Vísir Sunnudagsblað - 09.02.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 09.02.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ §ÍBM Mr. Gosney er maður nefnd- ur. Hann á lieima í Bentleyville í Bandaríkjunum og er með þeim ósköpum fæddur, að á sumrin þegar allt venjulegt fólk svitnar og mókir í ofurhita sól- skinsins, gnístir Mr. Gosney tönnum, hristist allur og skelf- ur af kulda. En aftur iá móti á veturna í 20 stiga frosti er aðrir, sem efni liafa á, ganga í loðfeld- um, þá klæðist Mr. Gosney létt- um sumarfötum og svitinn lek- ur í dropatali niður enni hans og andlit. Læknar og vísindamenn standa ráðþrola frammi fyrir þessu dularfulla fyrirbrigði og geta ekki með nokkuru móti útskýrt það. • Hann er langur, þjóðvegur- inn, sem liggur frá London norður til Skotlands. „Norður- braulin mikla“ er hún venju- lega nefnd. Eftir henni fara auð- mannabifreiðir, vörubifreiðir, mótorhjól, reiðhjól, hestvagnar — en á milli allra þessara far- artækja gefur að hta gangandi menn — förumenn sem ekkert liggur á, ekkert takmark hafa og engum skyldum hafa að gegna gagnvart meðbræðrum sínum. Þetta eru landshorna- flækingar, sem hfa frjálsu, áhyggjulitlu hfi, það eru menn líðandi stundar er láta sig morg- undaginn litlu skipta. Þeir eru harla ánægðir ef einhver gefur þeim súpudisk og lofar þeim að sofa i heylilöðu. Þeir þarfnast ekki annars. Og þó! Þetta eru menn — og flestir menn þrá andlega fæðu ekki siður en þá likam- Iegu. Þetta hefir sannast á flökkurunum á „Norðurbraut- inni miklu“. Og það hefir sann- ast á þann hátt, að bóksali einn, L. W. Jones að nafni hefir kom- ið upp við „Norðurbrautina miklu“ útlánsbókasafni fyrir flakkara, sem hlotið hefir fá- dæma vinsældir. Hann er liætt- ur að selja bækur, hann lánar þær bara út. Dyrnar að bóka- safninu lians standa opnar dag og nótt, flækingar koma og flækingar fara. Þeir leita sér að bók, skemmtilestursbók eða fræðibók í einhverri hillunni, segja „thank you“ og halda göngu sinni áfram. Þeim kemur ekki til hugar að greiða þóþnun fyrir bókarlánið og því síður deltur eigandanum það í hug. Hann gleðst af vin- gjamlegu hrosi í þakklæti fyrir bókina, og alveg sérstaklega gleðst hann ef einhver þeirra fær fræðibók að láni. Honum finnst það góðs viti og liann er tilverunni þakklátur fyrir livern fræðiþyrstan flakkara sem til hans kemur. En L. W. Jones hefir ekki lát- ið sér nægja að lána landsh'orna- flækingum bækur. Hann liefir tekið sér fyrir hendur að sníkja handa þeim gömul föt og gamla skó lijá þeim, sem efnaðri voru. Og jxígar förumennirnir koma til hans, hvort sem það er að nóttu eða degi, þurfa þeir ekki annað en fara upp á loft í hús- inu hans og leita þar í sérstöku herbergi að mátulegum fötum. Þau lcosta ekkert hvort eð er. Þar er lika tóhak, förumaðurinn getur fengið sér i pípu — liann má bara ekki kveikja í. I öðru herbergi eru öll hugsanleg hreinlætisáliöld. Þar inni er hægt að raka sig, þvo sér og snyi'ta sig til. Það kostar heldur ekkert. L. W. Jones eða „Bóka-Jón- as“ eins og flækiugarnir kalla liann sín á milli, er meðal ráð- settara fólksins talinn vitlaus. Hann hgfði auðgast sæmilega á bókasölu, en auðnum hefir hann varið til að gleðja og hjálpa heimilislausum flökkumönnum. Og þeir sjálfir vita mæta vel, hvað Bóka-Jónasi gengur til með góðverkum sínum. Það er mannkærleiki á fullkomnasta stigi. Margir þeirra sem fá bækur að láni hjá Jónasi gamla skila þeim aldrei aftur, þeir gleyma þeim eða lána þær næsta flæk- ing. Það getur líka venð gott. En langsamlega eru þeir þó flestir, sem skila bókunum aftur í naista skipti þegar þeir eiga leið um „Norðurbrautina miklu“. En Jónasi er sama, liann aflar sér bara nýrra bóka fyrir þær