Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ er þrjátíu mílur að ummáli. Allt í kringum vatnið eru feg- urstu hallir og skrauthýsi, sem liefðarfólk borgarinnar á. Við vatnið er ennfremur fjöldi skurðgoðamustera og klaustra, en úti í því miðju eru tvær eyj- ar. Báðum megin við eyjarnar standa stórar og skrautlegar byggingar, eins og keisarahallir að allri viðliöfn. Þegar einhver borgarbúi efnir til brúðkaups- veizlu eða annars mannfagnað- ar, er venja að nota aðra hvora liöllina til samkomustaðar. Þar er allt til boða, sem nota þarf af diskum, silfurfötum, lmifum og öðrum borðbúnaði. Eru ])að gjafir til þjóðarinnar l'rá kon- unginum, og standa hallirnar hverjum manni opnar, sem hef- ir hug á að efna til mannfagn- aðar. Það ber við, að yfir hundr- að mismunandi samkomur eru haldnar i tinu i höllinni, og er nóg húsrými fyrir alla i hinum mörgu söluin og laufskálum. A húsum borgarinnar eru há- ir steinturnar, þar sem allt met- fé er geymt. Er þetta gert af ótta við eldsvoða, því húsin eru að öðru leyti úr timbri og elds- voðar tíðir í borginni. Borgarbúar eru skurðgoða- dýrkendur. Karlar jafnt sem konur eru björt yfirlitum, glæsilegt fólk, og fatnaður jiess að mestu leyti úr silki. Ekki tjáir að leyna því, að þeir neyta allra tegunda kjöts, þar á með- al af hundum og öðrum óhrein- um dýrum, sem kristinn maður mundi aldrei láta inn fyrir sín- ar varir. Siðan stóvhaninn tók Kinsay, hefir hann skipað svo fyrir, að tíu manna vörður sé við hverja hinna 12000 brúa i borginni. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir uppnám og hugsanlegar uppreisnartilraunir. Hver varð- maður hefir í fórum sínum hol- an tréhnall, nuálmbakka og stundaglas. Dag og nótt slá varðmennirnir tímaslögin með tréhnallinum við málmbákk- ann, svo að hver maður í borg- arliverfinu rnegi vita, hvað tím- anum liður. Nokkur hlúti varð- mannanna er á ferli um göturn- ar að næturlagi. Sjái þeir log- andi ljós eða eld eftir íilsettan tíma, er eigandi hússins fluttur fyrir yfirvöldin daginn.eftir og honum refsað, ef hann liefir ekki gildar ástæður fyrir hendi. Sama máli gegnir, ef varð- mennirnir rekast á einhvern, sem er á ferli um göturnar eftir þann tírna, sem umferð er bönn- uð. Rekist varðmennirnir áð degi til á fátæka aumingja, sem ekki geta séð sér farborða, eru þeir fluttir i eittlivert þeirra inörgu sjúkrahúsa, er gamli konungurinn lét byggja og lagði lil ríflega tekjustofna. Ef varðmennirnir verða ein- hvers staðar varir við eldsvoða, berja þeir strax stóra bumbu og blása i herlúðra til þess að kalla á varðmennina frá hinum brún- um. Stórkhaninn lætur annast borg þessa með sérstakri ár- vekni, vegna þess að hún er höf- uðborg í öllu Manzifylki og toll- tekjur hans eru svo miklar af henni, að fáir munu renna grun í þá upphæð. Allar götur og allir vegir i borginni eru steinlagðir, og sama máli gegnir um alla liöf- uðvegi í Manzi. Geta menn því ekið og riðið frá borginni í allar áttir án þess að rekast á nokk- ura örðugleika. Vér skulum minnast þess, að Kinsay ræður vfir 140 stórborg- um, og i öllu hinu víðlenda Manziríki eru yfir 1200 borgir. í hverri þessari borg hefir stór- khaninn setulið, sem nemur einu til þrjátíu þúsundum manna. Hermannatalan er því gifurleg alls. Hermennirnir í setuliði þessu eru ekki allir Tartarar. Margir þeirra eru frá (iathay, og reynast þeir ágætir hermenn. Marco Polo getur því næst um ýmsa af siðum borgarbúa. Hann skýrir frá því, hve mikil áherzla er lögð á stjarnstöðúna á því augnabliki, sem barn er borið í þennan heim, og frá snilli stjörnumeistaranna við að náða áhrif stjarnanna á örlög mannanna. Líkbrennslusiðum er lýst ná- kvæmlega. Vinir og ættingjar fylgja hinum látna í sorgar- göngu til brennslustaðarins. Hljómlist gjallar og tregasöngv- ar óma til hjáguðanna, og í skrúðgöngunni eru bornar myndir af hestum og úlföldum, þjónum og þernum, vopnum, klæðum* og peningum. Allir þessir munir eru gerðir úr papp- ir og brenndir ásamt þeim látna. Er það trú manna að allar þess- ar eignir komi hinum látna að notum í öðru lifi. Marco Polo var af liendingu staddur i Kinsay um þær mund- ir, scm embættismenn stór- khansins voru að gera yfirlit um tekjurnar af borginni og tölu íbúanna. Honum gafst því fæx-i að afla sér sannana fyrii’ því, að við þessa talningu voru

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.