Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Qupperneq 1

Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Qupperneq 1
1941 Sunnudaginn26. ja núar 4. blað KINSAY Lýsing: 1AR€Ö POLO á þe§§ari skrantlegn og: fögrru kínver§kis borg Eftirfarandi grein er tekin upp úr nýútkominni bók um ferðir Mar- co Polos, sem danski ferðasöguhöfundurinn Aage Krarup-Nielsen hefir endursagt, en Haraldur Sigurðsson þýtt á íslenzku. ísafoldar- prentsmiðja h.f. gaf bókina út og hefir vandað mjög til hennar að öllum frágangi. Hefir prentsmiðjustjórinn, hr. Gunnar Einarsson, góðfúslega leyft Sunnudagsblaði Vísis að birta eftirfarandi kafla, og eru myndir þær, sem hér birtast, einnig úr bókinni. Af öllum þeim stórmerkjum, ei' Marco Polo sá og kynntist á áralöngum ferðalögum um Asíu, er hann lirifnastur af þessari fögru og mikilfenglegu milljónaborg. Kinsay var um þær mundir mest borg í riki stórkhansins og sennilega stærst borg í lieimi, Það leynir sér ekki milli linanna, glöggri og lát- lausri frásögn hans um borgina, hvilik áhrif þessi ævin.týralega undraborg hefur Iiaft á ókunn- an vestrænan kaupmann, sem örlögin höfðu leitt til himneska rikisins. „Kinsay“, svo byrjar frásögn Marco Polos, „þýðir borgin himneska“. Verðskuldar hún það nafn framar löllum öðrum borgum í heiminum, vegna þess hve stór og fögur hún er og vegna þeirra skemmtana, af- þreyinga og nautna, er liún hefir á boðstólum og vel gætu komið borgarbúum til j>ess að halda, að þeir væru komnir til himna- rikis. Marco Polo kom oft til Kin- says og tók nákvæmlega og samvizkusamlega eftir öllu, er fyrir bar, og kynnti sér allt, er varðaði borgina. Lýsing sú, sem hér fer á eftir, er byggð á skýrslu, sem drottningin í Manzi sendi sigurvegara ríkis- ins, Chinsan-Bayan. Skyldi skýrsla þessi send stórkhanin- um, svo að honum bærist vitn- eskja um ágæti og stórfengleik borgarinnar og' þyrmdi henni við evðileggingu og hernámum. Eg vil segja yður allan sann- leikann eins og hann stendur i ]>essu skjali, því að það er ýkju- laust mál. Herra Marco Polo átti þess kost, að ganga úr skugga um það með eigin aug- um, er liann kom þar síðar, og kemur nú að frásögninni í ein- stökum atriðum. Fyrst og fremst skýrir skjal- ið svo frá, að borgin Kinsay sé hundrað milur að flatarmáli. í borginni eru 12 þúsund brýr, sem flestar eru svo háar, að heilir skipaflotar geta siglt und - ir þær. Menn mega ekki láta það koina sér á óvart, þó að brýrnar séu svo margar, þar sem borgin er byggð í vatni og umkringd vötnum á alla vegu, og til þess að rýmka um allar samgÖngur er brúafjöldinn nauðsynlegur. Þó að hrýrnar séu háar, er að- akstur auðveldur, hestar og vagnar komast vfir þær. Skjal drottningarinnar tjáir ennfremur, að í borginni séu tólf liandiðnarmannafélög, og hafi hvert félag til umráða 12 þúsund hús ásamt vinnustofum handa iðnaðarmönnum sínum. í hverju þessara húsa vinna 12—40 menn. Tala kaupmanna og vörumagn það, sem fer um hendur þeirra, er svo gifurlegt, að það er ekki nokkurs manns færi að gefa nákvæmar skýrsl- ur um þau efni. Þá vil eg hæta því við um handiðnaðarmeistar- ana, að hvorki þeir né konur þeiiTa hrevfa hendinni nokkuru sinni til neins starfa. í ]æss stað húa þeir við viðhöfn og stór- mennsku, sem sæmir konung- hornu fólki. Eí satt skal segja, eru konurnar í horginni fagrar sem englar. Konungurinn hefir skipað svo fyrir, að sérhver sonur verði að reka iðn föður sins, og má enginn breyta út af þvi, þó að auðæfi hans nemi þúsundum dúkata. Inni í borginni er vatn, sem MARCO POLO

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.