Vísir Sunnudagsblað - 09.02.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 09.02.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Malakías vinur minn. Nmásagra eftir «fwn Jóhannesson. hefir hana ekki, þá þarf maður aldrei að nota hana aftur.“ „En mér er tjáð í fallhlífar- deildinni, að þeir liafi að eins eina fallhlíf eftir,“ hélt Leieli áfram. „Eg held að það sé sú sama, sem þér'stukkuð úl í, í siðasta mánuði. Allir liinir flug- mennirnir virðast forðast hana, og mig grunar, að hún hafi ekki verið athuguð siðan þér notuð- uð hana. Eg leit snögglega upp. „Komdu með mér, við skulum gæta að því. Ef sú falllilíf liefir ekki veríð athuguð, reynd og brotin saman, þá þarf einhver að gefa skýringar. Nokkuruin mínútum síðar af- henti afgreiðslumaðurinn í fall- hlífardeildinni einu falliilífina, sem liann hafði i fórum sínum. Strax þekklj eg hana á verk- smiðjumerkinu, sem var stimplað utan á pakkann. í sömu andrá fann eg vottorð hins opinhera pökkunarmanns stutt og la" 'tt: „Fallreynd 28. jú S. N. þýddi. Erlendur blaðamaöur bjó í gisti- húsi í Rónraborg og komst þá aö því, aö einn þjónanna var njósn- ari. BlaSamaSurinn haföi venju- lega látiö njósnara afskiptalausa, en þessi var alltaf á hleri og gægj- um, svo að bla'öamaðurinn kvart- aði viö gistihúseigandann. Hann svaraði: „Eg gæti svo sem uekiö hann, en næsti njósnari myndi kannske ekki vera svona góður þjónn.“ Sumir kalla hann skáld göt- unnar. Aðrir, sem helzt vilja gefa skít fyrir alla fagra lyrik, líta á hann sem mjög liverdags- legan auðnuleysingja, ráfandi um götur bæjarins í trosnuðum huxum og snjáðum jakka. Ann- ars heitir hann Malakías og er Hírónemusson, og þegar við kynnum hann ungum stúlkum þá skella þær bara í góm og vilja alls ekki kannast við að maður- inn heiti þessu nalni. Þetta tek- ur vitanlega mjög á hinar fín- gerðu taugai- vors unga vinar, enda gengur hann með ein- hverskonar ókennilegan sjúk- dóm, sem góðhjartaðir læknar, með rangsnúnar meiningar um náungakærleikann, eru að rækta í Iionum ineð allskonar leynd- ardómsfullum lífselexírum úr Laugavegs apóteki. En bros hans er aðlaðandi, og honum er óvenju létt um að tala, án þess að verða leiðinleg- ur. Þess vegna á liann marga vini. Stundum göngum við sam- an í kvöldkyrðinni. Eg sagði svona við hann í vetur: — Hvers vegna læturðu ekki bæinn sjá fyrir þér? Þú ert að drepast úr sulti og færð aldrei djobb. — Ekki hægt, sagði liann. — Þeir segja eg geti unnið. — Varstu ekki þariia í Iijós- inni í sumar? sagði eg. — Þýðir ekki, sagði hann, — eftir þrjá mánuði stóð eg á barmi glötunarinnar. Tauga- kerfið er svo viðkvæmt, svo fínt verk, sjáðu, að læknarnir hafa aldrei vitað annað eins. Þeir segja að eg þoli ekki erfið- isvinnu. Þá sagði eg: Þú ættir að fara að stela, Malakías. Eigin- lega er það skylda þín, að liafa ofanaf fyrir þér með innbrotum og þjófnaði, fyrst þér virðast allar aðrar leiðir lokaðar. Svo færðu líka fría ibúð i steininum — og fæði. — Væri ekki vafstursminna að drepa einlivern, sagði hann, til dæmis liann Hermann? Heldurðu annars að þú hefðir nokkra heilsu til þess? Veit ekki, sagði hann. — Þelta er allt saman mesta klúð- ur. Við vinir hans skutum á ráð- stefnu. Hvernig væri að senda liann á Klepp? spurði einn. —• Hvað meinarðu? spurði annar. — Auðvitað sem sjúkling. Til Iivers annars ælti hann svo sem að vera notliæfur. — Haldið liann verði tekinn gildur? —Ekki nokkur vafi. Maður eins og hann: með taugar eins og fúinn köngulóarvef, blóð eins og blátært vatn og þykist vera skáld. Þið getið nú bara ímyndað ykkur. Þeir gleypa við honum. Það var samþykkt að senda liann á Klepp. Hann var bankaður liátt og lágt, spurður frétta, mældur i honum blóðþrýstingurinn, skorið í eyrað á honum, hlust- aður. Siðan fannst þetta und- arlega fina taugakerfi. En því miður reyndist hann ekki -not- hæfur fyrir stofnunina og var því aftur sendur út á götuna, með nýjan lyfseðil í vasanum. Frá bæjardyrum okkar vina hans, var honum alls ekki við- bjargandi. I fyrrakvöld mætti eg honum í Lækjargötunni. Hann var í tölulausum rykfrakka, sem Iiann hafði stolið af dánum frænda sínum suður í Skerja- firði, með skjalatösku undir handleggnum og sagði hallóí Og við gengum á leið suður í Hljómskálagarð. Geislar dagsins titruðu á mal- bikuðu strætinu, en — litlir fuglar langt ntan úr heimi, léku sér á Tjörninni í bænum, eins og segir í einu af lians þung- lyndislegu smákvæðum sem ort eru á Tjarnarbrúnni. —- Nú er eg búinn að fá al- vinnu, segir hann. En eg ansa þvi engu. Já, eg er búinn að fá atvinnu, beldur hann áfram. Eg vann mér inn þrjár krónur í dag. — Þú hefir heldur en ekki dottið i lukkupottinn, segi eg. Og hann dregur þrjár krónur upp úr buxnavasa sínum og lætur liringla í þeim framan við nefið á sér. Eg er orðinn inn- heimtumaður, segir hann. Bráð- uni get eg látið sóla skóna mina og boðið þér kaffi inn á Skála. — Upp á krít, segi eg. — Þeir sem hafa atvinnu, liafa lika peninga, segir liann. <— Bara að heilsan bili nú ekki, segi eg. ^ — Já, bara að heilsan bili nú ekki. Held annars að eg sé að fá nýjan verk. —- Ætli það sé ekki bara um- gangsveiki? segi eg. — Hefirðu séð fallegu stúlk- una í Laugavegsapóteldnu? segir liann. Hún er ein af þess- um yndislegu smáverum sem gripa um hjartað í manni við fyrstu sýn. Lyrisk stemmnings- skáld langa til að yrkja til

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.