Vísir Sunnudagsblað - 06.04.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 06.04.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 6. april 14. blað ͧLA1VD 30. ALDAR Þegar við íslendingar vökn- uðum morgunn 20. aldarinnar og þurrkuðum stírurnar úr aug- unum, uppgötvuðum við að allt lífið var framundan, það þýddi ekkert að lita til baka. Langt aftur í aldir var einungis um misrétti, volæði, framtaksleysi, fátækt, kúgun og ofbeldi yfir- þjóðar að ræða, er skeytti ekk- ert um séreinkenni, óskir eða vonirþessarar þjóðar til andlegs sjálfstæðis. Veiddist þorskurinn og væru gjöldin greidd, og bægt var að auðgast af íslandi og flytja þennan arð með sér út til menningarlandsins, þar sem glæsilegar hallir og fágað sam- kvæmislif með gildaskálum, Ieikhúsum og lúxuslífi stóðu opin þeim sem aurana hafði, — var takmarki hinnar útlendu yfirþjóðar náð. Hvernig þjóðin svo átti að lifa á eftir tómhent og snauð rúin fjöðrunum til nokkurs flugs — varð hún sjálf að finna veginn út úr ófærun- um. Svo rótgróin var trúin á, að þjóðin sjálf, sem byggði landið gæti orðið rík, að hún bjó til annað fólk sem lifði sam- tímis og þeir kölluðu huldufólk og var það allt ríkt, átti gull og purpura og allskonar gersemar eins og, útlendingarnir sem hurfu. Huldufólkið hvarf lika inn í björg, hóla og hæðir þessa hrikalega lands. En mennirnir sem vöknuðu morgunn tuttugustu aldar- innar og teygðu úr sér móti sólu hinnar nýju aldar, voru ekki hræddir. Með þeim skyldi Island byrja að lifa. Þeir settu sér það takmark að grafa auð- legð lands og sjávar fram. Láta auðlegð landsins koma íslend- íngum að gagni, yfirvinna bæði útlenda gróðabrallsmenn, .sem hurfu með auð landsins, eins og huldufólkið í björg sín, og .byggja landið sýnilegt öllum með auðlegð þess og krafti þess. Morgun-menn aldarinnar hafa komið sínu fram. Dómur sögrinnar hlýtur að verða sá, að Islendingar tuttugustu aldarinn- ar hafi sigrað. Síðan aldámóta- æskan teygði úr sér til dags- ins i dag, og líti hún nú út um glugga sinn, getur hún séð að vilji og þor hennar hefir afkast- að kraftaverki til lands og sjávar. Morgunmenn aldarinnár hafa einnig séð önnur tíðindi stór og glæsileg gerast í sögu landsins. Sjálfstæði Islands rak á fjöru viðburðanna eftir fár- viður styrjaldarinnar miklu 1914—1918, Allt Island lifnaði við, eldgamlar óskir, villtustu draumar þjóðarinnar sýndust ætla að rætast og magnaði þetta þjóðina til dáða og dugnaðar. Örlaganornir íslands hafa sann- arlegafært þjóðinni uppfyllingu flestra frelsisdrauma íslendinga í byrjun aldar þessarar. Og nú, þó dimmt sé yfir, sýnist bið endanlega sjálfstæði Islands vera í uppsiglingu •— so oder so — eins og Þjóðverjar segja, þegar eitthvað þarf að berja í gegnum erfiðleikana. Allt leikur þannig i lyndi fyrir hinni íslenzku þjóð. Sam- fara framtaki og dugnaði hafa dularfull örlög Evrópuþjóðanna orðið til þess, að ísland fær allar sínar óskir uppfylltar hvað ytra frelsi hennar snertir. Pólitísk barátta Islands er sigri krýnd í sjálfstæðismálunum, án þess að stjórnmálamennirnir hafa þurft að hafa annað fyrir en að taka á móti og nú að reyna að bjarga rekaldi þessU í land. Við látum stjórnmálamenn okkar í friði um stund. 