Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Bendir og ítalska orðtækið: „Bella la vita, brutta la morta!“ Fagurt er lífið, ljótur dauðinn; til þess, að svo sé. (Er þar vafa- laust að einhverju leyti að finna ástæðuna fyrir því, hve ítalir virðast tregir til að fórna hinu „fagra lífi“ fyrir málstað Mússólinis). Vera má að Frökk- um finnist dauðinn fegurri en lífið. — Því víst er um það, að þeir deyja glaðir og fúslega ef þörfin krefst þess — eins og Grikkir.“ Blaðamennirnir liöfðu orðið að fara úr járnbrautarlestinni á Bar-le-Duc stöðinni, en þar blöstu við brotnar rúður og rof- in þök. Þessi járnbrautarstöð sem bafði orðið hin síðasta svo mörg þúsund franskra ber- manna. Þar sáu þeir timbur- skúrinn, þar sem heimferðar- leyfisbréfin voru árituð. — Heimferðarleyfið, með þeim unaði og livíld, sem það veilti hinum franska hermanni. Frá Bar-le-Duc-stöðinni urðu þeir að fara i bifi'eið til Verdun, eftir sundui’gröfnum og illfæi-um vegum, því eftir að járnbraut- arkerfið milli þessara staða var orðið eyðilagt, óku hvorki meira né minna en 3000 bifreiðar fram og til baka eftir þessum vegi á bverjum sólai’hring í mai’ga mánuði. Um þennan veg, sem Frakkar kölluðu „Via Saci-a“, veginn lielga, voru á viku bverri fluttir 90 þúsund hermenn og 50 þúsund smálestir af ber- gögnum, skotfærum og matvæl- um, 66 franskar lierdeildir (Di- visioner) urðu að fara þessa leið — þennan lielveg. Einungis á þann bátt var auðið að vei'ja Verdun. Er blaðamennirnir óku fram- iijá Saint-Mihiel, barst í tal bin lietjulega barátla Bandai’íkja- liersveitanna, sem böi’ðust þar, og einnig minntust þeir á skop- teikninguna frægu, eftir Reá- maker, þar sem Vilbjélmur keisai’i er látinn standa og spyi’ja sjálfan sig: „Hvernig hafá allar þessar hersveitir komizt yfir Atlantsliafið?“ — Þá svarar rödd: „Þær komu með Lusitaníu!“ — En eins og kunnugt er, sökklu Þjóðverjar hafskipinu Lusitania 7. mai 1915. Vakti sá verknaður ó- bemju grernju i Bandaríkjun- um ,og mun liafa átt nokkurn þátt i þvi, að Bandaríkin sögðu Þjóðverjum sti’íð á bendur 4. apríl 1917. Þö hinn ótakmark- aði kafbátahernaður Þjóðverja bafi vei’ið látinn beita ástæðan fyrir því. Fremst i „Dagbólc Raynal majórs“ eru nokkur drög að æfisögu lxans. Hann fæddist i Bordeaux 6. marz 1867, og var af gamalkunnu hermannabergi brotinn; faðir lians liafði tekið þátt í styrjöldum með Napole- on 3. 1891 gengur Raynal í franska Afríkuherinn, þennan stranga liermennsku og lífs- reynslu skóla, og þokast upp á við til meiri og hærri metorða. Hann tekur þátt í Mame-orust- unni frægu, sæi’ist þar litillega, er brátt aflur á vigvellinum, fær sprengjubrol í lærið, en vill ekki láta bugast, og er í fjóra mánuði á vígvellinum nxeð bráðabirgða umbúðir, en getur að síðustu ekki lengur gengið, liggur hann þá í nokkura mán- uði á sjúkrahúsi, fær allgóðan bata, fer enn á ný til vígstöðv- anna, en er hann hafði vei’ið þar í þrjá' daga, fær liann kúlu í gegnum nárann og aðra sem brýtur * mjaðmarbeinið. Eftir langa sjúkrahúslegu kemur hann til vígstöðvanna í maí 1916. Sóknin í Verdun er í al- gleymingi. Rajmal sældr um fasta stöðu, þar sem hann á örð- ugt um gang. Honum er falin yfirstjórnin í víginu Vaux, sem er eitt hinna 11 virkja í virkja- röðinni við kastalaborgina Ver- dun. Er Raynal kom til Verdun, höfðu Þjóðverjar náð víginu Douaumont á sitt vald og voru orusturnar geysi harðar. Það var nóttina milli 23. og 24. maí, sem Raýnal var falin yfirstjórn i víginu Vaux, en örlög þess virt- ust þá vera