Vísir Sunnudagsblað - 23.02.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 23.02.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSRLAÐ SÍI»A\ Flær eru einhverjir liætlu- legustu sýklaberar. Jafnvel þótt aö flærnai* heri ekki sýklana sjálfar, þá slcapa þær jarðveg fyrir smilandi sjúkdóma i lik- ama manns um leið og þær stinga hörundið og erta það. Sýklamir fá með því móti greiðan aðgang að blóðinu. Árið 1907 gerði indversk læknastofnun rannsóknir í ]»ess- um efnum og hafði rottur fyrir tilraunadýr. Rotturnar voru liafðar í mismunandi liæð yfir gólffletinum en pestarsýktar flær látnar i sama lierbergi. Þær rottumar sem neðst voru, eða svo lágt frá gólfi að flærnar gætu lioppað til þeirra, sýktust og dóu. Ilinar héldu hfi. • Það getur oft og einatt verið óþægilegt að heita nöfnum fr.ægra manna. Amerískur sim- ritari, William Shakespeare að nafni, getur ýmissa óþæginda sem hann lenti i vegna nafns si.ns. Þegar liann var í skóla, létu kennararnir óspart dynja á honum, að liann —- með þvílíku nafni — inætti blygðast sin að skrifa aðra eins stíla. En óþægindi vegna nafnsins byrjuðu fyrst fyrir alvöm þegar hann var orðinn fullorðinn og búinn að fá stöðu. Einu sinni — þá var William Shakespeare símritari i þjón- uslu járnhrautarfélags eins í New-York-ríki — har það við, að kennslukona úr litlu þorpi knúði á glugga farmiðasölunnar á járnbrautarstöðinni, og vegna ákafa hennar, sá William sér ekki annað fært en opna glugg- ann. Hann reyndi að gera kven- manninum það Ijóst, að sala farmiðanna byrjaði ekki fyrr en kl. 5 og þangað til yrði liún að bíða. En hún brást þá hin versta við, kvað þetta ósvifni og ókurt- eisi eina og hótaði að kæra fyrir forstjóranum. Hún spurði hann að lieiti. Hann kvaðst lieita William Shakespeare. Þá varð sú gamla æf, rauk hurt i bræði og kærði óþokkann fyrir marg- falda ósvífni. Aumingja William Shake- speare gat að vísu sannað sak- leysi sitt, en ]xí var lionum vik- ið úr stöðunni og fengið starf í annarri deild. Svo kvæntist Shakespeare og hann fór með konu sinni til Buffalo. Þar þurftu þau að gista. Þau fóru inn i eina hinna hetri gistilialla þar í horg og báðu um herhergi. Iierhergi var til, en þau þurftu hara að skrifa nöfn sín í gestabókina. Þegar forstjórinn sá nafn Williams Shakespeare’s standa i bókinni, lélc háðslegt hros um varir honum. Og ]»egar hann hélt að hjónin væru komin úr álieyrn sagði liann \ið skrif- stofumanninn: „Nú, það er þá þesskonar fólk! Hann heldur að hann geti villt okkur sýn með því að kalla sig William Shalce- speare! En maður veit nú jafn- langt nefi sinu.“ Árið 1931 var Wilham Shake- speare sjúklingur á Mount-Alto stríðsþálttakendasjúkrahúsinu í Washington. Hann var boðinn ásamt öðrum sjúklingum spítal- ans til árlegrar garðveizlu lijá Bandarikjaforseta í „Hvita hús- inu“. Þar var, auk forsetans, margt helzt stórmenna Banda- ríkjanna saman komið. William skemmti sér prýðilega, hann horðaði smurt brauð og rjómaís og lét sér líða vel. Svo kom að því, að gestirnia 3'i’ðu allir að kynna sig forset- anum. Þeir voru leiddir í röð fram fyrir hann, þeir sögðu for- ingja einum úr hernum til nafns sins og hann kynnti þá svo for- setanum. Þegar kom að |»vi, að William Shakespeai’e sagði til nafns síns, breyttist liið glaðlega andlit for- ingjans og hann varð í einni svipan íbyggilegur og næsta ógnandi á svip. Hann henti leynilögreglumanni að koma og gefa þessum grunsamlega nafn- fölsunarmanni gætur. Þó kynnti liann Wilham Shakespeare fyrir Hoover forseta og Hoover hrosti fullur meðaumkvunar. Shake- speare lieyrði að forsetinn hvisl- aði að foringjanum: „Já, ]>etta er sorglegt fyrírbrigði, en það getur lient bfeztu skinn“. Annað skipli tók lögreglan William Shakespeare fastan fyr- ir það, að liann