Vísir Sunnudagsblað - 06.04.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 06.04.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Garðyrkja heimilanna. Þegar rætt er um garðyrkju, hér og í öðrum löndum, þá er eðlilega fyrst og fremst minnst á þá hagfræðilegu þýðingu sem hún hefir fyi'ir einstaklinginn, heimilin og þjóðirnar. Það er að vonum að frá þessu sjónarmiði sé horft fyrst, þvi hin fjárhags- lega afkoma allra er fyrir svo miklu og mikils um vert að hagurinn sé svo góður sem mögulegt er. Garðyrkjan er svo miklu þýðingarmeiri en hagskýrslur venjulega sýna, þvi það er svo margt sem aldrei er talið fram úr görðunum; og ef farið væri inn á þá braut að meta allt til fjár, sem úr görðunum íslenzku kemur, þá myndu þær tölur vera háar. Er þó gefinn hlutur að framleiðsluvörúr garðvrkj- unnar gætu verið margfallt meiri að vöxtum en þær eru hjá okkur íslendingum, og notin af þeim gætu orðið margfallt meiri í famtíðinni en þær hafa verið hingað til. En þó að mikið sé lagt upp úr hinni liagfræðilegu þýðingu garðyrkjunnar, þá er þó önnur hlið málsins sem hefir vakið mikla eftirtekt og umtal á síð- ustu tveim áratugum — eink- um — og það er sú liliðin sem snýr að heilsufræðinni. Það er einkum síðan að vís- indamönnum tókst aðsýna fram á þýðingu liinna svo nefndu vitamína — bætiefna — fyrir heilsu og líf manna og sýna, að þeim sem fylgjasLvel með, lief- ir orðið það Ijóst að grænmetið —- matjurtirnar — eru mun meira virði en fyrrum var álit- ið samkvæmt efnagreiningum á þeim. Því bætiefnainnihald matjurtanna kom aldrei, fram í fyrri efnagreiningum — eins og eðlilegt var meðan engin vissi að þau voru til. Það má ganga að því vísu að Mac Dougald stutt en gagnort bréf: — „Þú verður að afsaka að eg er fáorður i þetta sinn. Það hefir komið noklcuð fyrir mig; stór viðburður í lífi mínu! — Eg fékk bréfið þitt í dag. Þú segist vonast til að fá að sjá „hvítu veruna“, sem eg skrifaði þér Um! Eg get fullvissað þig um, að þú skalt fá að kynnasi henni. Hún er einmitt nýbúin að lofa mér því, að vera hjá mér alla mína æfi!“ Eftir Ragna langflestir vita ýmslegt um bætiefnin og þær afleiðingar, sem eru óhjákvæmilegar, ef þau vantar í viðurværi manna og dýra í lengri tíma; svo að eg þurfi ekki að eyða tíma til þess að útlista það hér. — Þó vil eg að eins minna á, að ef A-bæti- efni vantar í fæðu manna yfir lengri tíma, þá veikjast einkum slímhimnur líkamans, og verða þá móttækilegri fyrir margs- konar kvilla. Eg vil varpa þeirri spurningu fram i þessu sambandi, hvort þeir kvef- og inflúensufaraldr- ar, sem æfinlega gera mjög vart við sig síðari liluta vetrar, muni ekki að nokkuru leyti rekja rót sína til þess, að allt of lítils sé neytt af grænmeti? Frá mínum sjónarhól séð, þá er eg ekki í neinum vafa um að svo sé. Bætiefnaforðinn sem líkaminn fékk frá nýmeti sumarsins og liaustsins er farinn að ganga til þurðar, og líkaminn hefir því minni mótstöðu gegn ýmsum skaðlegum gerlum, en á meðan hann hefir fullgilt fóður. Við íslendingar húum við ein- hver heztu beitilönd álfunnar og þar framleiðist gnægð af góðu og hollu kjöti. Við sækjum einn- ig á einhver fiskiauðugustu mið og fáum þaðan gnægð góðra sjávarafurða. Kjöt og fisk vant- ar okkur Islendinga sannarlega ekki, en okkur vantar tilfinnan- lega matjurtir á horðið með kjötinu og fiskinum. Þær þurf- um við að rejma að rækta og nota sem mest af þeim á liverju heimili. Vafalaust myndi heilsu- far stórlega batna í landinu og ræktun matjurta og notlcun þeirra kæmist í viðunandi horf. Þegar menn heyra um hve bætiefnin séu nauðsynleg, þá er eðlilegt að spurt verði: Hvar myndast þau? Þá er svarið að þau myndast i jurtunum fyrir áhrif sólarljóssins á þær — og frá þeim liefir allt, sem lífinu lifir, á sjó og landi, fengið bæti- efnaforða sinn. Því eru mat- jurtir rétt nefndar í gamla ís- lenzka æfintýrinu, sem kallar jurtirnar „Lifgrös“. Bóndinn þarf að vita hvernig liann á að fóðra gripi sína, svo að þeir gefi sem mestan arð; — húsfreyjan þarf að velja lífs- viðurværi heimilisfólksins svo að ungviði nái sem beztum þroska og vinnufólk geti afkast- að sem mestu