sem tapazt. Margir förumannanna koma aldrei aft- ur og þá veit Bóka-Jónas með nokkurn veginni vissu, að þeir liafa lagt út á aðra og lengri braut en „Norðurbrautina níiklu. — að þeir liafa lagt út á brautina þá — þaðan sem eng- inn kemur aftur. • • Á fjöllistahúsum víðsvegar um heim eru laus leiksvið, sem renna úpp og niður eftir því, sem við á i hvert skipti. Sá eigin- leiki fylgir einnig þessum hreyf- anlegu leiksviðum, að j>að er Nkantasvell — Að undanförnu í hefir veriS ágætt , skautasvell hér á Tjorninni, og hafa ,1 bæjarbúar notfært sér það vel í góða j veðrinu, einkum á kvöldin. Það hefir nokkrum sinnum komið til tals, að 1 fá hingaS útlenda skautakennara, en j ávallt strandað á þeirri staðreynd, að tíðarfariö á fs- 1 landi er hverfult, og óvíst að kæmi nokkurntíma not- hæft skautasvell á | meðan kennarinn i dveldi hér. I hægt að súna þeim í hring, nokkurnveginn með hvaða hraða sem óskað er. Nú bar það við fyrir ekki löngu, að leikhússtjóri einn í Búdapest komst í svo að segja botnlausar skuldir og liafði þar að auki ekki minnsta frið fvrir eilífum rukkunum. Hann tók til bragðs, að boða alla lánveit- endur sína á fund sinn í einu til að semja við þá.Hann lokkaði þá út á lausa leiksviðið, renndi þvi af stað svo hratt sem unnt var og hleypti þeim ekki af því, fyrr en þeir höfðu gefið liátiðlegt lof- orð um að falla frá öllum kröf- um sínum á liendur leikhús- stjóranum. Brezka ríkisútvarpið auglýsti eftir þul, en kröfurnar sem til hans voru gerðar voru þessar: Hann má ekki vera yngri en 22 ára og ekki eldri en 45 ára. Hann verður að kunna að tala reiprennandi ensku, þýzku, frönsku, spænsku, itölsku og kinversku. Hann verður að þekkja bók- menntasögu og hljómlistarsögu til hlýtar. Hann verður að vera gagn- kunnugur 'útvarpsmálefnum víðsvegar um heim. Það er ef til vill óþarfi að taka það fram, að umsækjendurnir voru sára fáir. • Þegar tónskáldið Offenbacli kom til Vínarborgar liélt hann til á gistihúsi þvi, sem hét „Gyllta lambið“. Á þvi sama gistihúsi bjó hljómsveitarstjór- inn Brandl, sem stjórnaði óper- ettum Offenbach’s í Vín. En Brandl hafði þann ókost, að hann var litsettur með að bæta einbverju inn í óperetturnar frá sjálfum sér, og tók sér þá bessa- leyfi lil þess. Offenbaeh líkaði ]>etta stórlega miður, en fékk ekki að gert. Á gistihúsinu, þar sem þeir báðir bjuggu, tók fólk eftir því, að Offenbach lét aldrei skó sína út fyrir herbergisdyrnar eins og venja er. Einu sinni var hann spurður að ástæðum fyrir þessu. Eg ]>ori það ekki vegna Brandl’s“, sagði hann. „Eg veit ekld nema að hann bæti ein- hverju innleggi i þá frá sjálfum sér, eins og hann er vanur.“ • Angelo Neumann var þekktur leikliússtjóri í Prag. Hann átti fyrir konu leikkonuna Buska, sem var ekkja eftir Törrek greifa, stallara Franz Joseps keisara. Neumann var ákaflega upp með sér af kvonfanginu og lcrafðist að hún væri titluð greif- ynja í daglegu tali. Á búnings- herbergi hennar í leikhúsinu var letrað með feitum stöfum: „Frú greifynja Törrek-Buska- Neumann." En einn leikhúsþjónninn, sem ekki hafði hugmynd um hina veiku hlið Neumanns, varð það eitt sinn á að spyrja hann hvort hann ætti ekki að fara með á- kveðið hutverk, sem hann til- tók nánar, til frú Buska. Neumann þrúlnaði allur af bræði yfur dónsku þjónsins, sneri sér við í stólnum og öskr- aði: „Hvern eigið þcr við?“ „Eg átli við konuna yðar, frú Buska,“ sagði þjónninn og vissi ekki livaðan á sig stóð veðrið. Neumann réði sér varla fyi-ir vonzku. „Konan mín lieitur frú greifynja Törrek-Buska-Neu- mann, sagði liann lieiftarlega. „Afsakið, herra greifi!“ sagði þjónninn sem nötraði á beinun- um af hræðslu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.