Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 6
/ VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Aldaríjórðimg' I ntlegrð af frjálinm vllja. í júnímánuði 1940 voru tveir flugmenn frá Peru á flugi í námunda við upptök Amazon- fljótsins, er flugvél þeirra bilaði svo að þeir urðu að nauðlenda. Þeir uppgötvuðu þar „nýlendu“ 50 fjölskyldna, sem liafði enga hugmynd um heimsviðburði síðasta aldafjórðungs. „Hverir unnu stríðið?" spurði fólkið aðkomumennina — Luis Conterno, kapteýi og Alberto Boto Elmore, liðsforingja í flugher Peru. Sér til mikillar undrunar komust þeir að því, að spyrjendurnir áttu við Heimsstyrjöldina 1914—18, því að styrjöld þá, sem nú geisar, höfðu þeir ekki minnstu hug- mynd um. í tvær klukkustundir ræddu flugmennirnir við „útlagana“, meðan þeir gerðu við hreyfil flugvélarinnar, en flugu síðan aftur til Lima og s^gðu þar sögu sína, sem er liarla sérkennileg Þeir höfðu fundið nýlendu sem sannarlega má segja að sé „týnd“, í héraði, sem nefnt er Madre de Dios. Hérað þetta er við mynni Pinquen-fljótsins, sem er þverá Amazon-fljóts. Landið er skógi vaxið og sums- staðar er frumskógurinn svo þéttur að hann er ófær gang- andi mönnum. Vissi Pemstjórn ekki um aðra hvíta menn þarna en nokkra kristniboðspresta, sem flakka þar um. Menningin hafði aldrei átt aðra fulltrúa þar, enda þótt þama sé gnægð fiskjar og veiðidýra. Að sögn flugmannanna er land þetta sannkölluð paradís, en ibúarnir eru fáir. En meðan þeir voru að gera við flugvélina urðu þeir þess varir, að menn höfðu gætur á þeim úr kjarrinu umliverfis. Fyrir mörgum árum höfðu mannætur hafst viðþarna í grendinni og Conterno flaug i hug, að þessar mannætur liefði séð flugvélina lenda og Iangaði nú til þess að gæða sér á kjöti þeirra félaga. En þegar Con- terno dró upp skammbyssu sín, til þess að vera við öllu bú- inn var kallað til hans ú spænsku: „Nei, nei, við erum frá Peru — við erum vinir.“ Flugmönnunum voíii sýnd híbýli fólksins og var sögð saga þess. Það liafði ekki haft neitt samband við umheiminn í 25 ár. Þetta voru upprunalega gúmmíverkamenn, sem ekki höfðu lcomist til strandar vegna þess, að sknðuhlaup hafði varn- að þeim vegarins. Þeir höfðu því stofnað einskonar þjóðfélag til þess að verjast árásum villi- manna. Er árin liðu fram fjölg- aði í „þjóðfélaginu“ — því að konur voru þar lika — og börn- in kynntust menningu um- heimsins af frásögnum hinna eldri. Flugmönnunum voru sýnd tæki þau, sem notuð voru til að slá eld og voru þau mjög ein- föld. Þá voru þeim og sýnd veiðitæki fólksins og þau voru hin sömu og Indiánar höfðu notað fyr á tímum. Saga flugmannanna, er þeir komu til Lima vakti athygli dr. Paul Fejos, sem var foringi sænsk-ameríska Wennergrens- visindaleiðangursins, er þá var í Peru. Dr. Fejos ákvað að liafa upp á „nýlendunni“ og hann komst þangað eftir níu daga ferð. En liann koinst að nokkuð annari niðurstöðu en flugmenn- irnir, því að eftir tvo daga fékk hann vissu fyrir því, að þessir „týndu“ landnemar vildu vera týndir og voru það þó alls ekki. Sagan, sem hafði verið sögð flugmönnunum liafði verið vandlega undirbúin. Hún var sönn að nokkuru leyti, en rang- færð