Vísir Sunnudagsblað - 23.02.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 23.02.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 8 RANNVEIG SCHMÍDT: Hingað og þangað. Á hverju sumri ferðuðust þúsundir Bandarikjamanna til Norðurálfunnar, ekki bara máll- jónamæringar, eins og Norður- álfumönnum hættir við að iialda, nei, allskonar alvanalegt fólk, ekki minnst kennarar og kennslukonur, sem spara sam- an aura sína í þessu augnamiði .... það var um að gera, að sjá sem flest lönd á svo stuttum tima, sem hægt var .... 2—3 dagar í Frakklandi t. d...á- vinningurinn er tæplega mikill, en svo getur maður sagt, að maður hafi verið i París . . . . í sumar iiafa fáir þorað að ferð- ast í Norðurálfunni og Banda- ríkjamenn iiafa aðallega orðið að láta sér nægja að skoða sitt eigið land .... Montana hefir ekki farið varliluta af túristun- um, enda er hér viða yndislega fagurt .... Jöklaskógurinn (Glacier National Park) i Norð- ur-Mpntana er óefað einn af fegurstu stöðum, sem til eru í veröldinni .... Eg hefil þekkt fólk, sem verður orðlaust af lirifningu í Jöklaskóginum og eins þekki eg mann, sem aðeins getur talað í ljóðum, jregar liann ferðast þar um .... Mér er minnisstætt, þegar við komum þangað í fyrsta skipti .... kom- um seint um kvöld að gistihús- inu, sem kennt er við jökulinn „Á leið til sólarinnar“ (Going to the sun glacier) .... Það var kolamyrkur og við gátum ekk- ert séð af umhverfinu .... vöknuðum snemma, fórum út og lituðumst um .... sólin skein á heiðhlátt stöðuvatnið .... furútrén í kringum vatn- ið teygðu krónurnar til himins, eins og þau höfðu gert í mörg hundruð ár .... og jökullinn, sem er „á leið til sólarinnar“ og margir aðrir fagrir jöklar umkringdu allt sáman .... þá varð Adam samferðamanni mínum að orði: „Það er ekki salt —!“ „Veröldin er svo fögur og lif- ið er svo voðalegt“, sagði ein- liver .... aldrei hefir það verið sannara en nú .... hvað seni maður aðhefst, segir eða liugs- ar, stríðið hvílir eins og mar- tröð yfir öllu .... manni getur orðið illt af tilhugsuninni um lítil, saklaus börn, sem drepiu eru í hrönnum .... að West- minster Ahhey verður ef ti'l vill lagt í rústir .... En á þessum síðustu og ógurlegustu tímum reynir maður að kalla á endur- níhiningarnar til hjálpar .... sumar fallegar, sumar skopleg- ar .... Sólarlag í Reykjavík og sólarlag við Gullna hliðið i Cali- forníu - hvort er fegurra . . . . einhvernveginn var maður gagntekinn af sömu tilfinning- unni er maður horfði á dóm- kirkjuna í Köln og þegar mað- ur ók framhjá þúsund ára rauð- viðunum i Norður-Californíu .... sama tilfinning, og þó sterkari, greip okkur er við rið- um niður Ahnannagjá i fyrsta sinni .... Það var eins og okk- ur væri gefinn svaladrykkur, þegar við, eftir langa ferð i ó- skapahita, koinum inn i Yose- mite-skóginn í Californíu og sá- um alla fossana þar .... fyrsta járnbraularferðin, frá Edin- burgh til Glasgow .... húsin meðfram hrautinni voru eins og lítil brúðuliús .... stórir hestar í Edinhurgh .... stórir menn .... stór nef á ölluiíi Skotunum .... Önnur járn- brautarferð, gegnum Sviþjóð .... míla á mílu ofan framhjá grannvöxnum, hvitum birki- trjánum og er ferðin var á enda, þarna var Hallandsásinn, þakinn fjóluhlau lyngi .... Sigling niður eftir Rínarfljótinu í Þýzkalandi .... kastalarnir mörg hundruð ára gamHr uppi í hæðunum meðfram fljótinu .... Og enginn, sem séð hefir, gleymir rauðbrúnu dönsku heykiskógunum að liaustlagi .... Holmenkollen við Oslo — og skíðahlaup .... Björgvin í sólskini og annars segja þeir, að liver Björgvinarbúi sé fædd- ur með regnhlíf í liendinni .... Santa Glara dalurinn i Cali- forníu, þegar ávaxtatrén eru í hlórna .... Córónadosströndin í Suður-Californíu . . . >. Agua Caliente .... þá hafði maður þó rétt rekið nefið inn i Mexi- co .... Þetta atvik þótti mér skringi- legl: A ferð í Noregi .... tveir menn kornu inn í járnhrautar- klefann og setlust gagnvart Iiver öðrum .... annar þeirra var miðaldra maður, stór og föngu- legur, hinn var litill og rindils- legur .... Sá föngulegi horfði lengi og grandgæfilega á hinn og sagði að lokum: „Má eg spyrja, ertu gamall maður með ungt andlit eða ertu ungur mað- ur með gamalt andlil!“ Og þetta .... Ung San Francisco-stúlka kom úr þriggja mánaða Norð- urálfuför. Hún liafði komið víða við og tekið margar mynd- ir á ferðalaginu .... Nú heim- sótti hún kunningjana, til þess að segja frá ferðinni og sýna myndir sinar .... Yfirleitt var liúil mikil á lofti og ánægð með ferðina — og sjálfa sig .... Eitt kvöld kom hún á lieimili kunningja míns i Berkeley; hann var danskur ekkjumaður og hafði hann nýlega fengið ráðskonu frá Danmörku, mið- aldrakonu, sem lét litið yfir sér ----- Stúlkan víðförla bauðst til að sýna ráðskonunni myndir sínar: „Við skuluin setjast hér sanian i sófann og skoða mynd- irnar,“ sagði hún og var aug- sýnilegt, að henni fannst ekki mikið til um ráðskonur yfir- leitt, en vildi þó sýna litillæti sitt .... „þetta eru myndir frá París .fyrir vður eru það bara myndir, en mér, sem var lieila viku i París, finnst eg vera liorfin þangað aftur, þegar eg horfi á myndirnar .... nu skulum við sjá .... hér er Nolre Dame-kirkjan fræga“ .... „Já,“ sagði ráðskonan, „Notre Dame er falleg, en mér liefir nú alltaf fundizt Made- leine-kirkjan fallegri“ .... „Hvað er þetta“, lirópaði ung- frúin, „liafið þér verið i Paris?“ .... „Já eg átti þar heima í fjögnr ár,‘ svaraði ráðskonan.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.