orðin nokkuð aug- Ijós; fremsta víglína Þjóðverja var ekki í meira en rúmlega 150 metra fjai’lægð, og var landslagi þannig háttað, að þeir voru í lægð, sem ekki var hægt að skjóta til úr sjálfu virkinu. Raynal varð þess fljótt áskynja, að ástandið var ekki gott. Vii’kið var meira og minna eyðilagt eftir stórskotahríð Þjóðvei’ja, fallbyssustálhlífarnar sundur- skotnar og loftið í víginu því nær óþolandi vegna rotnaðra líka og skanis í virkisgröfun- um. Skotfærabirgðirnar voru fátæklegar og skotvopnin ónóg og úr sér gengin. Nóttina milli 1. og 2. júní sendi Raynal boð um hvers við þyrfti, en það kom fyrir ekki, -— eftir 2. júní voru þeir algerlega einangraðir. — „Við hefðum getað,“ sagði Raynal, „ritað yfir innganginn að því víti, sem vii’kið átti eftir að verða, þessi oi’ð Dantes: „Þið, sem hér gangið inn, skiljið von- ina eftir fyrir utan!“ Sá kafli i dagbók Raynals, er fjallar um þessar orustur, lieit- ir: „Vítisvikan“. — Hann segir að engin oi’ð séu til sem fái lýst ástandinu eins og það var. Stór- skotahríðin var einhver sú mesta, sem vitað er um í nokk- urri orustu. Á nokkurra kíló- metra langri víglínu liöfðu Þjóðverjar á þriðja þúsund fallbyssur, og meiri lilutann nýjustu og beztu fallbyssur sem þeir áttu. Landslagið gei’breytt- ist, — björgin klofnuðu, hæð- irnar rifust upp og byltust um, og lægðirnar l'ylltust. Skógar- lendur hverfa og mennirnir myljast niður með svipuðum hætti, og þegar húsfreyja er að mylja tvíbökur í skál. „Við erum í helvíti, við erum fyrirdæmdir!“ — segja her- mennirnir. — Tíu til tólf klukkustundir samfleytt og hvíldarlaust vei’ða þeir að lu'ekj- ast um í þessu ódáðahrauni sprengjugíganna; þeir geta ekki lengur sofið eða matazt, — Jxeir reyna að styrkja varnirnar lít- ilsháttar með því að raða upp líkum hinna föllnu, en þeir hirða ekki lengur um að sækja særða félaga og veita þeim hjálp en biða dauðans með kæruleysislegu kuldaglotti. — Þvi nær allur franski herinn varð að þola þessa ógnvekjandi eldraun. Það var að morgni dags hinn 2. júní, sem Þjóðverjar hófu úr- slitaálilaupið á virkið Vaux. — Alla nóttina hafði stórskota- hríðin dunið látlaust, þúsund- um sprengikúlna rigndi á klukkustund liveri’i vfir virkið, en rétt fyrir dögun þagnaði slrothríðin skyndilega, og þá bófst álilaupið, — áður en Frakkar liöfðu áttað sig, höfðu Þjóðverjar náð efri hluta virk- isins, og leikui’inn barst niður í neðanjarðargangana. Þar hefst svo hin ákafasta orusta með handspi-engjum, liríðskotabyss- um og eldsprautum. Það eru allt í einu orðnir tveir fyrii’liðar í þessu eina og sarna virki, sem leilast við af öllum mætti að yfirvinna hvor annan. — Loftið er óþolandi af svitaþef, sprengjureyk og sviðalykt af fötum og breiindu lioldi, lifandi og dauðra inanna. Það var aug- ljóst hvernig fara myndi þar sem Frakkar voru einangraðir, en Þjóðvei’jar geta bætt í skörð- in hjá sér, en eigi að siður börð- ust Fralckarnir af frábærri hreysti. Raynal segir að eitthvað það skelfilegasta sem fyrir sig hafi kornið hafi verið það, að honum var tilkynnt að þeir væru orðnir vatnslausir. Hann segir að allt í einu liafi sér birzt sú ógnvekj- andi sýn, að hermaður ryðst inn til hans, særður og blóðugur, með nakinn efri búkinn, nema þar sem bann liafði Vafið lín- dúk um sig til að stöðva blóð- Myndin sýnir franskt þorp á vígstöSvunum, þar sem barist var í fyrrasumar — 25 árum eftir aö þessar sömu þjóðii’, Frakkar og ÞjóSverjar, IxöfSu borizt þar á banaspjót.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.