Vísir Sunnudagsblað - 30.03.1941, Blaðsíða 1
1941
Sunnudaginn 30. marz
13. blad
i a
Bjargað úr sjávarháska
Frásögrn Guuuars llryu jólf ssouar.
Gunnar Brynjólfsson.
„Þann 24. marz 1916 réru
f jölda margir bátar úr Grinda-
vik, enda var veöur hið ákjogafT-
legasta og stillilogn svo mikið,
að okkur sýndust bátarnir blátt
áfram vera lausir við hafflötinn.
Við lögðum í róðurinn á
venjulegum tíma, eða klukkan
að ganga sex um morguninn.
Annað „fiskiri" en þorskveiðaf
þekktist þá ekki, og netin lágu
öll nokkuð djúpt og þar af leið-
andi langt að róa.
Er við komum á miðin var
enn hið sama blíðskaparveður
og særinn spegilskyggndur.
Þegar klukkan hefir verið farin
að ganga tíu um morguninn,
verður einhverjum okkar litið
til lands og sér hann þá að allt
hafið milli lands og okkar er
drifhvítt orðið af særoki. Bregð-
ur okkur mjög í brún við þessa
sýn, en það skipti ekki neinum
togum, því á næsta augnabliki
er skollið á ofsarok af norðri.
1 þetta sinn gerði eg það
stærsta glappaskot, sem eg hefi
nokkuru sinni gert á sjósóknar-
árum mínum, því eg lagði net-
unum, sem eg var búinn að
draga, aftur út, i stað þess að
nota þau sem kjölfestu i skipið.
Eg var þó ekki einn í sökinni
Seint í marzmánuði 1916, eða fyrir réttum 25 árum, gerði
aftakaveður af norðri mjög skyndiiega hér á landi. Voru þá
bátar mjög hætt komnir suður í sjó, og hreinasta mildi að
þeim varð bjargað. Þilskipið Esther var þá statt austur af
Reykjanesi og bjargaði það f jórum skipshöfnum í þessu veðri,
eða samtals 38 mönnum. Er það víst einsdæmi, að nokkurt ís-
lenzkt þilskip hafi bjargað jafn mörgum mönnum í einu úr
sjávarházka. Skipstjóri á Esther var þá Guðbjartur ólafsson,
sem nú er hafnsögumaður hér í Reykjavík. Gekk hann fram í
því nujð mikilli prýði og sérstökum dugnaði að bjarga þessum
f jórum bátshöfnum, sem ekki fengu náð landi af eigin ramleik.
Vísir hefir hitt að máli einn formanrtanna af bátunum, sem
Esther bjargi. Var það Gttnnar Brynjólfsson úr Grindavík, seín
nú er vitagagnavörður hjá vitamálastjórninni hér í Reykjavík.
Fer frásögn Gunnars hér eftir:
Guöbjartur Ólafsson,
með þetta, þvi eg held að öllum
hinum formönnunum hafi orð-
ið sama skyssan á, að einum
undanteknum. Það var Gísli
Jónsson i Vik, hann hélt nokk-
uru af netunum í bátnum, enda
sá eini okkar, sem nokkuð gat
siglt. Við hinir réðum ekki við
neitt. Við settum upp segl eins
rifuð og unnt var, en þá ætlaði
allt um koll að keyra því veður-
ofsinn var svo mikill. Við áttum
á hættu að bátnum hvolfdi þá
og þegar og sáum okkur þvi
ekki annað fært en að taka segl-
in sem skjótast niður aftur.
Cr þessu var ekki um annað
að ræða en berja árarnar til
lands. Eg var svo óheppinn, að
tveir beztu mennirnir mínir
voru í landi þennan dag, svo við
vorum ekki nema sjö í stað níu
venjulega. Eg held að mér sé
óhætt að fullyrða, að ef eg hefði
haf t þessa tvo menn, þá hef ðum
við náð landi í Grindavík um
daginn.
Eftir á að gizka þriggja
klukkustunda barningkomumst
við upp undir Skarfasetur á
Reykjanesi. Var það tilætlun
okkar að reyna að komast inn
á svokallaðar Háleyjar, sem er
einn af fáum léndingarstöðum
,
-
¦ ¦ ¦ . .'.¦'¦ . ' ¦ .:. • "',- ¦
¦>.'¦'¦¦¦ ¦"¦'" ¦ '"'"''"¦'
\T^^r^-
Skútan
Esther,
sem bjargaði " "^Sgíf
mönnunurn.
á Reykjanestánni. Þar er annars
víðasthvar ólendandi vegna
brims og kletta.
En til þess að takast mætti
að ná Háleyjum, þurftum við
að stefna beint i veðrið — en þá
drógum við bókstaflega ekki
nokkurn skapaðan hlut. Þegar
þessi von brást, ætluðum við að
halda vestur með landinu og
reyna að lenda í svokölluðum
Kerlingarbás, en þá var komið
vestur- og undanfall svo hart,
að við réðum ekki við neitt.
í þessuiífbamingi, og um það
lejrti sem öll von var að þverra,
kom eg auga á þilskip framund-
anj sem hélt sér við. Eg sagði þá
við skipsmennina, að við skyld-
um setja upp afturseglið í fram-
stellinguna, en einn hásetanna
tók þetta óstinnt upp og spurði
hvort við værum ekki búnir að
gera nægilega miklar tilraunir
til að sigla. Þessum orðum hans
var þó ekki skeytt frekara, en
seglið sett upp og „lensuðum"
við þá út í skútuna.
Þessi skúta reýndist vera
„Esther" og skipstjórinn Guð-