Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Kontrakt-Bridge -- Eftir frii Kristínu Nordmann - Spurnarsagnir: Um það leyti bauð tengda- móðir Gallups sig fram til ráð- lierra í Iowafvlki og hlaut kosn- ingu. Það varð til þess að liann fór að liugsa um stjórnmál. Hann fór að velta því fyrir sér, hvorl ekki mætti eins komast að láliti manna á mönnum og máíefnum, eins og blaðaefni. Hann fór að láta fara fram „strá-atkvæðagreiðslur“ svo að lítið bæri á og komst að því, að þær koniu nokkurnveginn lieim við úrslit hinna raunveru- legu kosninga. Hann ferðaðist um landið, seldi fjölda ritstjóra hugmyndina og snemma á árinu 1935 stofnaði hann „almenn- ingsálitsstofnun“ sína, Americ- an Institute of Puhlic Opinion og liafði hækistöð sína í Prince- ton í New Jerseyfylki. Nú er svo komið, að Gallup hefir 1000 manns í þjónustu sinni, sem vinna að því í frí- stundum sínum, að spyrja um lálil kjósenda í hinum ýmsu rikjum. Það er ekki nauðsynlégt að spyrja mjög marga menn. Hvort sem ]»eir eru 1000 eða 40.000, þá er aðalatriðið, að þeir sýni glögga mvnd af þjóðinni. Hvert fvlki verður að eiga hlut- fallslega réttan fulltrúafjölda. Viss hundraðshluti verður að vera úr bændastétt, viss lumdr- aðsliluti íbúar stórra eða lítilla borga, ungt fólk, miðaldra og gamalt, hvítir menn og svartir, félagsbundnir og ófélagsbundn- ir verkamenn, slcrifstofufólk og rétt hlutfall milli karla og kvenna. Með öðrum orðum, hver stétt á fulltrúa meðal þeirra, sem spurðir eru, eftir stærð sinni o. s. frv. Og síðast en ekki sizt verður hver tekjuflokkur að hafa rétt hlutfall l’ulltrúa. Þar er mikill rnunur í einstökum fylkjum. Hér fer á eftir skipting Gallups á kjósendum innan Illinois- fylkis, ski]»t eftir tekjuflokkum: Kjósendur % með atvinnuleysisstyrk .. 17 með ellistyrk ............. 23 Fátækir ($600-800) árl... 11 I meðall. ($800-2000 árl) . 35 Yfir meðallagi ($2000—4000 árl.) .... 14 100 Almennt er talið, að Gallup liafi sagt fyrir úrslit forseta- kosninganna 1936 með undra- verðri nákvæmni. En honum skjátlaðist þó i ýmsu. Ástæðan fvrir því að Gallup þótti takast svo vel, var hversu atkvæða- greiðsla Literary Digest reynd- ist skökk. Það er rétt að athuga það nánar: Roosevelt vann 60.7% af kjósendaatkvæðunum, hafði meiri hluta í 41 af 48 ríkjum. Gallup spáði því að Roosevelt myndi fá 53.8% af kjósendaat- kvæðunum — og munaði ]»ar næstum þvi sjö af hundraði eða 3.000.000 atkvæða, sem myndi liafa getað riðið lionum að fullu, ef litlu hefði munað — og taldi 14 ríki vafasöm. Nrið kosningarnar síðustu, í nóvember 1940, spáði Gallup ]»ví að vjsu, að Roosevelt yrði endurkosinn, en hann spáði mjög litlum atkvæðamun. Raunin varð hinsvegar sú, að Roosevelt fékk 4 milj. fleiri at- kvæði en Willkie. Tefld í Bled 1931. Hvílt: A. Aljechine. Svart: G. Maroczy. 1. d l, (15; 2. c4, e6; 3. Rc3, Rf6; 4. Bg5, Be7; 5. e3, Rbd7; 6. Rf3, o-o; 7. Hcl, h6; 8. Bh4, c6; 9. Bd3, a6; 10. o-o, dxc; 11. Bxc4, c5 (Betra var 11.......b5 og siðan Bb7 og c5); 12. a4!, Da5; 13. De2, cxd!; 14. exd (Ef Rxd4 þá .... Re5; 15. Bb3, Rb6; 16. Bg3, e5 og svart stendur vel), Rbö; 15. Bd3!, Bd7 (Ef 15...... Rxa4 þá Re4!); 16. Re5, Hfd8; 17. f4, Be8; 18. Rg4!, I4xd4; 19. BxR, BxB; 20. RxB+, gxR; 21. Re4, Had8? (sjálfsagt var f5); 22. Rxf6+, Kf8; 23. Rh7+! (Ef nú: .... Kg8 þá 24. Dg4+, Kli8; 25. Dh4!, IIxB; Dxh6 og vinn- ur), Ke7; 24. f5! (Ef . . .'