Vísir Sunnudagsblað - 23.02.1941, Blaðsíða 1
1941
Sunnudaglnn 23. febrúar
8. blaö
Rithöfundurinn
Nigurður E§:§:erz.
Sigurður' Eggerz.
I.
Sigurður Eggerz, bæjarfógeti
á Akureyri er löngu þjóðkunnur
stjórnmálamaður og forystu-
maður í baráttu 'þjóðar vorrar
fyrir fullu sjálfstæði sínu. Hefir
bann með starfsemi sinni á þeim
vettvangi greypt nafn sitt stóru
Ietri í sögu bennar.
Hinsvegar er það ekki fyrr en
á allra síðustu árum, að hann
hefir haslað sér völl í íslenzkum
bókmenntum, þó að vinum hans
hafi lengi verið það kunnugt, að
hann er óvenjulega bókmennta-
hneigður maður og listrænn.
Þeim kom þessvegna eigi á ó-
vart, er fyrsta skáldrit hans —
hann hefir áður ritað margt um
þjóðmál — Sýnir, kom út á
Akureyri nær árslokum 1934,
litlu áður en höfundurinn varð
sextugur, því að hann er fædd-
ur 28. febrúar 1875, og átti því
65 éra afmæli s. 1. áf.
Hér var þvi ekki um neinn
nýgræðing að ræða, enda farast
Sigurði svo orð í eftirmála sín-
um að nefndri bók: „Ef einhver
skrifar um þessa bók, þá skal
hann ekki vera vægari í dómum
við mig fyrir það, að eg sé ný-
byrjandi, því stundir þær, sem
eg hefi varið til ritstarfa eru
orðnar margar. Hugurinn hefir
sótt svo fast í þá átt."
t bók þessari er brugðið upp
margskonar myndum í bundnu
máli og óbundnu, slegið á f jar-
skylda strengi mannlegra til-
finninga. Hér er bænarmálið
fagra „Alfaðir ræður", sem fyrir
löngu síðan er orðið eign alþjóð-
ar undir tilkomumiklu lagi Sig-
valda Kaldalóns; einnig eru hér
smáljóð, sem bera því vitni, að
Sigurður kann strengjatök
ljóðahörpunnar íslenzku, t. d.
þessi orðhaga lýsing á Siðunni:
Tíguleg Siðan, tungl yfir
heiðum,
tindra stjörnnr á hvelfinu bláa.
Skýin lyf tast í skínandibreiðum,
skilur ei augað dásemd þess háa.
Hugfanginn lit eg um byggðina
bjarta.
t blænum eg heyri mitl eigið
hjarta/'
Hér eru einnig sögur, ræðu-
kaflar, æfintýri og greinir
(essays), þrungnar að heim-
spekilegri hugsun og sálfræði-
legum skilningi. Allstaðar talar
þar hinn skáldhneigði hugsjóna-
maður, sem kaldrifjuð og næð-
ingssöm stjórnmálabarátta hefir
gert skyggnari á hið sanna
manngildi, eflt honum í brjósti
ást til alls, sem lifir, en vakið
honum jafnframt rótgróna and-
styggð á tómri yfirborðsfágun,
slikju fláttskaparins, drottnun-
argirni, hégóma og hverskonar
smásálarskap. Kennir því kald-
hæðni i þessum ritsmíðum hans.
Gott dæmi þess er greinin
„Heimska", en þar kveðst höf-
undur bafa séð hana „ganga
með drottningarsvip i gegnum
vesalings litla höfuðstaðinn", en
að algildi l>eirrar lýsingar hans
þarf vitanlega engum orðum að
eyða.
Of t er l>að þó f egurðin í ýms-
um myndum, sem Sigurði verð-
ur tíðræddast um, og svo er stíll
bans ljóðrænn, að margir kaflar
bókarinnar eru í rauninni ljóð
í óbundnu máli. Hugnæm og
gullfalleg er lýsingin „Hún", á
dvöl í sjúkrahúsi; lmítmiðuð að
orðavali er greinin um Vík í
Mýrdal; jafn hefluð að máli, þó
Kftir RI€HAR1> BE€K prófessor.
að í annari tónlegund sé, er sag-
an samúðarríka, „Fuglsunginn",
sem endar á þessum raunspöku
orðum: „Hann naut aldrei
vængjanna sinna, litli fuglinn.