að ýmsu leyti og nokkur hluti hennar var helber upp- spuni. Sannleikurinn var nefni- lega sá, að þetta fólk vildi alls ekki láta finna sig. í fyrstu var dr. Fejos sögð alveg sama sagan og flugmönn- unum. En þótt þeir hefði gleypt söguna, sá þó visindamaðurinn fljótlega, að ekki var allt með feldu. Dr. Fejos sá að föt þeirra voru ekki framleidd af þeim sjálfum, og að þau voru tiltölu- lega ný. M varð hann þess og á- skynja að sumir mannanna vissu miklu meira um skógana í umhverfinu, en þeir höfðu fyrst kannast við. Fejos hélt því spumingum sínum áfram og komst þá að því, að fólkið hafði að vísu samgöngur við umheim- inn, en umgekkst enga utan síns lióps. Þegar dr. Fejos skýi-ði fólk- inn fná þessum misfellum hætti það allri uppgerð og viður- kenndi að það hefði haft sam- band við umheiminn undanfar- in 10 ár, en í 15 ár hefðj það lif- að alveg einangrað. En eftir þessi 25 ár væri það orðið ánægt með þetta líf og vildi því ekki hverfa aftur til Peru. Önnur á- stæða var og til ]iess og hún var sú, að það ræktaði tóbak og bruggaði áfengi, en á hvoru- tveggja er ríkiseinkasala í. Perú. Góður hagnaður var af að selja þessar vörur til leynisala og þess vegna langaði fólkið ekkert aft- ur til menningarinnar. En um uppruna þessarar „týndu nýlendu“ frétti dr. Fejos þetta: Um 1915—16 græddu þeir menn of fjár, sem ruddu sér braut um frumskógana i grend við Amazonfljót og fundu stór flæmi vaxin gúmmítrjám. Leið- angrar voru sendir til að leita gúmmítrjáa enn lengra á brott og þá kom brátt að því að leið- angursmennirnir komust inn i óþekkt, ókortlögð svæði, sem margir áttu eigi afturkvæmt frá. Fólkið í „týndu“ nýlendunni karlar og nokkrar konur — var upprunalega í slíkum leiðangri. Það hafði siglt upp eftir hættu- legum ám, farið í gegnum fjalla- skörð, sem eigi fundust á neinu landabréfi og loks gat fólkið elcki komist undan vegna þess að skriða varnaði því vegarins til baka í gegnum eitt fjalla- skarðið. Þegar fólkið fór að leita að annari leið til baka villtist það, en loks, þegar mannætur höfðu handsamað nokkra úr hópnum, hætti fólkið flakkinu, settist um kyrrt og byggði sér ramgera bú- staði til að verjast árásum, villi- mannanna. Frá þessum stað voru svo smáflokkar sendir út öðru hverju til að finna leið til baka, en þeir fóru alltaf erindis- leysu. Arin hðu og fólkinu fjölgaði. Mennirnir, sem höfðu haft eig- inkonur sinar með, komu sér upp fjölskylduin. Börnin voru látin giftast á unga aldri. Kon- urnar lærðu að vefa úr bómull- inni, sem óx-villt og einnig lærðu þær að búa til föt úr hörðum trjáberki, er heitir „yan’chama“. í nánd við nýlenduna voru heit- ar uppsprettur, sem hægt var að nota við matreiðslu, en eldur var alltaf látinn brenna. Hafði hann fyrst verið kveiktur með því að núið var saman tveim Alice Marble, ameríska stúlkan, sem varð ténnismeistari í Wim- bledon fvrir fáeinum árum, hefir nú hætt að stunda íþróttina, nema rétt lil að halda kunnáttunni við. Nú er hún farin að syngja í útvarþ vestan .hafs, og hefir einnig náð vinsældum á því sviði. Hún ællar sé'r helzt að verða leikkona i Hollywood. —-—

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.