. HxB ? þá 25. f6+ og síðan DxII+), |H8d6 (Nú virðist allt vera í lagi, kóngurinn nokkurn veginn öruggur, þar eð hann gétur komist til (18; en ekki er allt sem sýnist!) ABCDEFGH 25. b4!!, Dxb4 (Ef .... IIxh4 þá 26. Dli5!, e4!; 27. f6+, Kd8; 28. Dxh6!, HxB; 29. Df8, I4d7; 30. Hc5, Dxa l; 31. Hxp og vinn- ur); 26. De5!, Rd7; 27. Dh8!,, HxB (. . . . Db6 befði dregið skákina um einn leik, þá 28. a5!); 28. f6+, gefið. Ef 28. Rxf6 þá 29. DxR+ og síðan Rf8 mát eða 28..Kd8 þá 29. DxB+! og 30. IIc8 mát. Góðir spilamenn þekkja af eigin reynslu hve spennandi og heillandi slemsagnir eru, en jafnframt hve oft getur verið erfitt að segja þær. Á síðari ár- um hafa verið fundnar upp ýmsar sagnreglur, til þess að gera slemsagnirnar öruggari. Má þar fyrst og fremst telja fjögra- og fimmgrandasagnir Culbertsons, sem spilamenn tóku fegins Jiendi. Siðar komu fjögra- og fimmgranda-sagnir Blackwoods, er ruddu sér mjög til rúms, sökum þess, live auð- lærðar þær voru. En þrátt fyrir þessar framfar- ir, voru spilafræðingarnir ekki allskostar ánægðir samt, því reynslan sýndi, að grandasagn- irnar var ekki hægt að nota, nema við sextíu al' hundraði slemsagna, og livernig átli þá að fara með liinar fjörutíu? Eins og allir vita gefa granda- sagnirnar og svörin aðeins upp- lýsingar um hæstu spil, ása og kónga', en það getur verið jafn áriðandi að fá að vita um, hvort spilari sé litlaus eða livort liann hafi einspil eða tvíspil á hendi, en þar lirökkva grandpsagnirn- ar ekki til. Til þess að ráða bót á þessu liefir Culbertson bætt spurnar- sögnunum við kerfi sitt. Mörg- um spilamönnum þykir þær af- burða snjallar og mikill feng- ur, en öðrum þykir þær flóknar og treysta sér ekki til þess að nota þær. Um þetta verða ef- laust alltaf skiftar skoðanir. En hvað sem því líður er eitt víst, að þeir spilaménri, sem vilja notfæra sér spurnarsagnirnar, verða áð kynna sér þær til hlítar. \ S])urnarsagnirnar eru ein- göttgu notaðar með það fyrir áugum, að komast upp í slem- sagnir, og er það gert á þá leið, að spurt er með f jórum í nýjum lit. (Stundum er þó líka spurt með fimm i nýjum lit.) Spilari, sem leitar fyrir sér með spurn- arsögn, verður í fyrsta lagi að vera viss um, að game vinnist og' að óhætt sé að spila fimm í lit eða grandi, ef svo illa tckst til, að horfið er frá slemsögn. Ennfremur verður að ákveða tromplit. Samspilarar skulu fyrst koma sér saman um tromplitinn, og verður sá litur tromp, sem síðast er sagður eða studdur. Dæmi: Suður 1 Iijarta — Norður 3 lijörtu — Suður 4 tiglar? Fjórir tíglar er spurnarsögn, lijarta er tromp. Suður 1 spaði — Norður 2 hjörtu — Suður Sb spaðar — Norður 3 spaðar Suður 4 lauf? Fjögur lauf er spurnarsögn, spaði er tromp. Suður 1 spaði — Norður 2 lijörtu — Suður 4 lauf? Fjögúr lauf er spurnarsögn, hjarta er tromp. Suður 1 spaði — Norður 4 lijörtu? Fjögur hjörtu er spurnar- sögn, spaði er tromp. Suður 2 spaðar — Norður 3 spaðar Suður 4 tíglar? Fjórir liglar er spurnarsögn, spaði er tromp. Suður 1 spaði — Norður 3 spaðar Suður 4 spaðar —• Norður 5 tíglar? Hér eru 5 tíglar spurnarsögn og spaði tromp. Yarnarspilarar geta einnig notað spurnarsagnir. Dæmi: Aústur 1 Iijarta — Suður 2 spaðar — Yestur pass — Norður 3 spaðar — Austur pass — Suður 4 lauf? Fjögur lauf er spurnarsögn, spaði er tromp. Það skal tekið fram, að þótt spurnarsagnirnar séu einkennd- ar hér með spurningarmerki, má ekki segja spurnarsagnir í spyrjandi tón. „X ráÖherra var fullur í gær.“ 1 Japan þykir engin skömin aS því, aö opinberir embættismenn sé undir áhrifum áfengis. Blööin segja frá því, þegar ráöherrar, sendiherrar og aörir háttsettir menn hafi veriö „á því“ og leggja áherzlu á. aö sá sé karlmenni, sem þoli mikiö. Matsuoka, utanríkis- ráöherra, veitti meira aö segja blaöamönnum viðtal um áhrif á- fengis á sig. Sagöist hann aldrei finna betur ást sína á Japan, en þegar hann væri búinn aö fá sér nokkra „snapsa“. Þegar hann væri „sukoshi Yotteru“ — dálítiö viö, skál — ætti hann auk þess ekki eins hægt meö aö tala erlend mál.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.