft- ir að kynnast öllum glæpum og glæpamálum sem honum fannst nokkuð til um, af eigin reynd. Þegar hann gat því við komið, fór hann sjélfur á staði þá, þar sem glæpir voru framdir, hann leitaði uppi sjónarvotta og vfir- heyrði þá, liann fylgdist með hverju einasta smáatriði af fá- gætri gaumgæfni, dró sínar eig- in ályktanir og yfirvegaði öll málsatriði bæði með og móti. Hryllilegustu glæpirnir hrifu Wallace mest, og hann lagði sig ótrauður í lífshættu ef hann hafði von um að geta komizt á snoðir um eitthvað hræðilegt. Alræmdustu glæpamannahverfi stórborganna höfðu óumræði- lega mikið aðdráttarafl á rithöf- undinn, og liann þekkti í sum- um þeirra svo að segja hvern krók og kima. Þegar Wallace skorti sannan- ir fyrir einhverjum glæp, lét) hann hugmyndaflugið leika lausum hala, en það var óvenju ríkt og auk þess þaulæft á þessu sviði. Til þess að standa í sem allra nánustu sambandi við glæpa- mannalieiminn, kom hann scr upp eigin glæpasafni. I því voru m. a. vopn sem notuð höfðu ver- ið fil ódæðisverka, blóði storkin föt af myrtu fólki, myndir af morðingjum og glæpamönnum, helgrímur af þeim, ljósmyndir og teikningar af líflátum og ýmislegt annað í svipuðum anda. Hver sá, sem í þetta herbergi kom, fylltist hryllingi yfir því sem fyrir augun bar. En fyrir bragðið náði Edgar Wallace óvenjulegri leikni i samningu sakamálareyfara. — Þeir voru fullir af hugmynda- auðgi, snjöllum élyktunum, og þar að auki svo „spennandi“, að tæki maður þá sér í hönd á ann- að borð, lagði hann þær ófús frá sér, fyrr en að lestri loknum. Edgar Wallace varð á skammri stund heimsfrægur maður og AFMÆLISOJTÖF Á sextugsafmæli Sigvalda S. Kaldalóns tónskálds þann 13. þ. m. barst honum að gjöf frá Ríkaröi Jónssyni myndhöggvara búrhvelis- tönn sú, sem þessi mynd er af. Hún stendur á fæti úr íslenzku birki, en á hana er grafið kvæði, er Ríkarður sjálfur orti til tónskáldsins í tilefni af deginum, og fer það hér á eftir: Líkt og Móses áður fyr á öldum undrasprota sló að steini köldum, lífsins helft í litum þúsund-földum leiddi fram með sínum leynigöldrum. Þannig hefir snillingsönd þín snjalla snortið fólksins sálir helgum eldi, eins og Heimir hörpu látið gjalla hafið frónskan tón í æðra veldi. Þú hefir gist í Heimis höllu og Braga, helgidóminn snert í þeirra lundum. Því mun geymast eftir okkar daga æfistarf frá þinni sál og mundum. Lát því ennþá lengi gígju gjalla goðum líki sonur íslands fjalla, og síðar meir, er síðstu laufin falla, syngurðu dús við Heimi og slíka kalla. Ríkarður Jónsson. bækur hans runnu út meir en dæmi voru til mn bækur nokk- urs annars höfundar. Hann skrifaði venjulega margar bæk- ur á ári; þegar hann tók sig til, samdi hann langa sögu og bjó liana undir prentun á tveim miánuðum. Þær voru þýddar á öll mál lieimsins og hann ralc- aði saman peningum eins og aðrir moka saman mold eða grjóti. Þrátt fyrir þessi miklu afköst, var ekki beinlínis liægt að telja hann neinn verksmiðjufram- leiðanda á'þessu sviði, því hann lifði sig fremur en nokkur ann- ar höfundur inn í hlutverk per- sóna sinna. Og hann gerði það meira að segja í svo ríkum mæli, að hann missti smám saman heilsuna við það. Hann tók að þjást af taugaóstyrk. Hann sá fyrir hugskotsaugum sínum þær liræðilegu sýnir, sem hann hugsaði um og skrifaði um í bókum sínum. Hann byrj- aði að óttast þessar sýnir, en því meir sem liann skelfdist þær, þeim muu ákafara ásóttu þær hann. Edgar Wallace var búinn að umgangast menn myrkurs- ins um of, því þeir umgengust Iiann orðið á daginn, hann sá þá ógna sér með grimmdarleg- um svip, liann sá þá koma grímuklædda að rúminu sínu, binda sig, miða á sig byssum, ota að sér hnífum. Éinn dag lá Edgar Wallace andvana í rúminu sínu. Hann þoldi eklci þessar eilifu sýnir. Hann dó úr lijartaslagi. Hans eigið yrkisefni og leikfang — liryllileikinn — varð honum sjálfum að bana. Eftir öllum þeim miklu tekj- um sem Edgar Wallace liafði, gat maður ætlað að hann hefði dáið vellauðugur maðui', og eftirlátið börnum sínum ó- grynni fjár. Fólki kom því mjög á óvart, þegar dánarbúið lians var gert upp, og í ljós kom, að hann átti ekki að eins neitt til, heldur skuldaði hann tvær milljónir sterlingspunda eða um 54 milljónir íslenzkra króna. Þvert gegn allra áliti, lofuðu erfingjarnir að borga allar skuldir Edgar Wallace að fullu. Og þeir stóðu við orð sin. Börn- in fóru að ráði föður síns, því sem hann hafði gefið þeim skömmu áður en hann dó. Þau stofnuðu útgáfufélag er gaf út allar bækur Wallace. I hreinan ágóða fengu þau í Englandi einu nær 300.000 krónur á ári, en miklu stórkostlegri upphæð- ir viðsvegar utan úr heimi, og þannig gátu þau greitt hinar miklu skuldir föður síns. Frú Guðrúnu langar ákaflega mikið að komast að leyndar- máli, sem hún veit, að maður- inn hennar býr yfir. Hún þrá- biður hann að segja sér það, en liann þumbast og þegir. Loks stenzt hann ekki mátið og spyr: „Geturðu þagað?“ Hún (áfjáð): Já, eins og gröf- in. Hann: Jæja, þegiðu þá og spurðu mig aldrei um þetta framar. Hann var að biðja sér stúlku, en hún vildi fá að vita livers- konar maður liann í raun og veru væri: „Eg reyki ekki, dreklc ekki, fer ekki í bió, rangla ekki á göt- unum, fjolla ekki við stelpur.. .“ Stúlkan undraðist og sagði: „Þú ert þá gallalaus þvert öfugt við alla aðra karlmenn?“ „Nei, eg liefi einn galla- mikinn galla, vina mín. Það er engu orði trúandi sem eg segi.“ • í Salt Lake City í Utah hefir umferðaslysum fækkað stór- lcostlega við þá nýbreytni, að leggja sjálflýsandi glerkúlur á gatnamótum, er lýsa misjafn- lega, í samræmi við settar um- ferðareglur. Að vísu er bæði þar og víða annarsstaðar sjálfvirk Ijósmerki, er gefa til kynna hve- nær má fara yfir götu og hve- nær ekki. En það er einhvern veginn þannig, að fólk veitir ljósmerkjunum meiri athygli, ef það sér þau fyrir neðan sig, heldur en beint framundan.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.