ók bíl án þess að liafa prófskirteini á sér. Ef liann hefði getað sýnt lögregl- unni einliver heimildargögn fyr- ir nafni sínu og heimilisfangi, hefði hann óefað sloppið. En þegar hann sagðst lieita William Shakespeare, var hann orðalaust settur í fangelsi, og þar var lionum sagt að dúsa, unz liann myndi sitt rétta nafn. Það var ekki fyrr en daginn eft- ir, að lögreglan fékk þau sönn- unargögn í liendur, sem nægðu til að Sheakespeare greyið yrði látinn laus. Einu sinni var William Klífið lieiigfjur! Brattyeng’i, tind- sækni og hættur er hverjum sönnum karlmanni í blóð boriS. ÞaS er þrá karlmannsins og eSli hans aS Ieita til stærSarinnar í sérhverri merk- ingu þess orSs. — Hér sjáiS þiS ung- an mann klífa brattann og storka hættunum — en honum vex þrótt- ur og áræSi viS hverja hættu, setn hann sigrar, og liverjá hengju. er hann klífur. Shakespeare nærrí húinn að gera mjög veigamikinn við- skiptasamning, sem hefði fært honum stórfé í aðra hönd. En þegar hann þurfti að segja til nafns síns, kváðust hlutaðeig- endur ekki hafa ællað sér að slupta við fífl og þar með var þeim samningsumleitunum lok- ið. Eitt sinn skrifaði William Shakespeare ritgerð, sem hann ætlaði að fá hirta i tímariti. Hann skrifaði fullt nafn undir og sendi hlutaðeigandi ritstjórn greinina. En greinin kom endur- send. Að vísu kvað ritstjórinn efnið vera gott, en liann mætti ekki birta greinar nema hið rétta nafn fjdgdi með þeim, og þar að auki væri nafn hins mikla skáldjöfurs ekki viðeigadi, sem dulnefni. • Biilow stjórnaði óperuæfingu á „Tristan og Isolde“, eftir Wagner. Þegar kom að sérstak- lega stórkostlegum og ástríðu- ríkum þætti í leiknum, hamað- ist Biilow með taktstafinn til að ná sem meslu ástríðu- magni í leikinn. En þegar hon- um fannst cellóleikararnir ekki sýna nægilega mikla ástriðu í leik sínum, lagði liann takt- stokkinn frá sér og sagði nepju- lega: „Eg skil; þeir eru allir kvæntir.“ • 1 þann mund er Goethe var leikhússtjóri í Weimar, hafði hann ekki minnsta frið fyrir ungri stúlku, sem endilega vildi verða leikkona, en enga hæfi- leika hafði til þess. „Hvað á eg að gera til að verða leikkona, yðar ágæti?“ spurði hún, „mig langar svo mikið til að leika.“ „Þér skuluð gifta vður!“ \ svaraði Goellie, „þá fáið þér nóg; tækifæri til að leika skrípaleik í lífinu." i • Fyrir löngu var í Marokkói soldán einn, sem þótti sérvitur mjög í ýmsum háttum og fram- kvæmdum. Dag nokkurn fékk hann skyndilega ]»á flugu í höfuðið, að nauðsynlegt væri að skrá ölL fifl og alla fáhjána i ríkinu. Sol- dáninn lét kalla á stóvesír sinn og skipaði honum að sjá um framkvæmdfábjánatalsins.Ráð- gjafinn lagði höndina á hjartað, hneigði sig djúpt og svaraði: „Yðar hátign, eg skal hlýða.“ Nokkurum dögum seinna hirtist stórvesírinn aftur i höll soldánsins og rétti honum hók- fell eitl mikið með miklum fjölda nafna. Soldáninn greij) listann með áfergju, en liann hafði ekki fyr litið á hann, en hann lirökk við og varð hvorttveggja í senn reiðilegur og undrandi á svi]».-' Fyrsta nafnið á listanum var hans eigið nafn. „Hvern fjandann á þetta að þýða? Á þetta að vera einskon- ar heiðursviðurkenning í minn garð?“ spurði hann birstur. „Yðar hátign,“ svaraði stór- vesírinn, „ástæðan fyrir því, að eg hefi sett nafn yðar liátignar efst á listann, er sú, að þér lét- uð óþekkta menn fá miklar fjárfúlgur til hestakaupa í út- löndum, en eg er hinsvegar sannfærður um, að þessir menn munu aldrei koma aftur.“ „Haldið þér það ekki? En ef að þeir kæmu nú þrátt fyrir allt?“ „Yðar hátign,“ svaraði stór- vesírinn, „ef að þeir kæmu raunverulega aftur, skal eg með ánægju þurrka nafn yðar liátignar út, en setja hinsvegar nöfn þessara manna sem éfstu nöfnin á listann.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.