Vísir Sunnudagsblað - 02.03.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 02.03.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNN UDAGSBLAÐ næsta morgun og lagði hann fyrir Lebrun í síma. Menn höfðu það í flimtingum, að að- alrétturinn hefði átt að vera hérasteik! Ein Lebrun hikáði alla nótt- ina. Hann skifti um skoðun á klukkustundar fresti. Petain kom í heimsókn til lians og til- kynnti, að Huntziger hefði kom- izt í samband við samninga- menn Þjóðverja og hvatti for- setann til að híða úrslita samn- inganna. Lebrun svaraði, að hann myndi fresta brottförinni til miðnættis. Þá fór Petain aft- ur á fund lians og færði honum þau boð frá Huntziger, að samn- ingar gengi vel. BARDAGAR HÆTTU KL. 1.30 ÁRD. Laugardagsmorgun, þ. 22. júní, barst tilkynning frá Hunt- ziger, að hann liefði náð algeru samkomulagi við Þjóðverja, en liann yrði að fljúga til Ítalíu, til þess að ná einnig samkomulagi við fulltrúa Mussolinis, því að vopnahlésskilmálarnir við Þjóð- verja gengi ekki í gildi, fyrri en samkomulag liefði einnig náðst við Itali. Þessir samningar stóðu allan sunnudaginn, en á mánu- dag voru samningar undirritað- ir. Bardagar hættu kl. 1.30 eftir miðnætti, aðfaranótt þriðju- dagsins 25. júní. Allan mánudaginn sat rikis- stjórnin — eða það sem eftir var af henni eftir brottför Mas- silia — á fundum, eða frá kl. 8 árd. til 6.30 síðd. Þá var gefin út tilkynning um að ráðherra- fundurinn, með Lebrun i for- sæti, hefði gefið Huntziger — í Róm — skipun um að undirrita vopnaldésskilmálana við ítali. Stríðið var á enda. Athurðir þessarar viku voru greyptir óafmáanlega í huga Pelains, marskálks. > Á hinni löngu æfi sinni kynntist liann nú í fyrsta skifti starfsháttum franska þingræðisins. Ilann hafði þá þegar tekið í ráðuneyti sitt mennina, sem komu í veg 'fyrir flótta Lehrun, Laval og Marquet. Þeir Petain og Laval báru saman skoðapir sínar og komust að þvi, að þær voru liin- ar sömu á ýmsum sviðum. Þeir voru sammála að gera yrði mikilvægar hreytingar, er liefði í för með sér afnám flokkanna, þingsins og áhrifa ýmsra félaga, svo sem frímúrara, 2. og 3. Intemationale. PETAIN ÁKVAÐ AÐ HEFJAST HANDA. Petain sá sundurþykkjuna og úrræðaleysið hjá öllum. Rík- isforsetinn, forsetar þingdeild- VINDITR í BLÓÐI Sú var trú inargra að fornu, að blóðtökur væri nálega allra meina bót. Þær voru taldar ör- uggar í margvislegum sjúk- dómum, en stundum varð að taka sjúklingnum blóð á mörg- um stöðum í senn, því að ekki stóð á sama livaða æð var opn- uð. Og komið gat það fyrir, að talið væri bráðnauðsynlegt, að opna sömu æð livað eftir ann- að, ef von átti að vera um bata. Við þrálátum höfuðverk var t. d. gott, að taka mönnum blóð framan við eyra eða á- gagn- auga. Ef kvalirnar voru einung- is öðru megin í höfðinu, þótti ekki nauðsynlegt að opna nema eina æð, þeim megin, sem þrautirnar voru. Væri óþægind- in hins vegar í öllu höfðinu, þótti vissara, að taka sjúklingn- um hlóð háðum megin. Blóð- tökur þessar, t. d. á liöfði, voru ekki æfinlega meinlausar, því að dæmi finnast til þess, að grafið hafi i öllu saman og aug- un orðið fyrir skemmdum svo alvarlegum, að sjónin hafi glat- , ast með öllu. Stundum kom það fyrir við þessar lækninga-að- gerðir, að hlóð spýttist mjög á- kaft úr beninni og var þá sagt að „æðin gysi“. „Gosið“ orsak- aðist af því, sögðu blóðtöku- mennirnir, að vindur væri i blóðinu. Og vitanlega gat slíkur blóðvindur verið stórhættuleg- ur. Þótti þá sjálfsagt að láta hlæða lengi, þvi að nauðsyn- legt var, að losna við vindinn. anna, ríkisstjórnin og forsætis- ráðherrann gátu ekki orðið á eitt sáttir um hvað gera skyldi. Þetta fullvissaði ln'nn gamla marskálk um' nauðsyn þess, að Frakklandi væri stjórnað af líkri stjórn og var i nágranna- löndunum. Það var Petain, sem krafðisl þess, að enginn maður fengi að koma nærri stjórn landsins, sem liafði verið viðriðinn al- þýðufylkinguna, en henni kenndi Petain um allt, sem af- laga fór. Það var líka Petain, sem krafðist afnáms þingsins, upplausnar stjórnmálaflokk- anna og allra leynifélaga, sem liefði allskonar mannúðarstarf að yfirskini, en væru eingöngu til að hafa áhrif á stjórnmál. Marskálkurinn gamli krafðist