Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Elísabelarhrúin í Búdapest um nótt. að ferðast og verð alltaf feginn að komast heim aflur. Þá finnst' mér konan mín falleg og uni mér liið bezta í nokkura mánuði á eftir. — Skál!“ Við sigldum um fögur lönd, en karl veitli landslaginu enga athygli. Aftur á móti var bann hrifinn af gömlum hallarrúst- um, sem stóðu á hæð skammt fyrir neðan Bratislawa. — „Það var einhver munur að lifa á þeim tímum,“ sagði liann inn- fjálgur. „Þá þurfti maður nú ekki að vera að semja og akkú- dera við allskonar skítapela; maður hjó bara af þeim haus- inn, karl minn, f)g það var bezt fyrir báða ])arla! Og ])á var nú ekki tollskoðun við livert ára- iog hérna á ánni, ekki verið að bampa vegabréfum framan í bortuga glashana sem ekki skilja mannamál! — Því drekk- urðu ekki, mannskratti, villtu heldur koníjak?“ Einhvernveginn atvikaðist það svo, að við urðum óaðskilj- anlegir ferðafélagar, karlinn, er eg nefni Pétur, og eg. Og ekki leið á löngu þar til fjölmennt var orðið við borðið okkar, því þó gamli maðurinn væri fúll við þetta golfrönskumælandi ung- viði og skammaði það blóðug- um skömmum á austur-Oslóar mállýzku, þá var liann alveg ferlega gestrisinn. Hann bafði reglulegt yndi af að eyða pen- ingum. Við hans borð borgaði hann einn, og sá sem ekki drakk eins og maðilr, fékk að kenna á hníflunum. Dagurinn leið að kvöldi. Nú var endalaus slétta á alla vegu og í vestrinu bneig eldrauð sól til viðar. Ihnur jarðarinnar varð sterkari og skvndilega fór að rökkva. Angurvær söngur og fiðjuspil hljómaði úr landi. Eftir stutta stund var komið kolsvarta inyrkur. Dimm og beit vornótt, söngur um alll skipið, balkönsk og austurlenzk Ijóð. Pétur karl, vinur minn var alll í einu kom- inn i tæri við kvenmann, ljóm- andi snotra tyrkjastúlku sem settist i fang lionum og talaði við liann eittbvert óskiljanlegt volapyk. Var hann nú orðinn all léttbrýnn. „Du er hunden saa söt, jenta mi,“ sagði liann livað eflir annað. „Og det er krutt i deg. Men haassen fanken eg skulde kunna veta um du sa ja eller nei hviss eg fria til deg, det veit ikkje eg!“ Myrk sumarnótt. Og skyndi- lega opnast mikið og veglegt blið, myndað af bundruðum þúsunda ljósa, en koldimm nóttin allt umkring. Það eru borgirnar tvær, Búda og Pest, cinu nafni nefndar: Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Það var mikil kaupstefna i Búdapest um þessar mundir, margar stórbyggingar því upp- lýstar með kastljósum. Var borgin fögur og æfintýraleg. — Einn af félögum mínum frá drykkjuborðinu stóð við hlið mér og' liorfði á bina mikilfeng- legu sjón. Eg veit ekki hverrar ])jóðar liann var, en útlitið benti á austrænt kyn. Hann sagði: „Hingað nær Evrópa, kalda. ruglingslega óðagots Evrópa. Hér er lilið Austurlanda!“ Vinur minn, Pétur karl, tók i handlegg mér ])egar eg var í þann veginn að ganga í land. — „Heyrðu,“ sagði liann, dólítið vandræðalegur. „Eg hef engann farangur með mér og ])eir eru stundum fregir að hleypa manni inn á almennilegt bótel,’ ])essir andskotans bjánar, þegar maður er alveg slippur. Heyrðu, getum við ékki búið á sama lió- teli og orðið samferða? Eg bef heyrt að Bristol sé þolanlegt." Bristol var mjög viðunanlegt. Þegar eg sá hvernig forstofan leil út, fékk eg slrax illar grun- semdir, því pyngja mín Iiefir líðasl verið létt. Og þó eg væri einmitt þá með bezla móti pen- ingaður, leizt mér þannig á staðhætti alla á gistibúsinu, að þelfa væri ekki staður fyrir mig. En áður en mér gafst tóm til mótmæla, var Pétur ltárl búinn að leigja fyrir beggja liönd. — Mér var fylgt inn i berbergi sem að húsbúnaði stóð öllu framar cr eg bafði áður gist. Það var slofa, en innar af henni var svefnlierbergi, engu siður búið að húsgögnum. — Eg sá í hendi mér að þetta myndi verða alltof kostnaðarsamt og ætlaði að fara að „gera múður“, en í þessu kom Pétur norski inn. -— „Við leigjum stofuna saman — og eg borga vínið,“ sagði bann al- varlega. „Svefnherbergið milt er liérna innar af.