Vísir Sunnudagsblað - 23.02.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 23.02.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ sjaldan af markvissum sainlík- ingum og tilsvörum mögnuðum að frjórri hugsun. Á það ekki sízt við um samtal þeirra Auð- rúnar og Bjargmanns í fyrsta þætti. Heilar víðátlur opnar þetta tilsvar hennar: „Þar sem draumurinn er eru engin öræfi.“ Spakleg eru einnig þessi orð Auðrúnar í öðrum þætli: „Sumum gefur lífið allt — bara ekki það eina, sem er allt. — Að- dáun veraldarinnar. Kalt leiftur augnabliksins. — Svo gleymt. — I nótt heyrði eg liann hvísla nafninu mínu. — Þá risu allir draumarnir upp úr gröfum sinum.“ Nokkuð skortir ])ó á það, að þau Auðrún og Bjargmann séu klædd holdi og hlóði veruleikans að því skapi sem æskilegt er á leiksviði. Drjúgum meiri virki- leikablær er á sumum þeirra persóna, sem minna koma við sögu, eíns og hugsjónamannin- um Jóni Eirikssyni, er opinber- ar hug sinn og hjarta í þessum orðum og þvílíkum: „Ef þjóðin ætti hina heilögu trú á tilveru- rétt sinn — mundi hún færa allar þær fórnir, er af henni yrðu krafðar, til þess að auka og vernda sjálfstæði sitt. Þjóð, sem er reiðubúin til að færa fórnir fyrir sjálfstæði sitt, vanl- ar aldrei brauð. Þjóð, sem kaup- ir brauðið fyrir liugsjónir sínar, missir hvorttveggja í einu, brauðið og hugsjónirnar.“ Að byggingu lil er leikrit þetta eínnig æði laust í reipunum; einkum fer fjarri því, að straumur hinna ýmsu atburða sameinist í nógu þröngan far- veg í lokaþættinum, til þess að heildaráhrifin verði bæði sterk og djúpstæð. í fáum orðum sagt: Þetta leikrit höfundar er auðugt að ljóðrænni fegurð, en Iiinn dramatíski kraftur þess er ekki í jöfnu lilutfalli. En það vekur hjá lesandanum löngun til að sjá meira frá höfundinum i þeirri grein bókmenntanna; eigi var þess heldur langt að bíða, því að hann lét nú skammt höggva milli. Þegar árið eftir (1938) kom út næsta leikrit lians og þriðja bók: Líkkistusmiðurinn, í fjór- um þáttum; er skemmst frá þvi að segja, að um dramatíska efnismeðferð og heilsteypta mótun persónanna stendur það stórum framar hinu fyrra leik- riti hans. Líkkistusmiðurinn segir frá uugu skáldi Jóni Þór, sem er ástfanginn af konu annars manns, Unu Stein verksmiðju- stjórafrú, er endurgeldur ást hans; en í öðrum þætti er svipt tjahhnu frá þvi sálarslríði, sem hún heyir við sjálfa sig vegna lirösunar sinnar. Eigi fer Jón Þór heldur varhluta af sárs- aukaþrungnum afleiðingum gjörða sinna. Hann hefir, sam- kvæmt erfðaskná Þóris gamla frænda síns, líkkistusmiðsins, fengið 1000 krónur til utan- Iandsferðar, með því skilyrði að hann smíðaði utan um gamla manninn. Verður Jón frægt skáld fyrir bók sína „Líkkistu- smiðurinn“, en vonleysið yfir því, að ástardraumur hans fær eigi að rætast, steypir honum út i taumlaust nautnalíf stórborg- arinnar. Sál hans finnur eigi fróun að heldur; sárþreyttur á lífinu og sjálfum sér leitar hann heim i faðm ættjarðarinnar og í návist liennar, sem hann elsk- ar, og þegar hann er kominn að raun um, að ást hans er með öllu vonlaus, finnur hann frið í sjálf- um dauðanum. Aðalefni leiksins, sem liér hef- ir þrælt verið í nokkrum höfuð- dráttum, er þó í rauninni aðeins ytra borð hans. Það, sem eink- um gefur honum bókmennla- og Iistgildi, er hin sálræna hlið hans, hversu höfundi héfir að mörgu leyti tekist vel megin- hlutverk sitt: að sýna oss inn í duliðsdjúp stórrar og stríðandi sálar. Sigurður er skáld mikilla húgsjóna og sterkra ástríðna, og hvei'gi, enn sem komið er í verkum