— Hann sá heldur aldrei stóra
Iífsdrauminn sinn deyja."
Fer það mjög að vonum um
maiin, sem gæddur er jafnmiklu
skáldlegu hugarflugi og Sigurð-
ur er og jafn djúpum skilningi,
að honum lætur mjög vel að
túlka lif skálda og annara list-
rænna manna. Kemur það fag-
urlega í ljós i eftirmælum hans
um Gunnar Egilson og um hans
gamla skólabróður og góðvin,
Jóhann skáld Sigurjónsson.
Sama máli gegnir um hina
snjöllu ræðu við afhjúpun
minnisvarða Jónasar Hallgríms-
sonar. Mætti þannig lengi telja,
því að svo margt er athyglis-
verðra og sérkennilegi-a mynda
í þessum „Sýnum" skáldsins, þó
eigi sé þar allt jafn veigamikið.
Lífsskoðun hans, brennandi
hugsjóna- og fegurðarást, kem-
Ur eftirminnilega fram í þessum
orðum hans úr„Bókin um lífið",
efnismikilli sögu og eggjandi til
hugsunar: „Ef þér ætlið að
skrifa bók um lífið, skrifið þá
ekki um smámennin, — maður
minnkar i samfélagi við þá.
Skrifið ekki um þá vondu —
maður getur glatað sjálfum sér
í samfélagi við þá. Grátið ekki
yfir vinunum, sem sviku yður,
— strikið þá út og gleymið
þeim. Skrifið um helgidóm
lífsins. Skrifið um fegurðina.
Skrifið um hugsjónir, sem skina
yfir hinu daglega striti. Teygið
armana ef tír þeim, og þér mun-
uð stækka."
t siðasta kafla bókarinnar er
ræða á dönsku til Georgs
Brandes og allmörg kvæði á
sama máli, orkt á síðustu árum
böfundar í Kaupmannahöfn,eða
fvrir fullum 35 árum siðan.
Kvæði þessi eru framúrskarandi
ljóðræn og myndrik; bera þau
frekar vitni um þá sterku-ljóð-
æð, sem slær i brjósti skáldsins
og gefur þessari bók hans lif og
lit, og sinn sérstæða svip.
II.
Þremur árum síðar (1937)
kom Sigurður fram á rithöfund-
arsviðið með leikritið: Það logar
yfir jöklinum, sjónleik i fjórum
þáttum; vakti þessi bók hans
talsverða athygli og hlaut að
öllu samanlögðu vinsamlega
dóma, enda var margt vel um
leikrit þetta.
Það f jallar aðallega um Auð-
rúnu söngmær og Árna Bjarg-
mann jarðfræðing, gamla æsku-
vini, sem borist hafa sitt í hvora
áttina, en hittast nú að nýju. Er
söngkonan viðfræg orðin og
jarðfræðingurinn á hraðri leið
til frægðar fyrir rannsóknir sín-
ar inni á öræfum. Ganga mikl-
ar sögur um það, að hann hafi
fundið dýrmætt efni; og þetta
er það band, sem atburðir leiks-
ins eru sérstaklega dregnir á,
þó að hann sé jafnhliða öðrum
þáttum slunginn.
Bjargmann lendir i eldinum
inniáöræfunum, enaf þeim eld-
gosum, sem þar æða, dregur
leikritið nafn sitt. Hann bjarg-
ast þó, að þvi er virðist með
yfirnáttúrlegum hætti, og Auð-
rún snýr baki við borgarlifinu
og söngf rægðinni til þess að geta
hjúkrað ástvini sínum. Þrátt
fyrir fórnfúsa aðhlynningu
hennar, verður hann ættarfylgj-
unni — ómótstæðilegu þung-
lyndi — að bráð.
Harmleikur þessi er því næsta
skáldlegur að efni, og stórum
fram yfir það, sem hinn fátæk-
legi útdráttur úr honUm gefur í
skyn. Umgerð og innihald er
smekklega samræmt; samtölin
látlaus en lifandi og glitra ó-