“ „Hvað kostar þetta?“ spurði eg. „Hræðilegt,“ sagði Pétur. „Eitt Iiundrað og tuttugu pengö á Sólarhring fyrir öll þrjú herbergin og — “ „Það er alltof dýrt banda inér, vinur sæll. Hundrað og tuttugu pengö gera sextiu norskar krónur. Þar af helm- ingur í minn lilut; —• eg get fengið herbérgi í Búdapesl fyrir fjögur pengö!“ „Eh, líttu nú á: Hundrað og luttugu pengö, — þar af greiðir þú einn þriðja, því mitt svefn- Iierbergi er lielmingi stærra en þitt. Það gera fjörutíu pcngö í þinn lilut á dag. En ef þu ællar að drekka nokkuð að ráði, þá verða það minnst sex;liu pengö á sólarhring, því sæmilegur Tokayer kostar fimm pengö flaskan! Og eg kosta vínið!“ „Þvi skyldir þú kosta vinið? Eg er vanastur því að kosta mig sjálfur; siðan eg varð ellefu ára lief eg gert það.“ „Jú, líttu nú á: eg get ekki drukkið einn, ergó verð eg að Iiafa einlivern djöful til að drekka jneð mér. Ef eg tek ein- hvern dcla af götunni, þá er eg eins vís til að hitta á einhvern déskotans bandítt eða bónda- fangara og ]>að getur orðið út- dráttarsamt. En þú erl bér um bil norskur, og þar af leiðandi heiðarlegur maður, eða að minnsta kosti skárri en þessir svörtu skratlar liérna. Og þú kannt eitthvert lirafl i allslconar bölvuðum brognamálum, þess- konar bef eg aldrei nennt að læra. -— I stuttu máli: eg vil borga þér hundrað j)engö á dag fvrir að drekka ineð mér, og vökvunin er auðvitað gratis." Mér ])ótti tilboðið freistandi, en fannst þó að eg gæti ekki tekið því. Það varð þó úr að eg hélt herberginu, þó dýrt væri, vildi ekki angra karlinn með því að sleppa því. Hann átti bágt með að vera einn og gat aðeins lítið eilt bjargað sér í þýzku. Margaskálina drukkum viðsam- an og mun hann hafa borgað þær flestar. í launaskyni þvældi eg lionum með mér um alla Búdapest og sýndi lionum dýrð borgarinnar. Ekki ofbauð lion- um neitt af því sem liann sá og var spar á hrósið. Líktist bann í því mörgum lítt mönnuðum Is- lendingum, að honum fannst ])að virðingarlmekkur sjálfum sér að láta mikilleikann njóta sannmælis. Eilt sinn vorum við að skoða ráðhús borgarinnar og var leiðsögumaður með okkur. Var hann ungverskur og að von- um hrifinn af hinni glæsilegit höfuðborg sinni. Þegar karl Pétur bafði lilustað á ræðu lians um náðhúsið nokkra stund, lu'isli hann liöfuðið og mælti á bjagaðri þýzku sinni, setningu er útlögð yrði eitthvað á þessa leið: — „Svona hús höfum við miklu bólginn og breiðari í Osló!“ — Það er mikið og ó- maklega um það talað livað Norðmenn séu grobbnir, en Pét- ur karl er eini grobbni Norð- maðurínn sem eg befi ])ekkt. í Búdapest búa um níu hundr- uð þúsund manns. Fjórir bæir eru þarna runnir saman í eitt: Pesl, (orðið er forn-búlgverskt og þýðir: lígulsteinn) Búda (sem beilin er eftir einum bræðra Attila Iiúnakonungs) Gamla Búda, og Köbanya. Búda og Pesf. standa sitt hvoru megin Dónár; áin er 3—8 liundruð metra breið milli bakka, innan borgarsvæðisins, og rennur milli steinsteyptra bakka sem eru sextán kílómetrar á lengd. Á jþessu svæði eru sex miklar brýr. I Búda er mjög liæðótt og er liæsti hjallinn meira enn fimm hundruð metrar. Þar cr og fjall sem nefnist Blokks- bjerg, eill af mörgum. (Sbr. „Dra lil Blokksbjerg“, en það er annað fjall!) Alþýðumenntun er mikil í Búdapest. Og þar er Iiáskóli, sem við eru 430 prófes- sorarog um 9000 stúdentar.Bók- menntir éru miklar og góðar, enda Iiafðar mjög i hávegum. — Dag nokkurn fékk eg hátíðlegt heimboð frá félagi nokkru er nefndist „Fysak Klub“. Mér varð ekki um sel, því norska orðið „fysak“ þýðir drullusokk- ur. Þó fór eg í hóf þetta og varð þess þá vís að þetta var hvorki meira né minna en skáldaféíag Ungverja. „Ströndin blá“ var þá nýlega komin út áungversku. (Bókin heitir á því máli: „A kek part“.) Voru haldnar fyrir mér t

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.