sínum, fremur en ein- mitt í þessu leikriti. Ástin er sá voldugi máttur, sem veldur árekstrinum i lífi höfuðpersón- anna og skapar þeim óumflýj- anleg örlög, og hér hnígur straumur atburðarásarinnar mjög að einum ósi. Lokaþátlur- inn, um endurfundi skáldsins og frú Stein á heimili hennar, þar sem hann gerir upp reikn- ingana við lifið og sjálfan sig, er áhrifamikill og fasttengdur því, sem á undan er gengið, fell- ur eðlilega inn í keðju orsaka og afleiðinga. Djarflega lætur höfundur Jón Þór skáld horfa í spegil liðinnar ævi i þessum orðum: „Lífið opnaði faðminn á móti mér. — Eg vildi gera stór skip eins og Iitli Steini. Og sigla langt. Og eg sigldi langt. Stundum með stór, hvít segl við hún, sem vorvindarnir þöndu út. Inn í hinn djúpa bláma framtíðar- innar. Þar sem vonirnar eru geymdar. En svo yfirgáfu vor- vindarnir mig, en ég liélt áfram að sigla, sigldi í öfuga átl. Og eina nótt sá eg að seglin, sem eg sigldi með, voru orðin kol- svört. Það er ekkert eins ægi- legt fyrir skáld, eins og að sigla með svörtum seglum. Svo brendi eg seglin, en það var of seint. Eg reyndi að draga ný segl við hún, en þau urðu öll svört. — Eg var sjálfur orðinn svartur.“ Persónulýsingarnar eru yfir- leilt fastmótaðar. Stillinn er sem fyrri ljóðrænn og lifandi, til- svörin ofl leiftrandi að andríki; og einmitt að slílblæ er leikrit þetta harla sérstætt í íslenzkum bókmennlum. Lárus rithöfund- ur Sigurbjörnsson, sérfræðing- ur í sögu leiklislar og leikrita- gerðar, fer þessum orðum um þá hliðina á þessu merkilega leik- riti, og þau eiga sérstakt erindi til íslendinga í landi hér: „I ritdómi um Það logar yfir jöklinum hafði eg tækifæri til að benda á, að þar örlar fyrir „expressionistiskum“ stíl i til- svörum, en hér er heilstey]) t „expressionistiskt“ leikrit. Nán- ar skilgreint: ótimabundin til- raun lil að slíta hlekki alls raun- sæis og skapa sjónleik sálarinn- ar — liinnar nöktu mannssálar. Þessa tilraun hefir aðeins eitt islenzkt leikritaskáld gerl á undan Sig. Eggerz og með sömu tækni. Það er Vestur-íslending- urinn Gultormur J. Guttorms- son, og á því sviði hefir liann fært íslenzku leiksviði einhverja skærustu perlu, sem það á: Smá- leikritið Hringinn. Þó leikrit Guttorms J. Guttormssonar og Sigurðar Eggerz verði ekki sýnd á leiksviði með árangri nema með sömu fullkomnu skilyrð- um, þá er það eftirtektarvert, að þrátt fyrir sameiginlegan stil og eitl og liið sama mark, þá eru þau eðlis óskyld. Sig. Eggerz er tilfinningamaðurinn, fyrir lion- um er hið beina tal frá lijarta lil hjarta eitt og allt, þar sem Guttormur setur tæknina i fyrir- í’úrn og deilir á heimspekilega eða með glottandi háði.“ (Morg- unblaðið 5. jan. 1939). Hitt leiðir af sjálfu sér, að það útheimtir mikla tækni i leikstjórn og úthúnað að sama skapi, sérstaklega með tilliti til skiptingar Ijóss og skugga, til ])ess að sýna jafn ljóðrænan og sálrænan leik á leiksviði, svo að sæmandi sé skáldverkinu og hæftúlkun persónanna. ★ Sigurður Eggerz lætur hug- sjónamanninn Jón Eiríksson segja á einum stað í leiknum Það logar vfir jöklinum; „Skáld- ið í stjórnmálamanninum má aldrei deyja“. Það hefir verið hin mikla gæfa liöfundar, að' hann hefir eigi dáið slíkum dauða, og þess vegna hefir hon- um auðnast hæði að vera fram á sjötugsaldur vorrænn merkis- heri stórra hugsjóna og auðga bókmenntir þjóðar sinnar. (,,LÖGBERG“). Frá deilum verkalýðssambandanna í Bandaríkjunum. Annað krefst þess að hitt verði lagt i gröfina.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.