starfi. Fóðrunartilraunir á húfé • Ásgeirsson. liafa verið gerðar áratugum saman og leitt mikilsvarðandi sannindi i ljós. En fóðrunartil- raunir á fólki vantar að mestu leyti —- og væru þó ekki þýðing- arminni. En það heyrir undir lækna og heilbrigðisfræðinga að rannsaka og greina frá hvernig við skulum „fóðraðir“ svo, að við fáum. haldið lieilsu og liggjum eklti flatir fyrir auð- virðilegum kvillum. En eg hygg að góður spölur af þeirri leið liggi um matjurtagarðinn. Þeir eru orðnir allmargir á landi hér, sem leggja fyrir sig garðyrkju að einliverju leyti, — framleiða matjurtir til sölu á innlendum markaði. Meira að segja er garðyrkja orðin allálit- legur þáttur i framleiðslu margra hænda. — En þeim sömu mönnum er ekki alltaf Ijóst hve mikil not má hafa af matjurtunum á þeirra eigin heimilum, þó þeir skilji hvers virði þær séu sem verzlunar- vara. Það mun oft stafa af því að liúsmæður hafa ekki verið fræddar nógu vel um notagildi grænmetis á heimilunum, en sumpart líka af því að hér hefir vei'ið til rótgróin óbeit á græn- metisáti — og þó hún sé mikið að minnka, þá eimir eftir af henni enn. Sú óbeit á grænmeti fær með engu móti samrýmst þekkingu nútimans á þýðingu matjurta fyrir heilsufar mann- anna og á að liverfa með öllu. Sú hlið garðyrkjunnar sem að lieilsufræðinni snýr, verður ekki metin til fjár. Þá má telja það garðyrkjunni til gildis, að liún getur, ef rétt er á haldið, haft mikla uppeldis- lega þýðingu fyrir heimilin. — Það er alkunnugt að við garð- yrkjustörfin sum má nota hin- ar litlu hendur — sem eru enn of veikar fyrir hin erfiðari störf. Með því má snemma láta ung- lingana skilja livers virði það er að vinna heimilinu gagn. Og þeir læra þá um leið handtökin við ræktunarstörfin, sem geta komið að gagni síðar á æfinni. Einnig er það alkunnugt, að við garðyrkjuna getur gamallt fólk einnig gert gott gagn, þó kraftar þess leyfi ekki að vinna erfiði. — Eg hefi þekkt einn hálfníræðan mann sem ræktaði 20 tunnUr af kartöflum og vann heimilinu á þann hált stórfellt gagn. Hann hafði vanizt rækt- unarstörfum frá barnæsku og þar sannaðist gamli málshátt- urinn: Hvað ungur nemur, gamall temur. Einnig má minna á það, i sambandi við garðyrkju heim- ilanna, að margt fólk á bezta aldri, sem liefir önnur störf að atvinnu, slundar garðyrkju sem yndisstarf — ,,liohhy“ — eða ,*,dund“ í frístundum sínum. — Þess eru dæmi, að marg- ir menn og konur, sem vinna erfið dagsverk, hvíla sig við garðyrkjustörf að kvöldinu, i eigin garði. Það þykir máske vitleysa hjá mér, að orða þetta svona: að hvila sig á að vinna. En það er nú svona samt, að þegar maður er orðinn þreyttur á einu verki, þá er oft hvíld í að hyrja á öðru. Eg gæti nefnt nöfn manna sem hafa innt af höndum stórvirki á sviði garðyrkjunnar, með því að vinna að lienni i frístundum sínum sér til yndis. Þessir menn sumir hafa orðið slyngustu garðyrkjumenn — eða konur. Þetta, að vinna að garðyrkju sem yndisstarfi í frístundum, er þjóðnýtara en margan grunar, margir fegurstu skrúðgarðarn- ir eru til komnir á þann hátt og enginn veit tölur á uppskeru og nytjajurtum, sem fengizt hafa vegna þeirra handtaka. Og margur innisetumaðurinn hefir bætt lieilsu sína á þeirri útivist í eigin garði, því enginn mælir á móti þvi, að ræktunar- störfin, moldarverkin undir herum himni eru hollust allra verka. Vegna alls þessa, sem eg hefi talið upp hér, segi eg að garð- yrkju eigi að stunda á hverju heimili í þessu landi. Allir hafa möguleika til þess, ef þá vantar ekki viljann. Bónd- inn er bezt settur því hann ræð- ur yfir nægu landrými; flestir eiga lóðarblett í kringum húsið, sem þeir eiga lieima i — allir liafa einhverja möguleika til að stunda garðyrkjuna. Þó þú eigir að eins einn glugga á herberginu þínu, þá komast þar fyrir nokk- urir jurtapottar og af þeim get- urðu haft mikla ánægju — ef þú ert ekki blindur á sálinni, — hlindur fyrir fegurðinni. Garðyrkjan nær yfir víðáttu- mikið svið, hver og einn getur fundið þar sérgrein fyrir sig, ef hann óskar þess, þvi tegundir og afbrigði skipta þúsundum, bæði af nytja- og skrautjurt-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.