1 þessu vandasama verki þeirra send- um við þeim hlýjar kveðjur og beztu óskir, og snúum okkur syo að því að athuga, hverjum hann er eiginlega að þakka, sjálfstæðissigur íslendinga, fyrst og fremst, og hverjum eru guð- irnir að launa er þeir færa þjóðinni upp í hendurnar sjálf- stæði Islands? —o— Sjálfstæði hið sanna og eina er lyndiseinkunn. Lyndisein- kunn þessi skapar frelsi til allra hluta, sem er i kringum okkur, og hefur okkur uppyfir það sem beygja vill hugann eða líf manns í fjötra. Finnum vér fjötrana nálgast eða verðum vér varir við minnstu kreppu að frelsi manns, verður það lyndiseinkunnþessi, sem spyrn- ir á móti hættunni og hindrar það, að f jötrarnir leggist alveg að lífi voru, og komist þeir þó á, þá reynir hinn sjálfstæði maður strax að slíta þá af sér og óþolinmæðin og þrjózkan við fjötrana lifir og sleppir ekki takinu af hinum sjálfstæða manni fyrr en hann er frjáls. íslenzka þjóðin hefir haft þessa lyndiseinkunn, sem hlýt- ur að leiða til frelsis þjóðarinn- ar, þrátt fyrir fjötra fátæktar og örbirgð margi*a alda í ömur- legustu kringumstæðum, sem lögðu farg vonleysis og kvíða yfir líf hennar og komið var að því að tortíma hinni timan- legu velferð hennar og jafnvel hrekja hana af landi burt, þegar taka átti að flytja íslendinga til Jótlandsheiða. Á öllum þessum árum átti þjóðin einhverja menn, sem höfðu i sér lyndis- einkunn sjálfstæðisins og létu ekki umhverfið og ástandið beygja huga sinn. Með þessum mönnum lifði öld eftir öld sjálf- stæði Islands. Þetta sjálfstæði var það eina sanna sjálfstæði þjóðar, það var hið andlega sjálfstæði. Ofar öllu sjálfstæði' er hið andlega — það sterk- asta. Bundinn maður í fjötrum allskonar, verður frjáls gegn- um þetta andlega sjálfstæði og lyndiseinkenni- þess sem fylgir því. Hinn skapandi andi brýzt þá út og upp yfir veruleikann og skapar sér nýja jörð og nýtt land. Og allir þeir Islendingar, sem hinn skapandi andi var í, eftirláta þjóðinni sjálfstæðis- kennd hennar og trú hennar og líf. Sprengdu fjötra veruleik- ans, kveiktu blysin er lýstu yfir myrkur réttlætisins, inn á veg Eítir EGGERT STEFÁNSSON hins andlega frelsis. Við köll- um þessa blysbera þjóðarand- ans, skáld. Við köllum þá fræði- menn, rithöfunda. Það eru litlir titlar i dag, en þeir eru það, sem spámennirnir voru fyrir Gyðingana. Það voru þeir, sem leiddu þjóðina til hins fyrir- heitna lands, sem við nú eigum að eignast heilt og óskipt. Á öllum tímum lifa „Homo in Sapiens", maðurinn, sem er eins og dýr. Hann er ekki út- dauður enn. En íslendingar eiga þeim, sem höfðu lyndiseinkunn hins andlega manns, að þakka, að þeir lifa sem þjóð i dag. — Homo in Sapiens var drepinn með hinu leiftrandi sverði and- ans, og þess vegna, bókstaflega talað, lifum við i dag. Morgun-menn aldarinnar verða að skilja þetta, að sjálf- stæði lítillar þjóðar verður aldrei öruggt stjórnmálalega. Frelsi og sjálfstæði hennar verður alltaf bundið við lyndis- einkunn hins andlega manns. Já, allt lífið er framundan nú eins og í byrjun aldarinnar. Og þó við höfum verið svo lán- samir á erfiðum árum, að hafa haft menn sem létu sér nægja að lifa í andanum og láta ljós sitt skina yfir Island og svo sterkt, að aðrar þjóðir fóru líka að skyggnast um eftir þessari þióð, „er skapaði svo merkileg listaverk, að jafnvel rétt væri

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.