og endurbóta á stjórnarskránni og loks að úr sögunni væri þrenning forsetanna — ríkisins, öldungadeildarinnar og full- trúadeildarinnar. Gat þá hæglega farið svo, að fórnarlamhinu blæddi til ólífis. Til er saga um það, að ein- hverju sinni liafi kona nokkur þjáðst af langvinnum höfuð- verk. Að síðustu urðu þjáning- arnar svo miklar og óbærilegar, að hún fór í rúmið. Þetta var á túnaslætti. Bónda kom þetta illa, því að nú varð hann að taka eina stúlkuna frá heyvinn- unni, til þess að búverka /bg matselda. Hann var kaldur í skapi, karlsauðurinn, og hreytti ónotum í konuna. Kvaðst ekki trúa þvi, að höfðuverkur gæti verið svo slæmur, að fullorðið fólk þyrfti að leggjast í rúmið af þeim sökum. — Þú heldur þó væntanlega ekki, að eg sé að gera mér þetla upp, sagði kon- an. — Held og lield ekki, svar- aði bóndi. — Hvað veit eg um það upp á hverju fólk kann að taka nú á dögum. Og ekki sýn- ist mér þú dauðaleg, kerling! — — Eg er að vona, að mér kynni að skána, sagði konan með hægð, ef mér væri tekið hlóð. — Það er nú svona og svona, svaraði bóndi, að fara að þeyt- ast eftir blóðtökumanni. Það er óþörf tímaeyðsla, finnst mér, svona um hásláttinn, og óþörf hesta-níðsla. En það verður hver að hafa það, sem á liann er lagt og bezt eg snáfi. — Bóndi söðlaði liest sinn og sótti blóðtökumanninn. — Þetta er alvarlegt, sagði blóðtökumaðurinn og skoðaði konuna — mjög alvarlegt. Og liklegast þykir mér, að hér sé vindur i blóði og hann ekkert smáræði. — Það er og, segir bóndi og lætur sér fátt um finnast. — Og mikill er hann sá vindur, sem nú er farinn að „grassera“ í öll- um hlutum — jafnvel sjálfu hlóðinu. Þella var ekki svo hér áður. Þá var hann bara innan um mann og auðvelt að losna við hann. Af hverju kemur þessi andskotans vindur? — Það vita víst fáir með vissu, svaraði blóðtökumaður- inn og lagði undir flatt. En þér að segja, bóndi, þá hefi eg kom- izt að þvi, líklega fyrstur manna, en ekki mundir þú skilja, þó að eg reyndi að skýra fyrir þér þau vísindi. Bóndi kvaðst ekki hirða um neinar skýringar, en mæltist til þessí að þegar yrði tekið til starfa. — Hún er nú búin að vera verklaus og sinnulaus í fulla viku, konan, bætti hann við og tók í nefið. — — Nú gildir að hitta þær réttu æðar, sagði hinn „Iærði“ maður og velti vöngum. — Fari maður æða-vilt getur sjúkling- urinn hæglega dáið, ekki sízt ef vindspenningurinn er mikill. Og margir hafa flaslcað á því, drottinn minn góður, að opna vitlausar æðar. Já, því segi eg það: Mikið er til þess að vita, að þekkingarlausir menn skuh hafa leyfi til að fást við blóðtökur. Og það get eg sagt þér með sanni, að ekki fékst eg til að opna æð í mannlegum líkama, fyrr en eg hafði numið öll hin miklu og flóknu blóð- tökuvísindi til fullrar hlítar og æft mig á hundum og köttum í hálft þriðja ár. Að svo mæltu tók hann konunni blóð á tveim stöðum eða viðar og blóðið fossaði úr benjunum. — Þetta grunaði mig, sagðí blóðtökumaðurinn. Ægilegur vindspenningur! — Sjáðu hvernig blóðið fossar og gýs. Það er af eintómum vindi — eitruðum vindi, liggur mér við að segja. Þetta er einhver sá magnaðasti blóðvindur, sem eg hefi kynnst alla mína embætt- istíð og liafa þó mörg tilfellí verði svæsin. En nú er um að gera að lála blæða — blæða í herrans nafni — unz spenning- urinn lætur sig. — Æ — eg er að verða eitt- hvað svo magnlaus og undar- leg yfir höfðinu, sagði lconan eftir dálitla sturrd. — Hvað ætli þú sért magn- laus, svaraði bóndi — eg anza því ekki! Eg held þú megir þakka fyrir, að losna við allan þennan eitraða vind. — Já, ætli ekki það, sagðí blóðtöku-skotti. Ætli það sé ekki ástæða til að þakka. Eg held það. Og nú er hann líka farinn að láta sig til muna, sá skratti! — Jú, gosið er i rénun —■ það leynir sér ekki. En lát- um enn blæða. Ekki veitir af. Svo stöðva eg rennslið á hinu rétta, hnitmiðaða augnabliki. — Það mátti sannarlega eklri tæpara standa, að mín væri vitjað. — Ilún er að verða svo und- arlega föl, sagði bóndi og laul niður að konunni.-----Heyrðu, Guðríður min — þetta er nú að verða búið og hefir tekizt á- gætlega. Þú verður heil heilsu eftir fáeina daga.----Tekur

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.