Vísir Sunnudagsblað - 06.04.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 06.04.1941, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ §ÍÐM V I TU Ð Þ É R — — að býflugan getur ekld orðið nema 5 vikna gömul? — að til þess að framleiða 1 pund af hunangi þyrfti liún að verða 1875 daga gömul? — að í venjulegu býflugna- búi eru 10 þúsund hunangs- flugur? Sumir vísindamenn lialda þvi fram, að maður þurfi að drelcka a. m. k. % líter af vatni á dag, og að yfirleitt sé drukkið allt of lítið vatn. Það megi aðeins ekki drekka með mat, því þá kemur munnvatnið ekki að sömu notum og ella. Sumir halda því fram, að menn safni fitu með því að drekka mikið vatn, en það er fjarstæða. Það * verður enginn feitur af því. • Við Skulum gera ráð fyrir, að tveir ungir vinir, Jón og Pét- ur, báðir af góðum ættum, vel uppaldir, myndarlegir og vel gefnir til líkama og sálar, elsk- uðu báðir sömu stúlkuna af öllu hjarta. Hvað myndu þeir nú gera, þessir vinir, þar s,em að- eins annar þeirra getur lcvænst stúlkunni. Hér á íslandi myndi þessu sennilega lykta þannig, að Jón kvæntist stúlkunni — við skul- um kalla hana Gunnu — en Pétur, lostinn ástarharmi, fer einförum í hálft annað ár, feykilega þunglyndur og yrkir ástaljóð. í öðrum löndum er Jþessu öðruvisi háttað. Á Spáni: Pétur drepur Jón í einvígi og flýr svo með Gunnu til Brazilíu. I Japan: Jón, sem er hrærður yfir ást vinar síns fremur kvið- ristu. Þá verður Pétur svo sorg- mæddur yfir eðallyndi síns ást- kæra vinar, að einnig hann fremur kviðristu. Gunnu verð- ur á þenna hátt ljóst, hvílíkri ógæfu hún hefir valdið í líf- inu; hún dregur hæði -sverðin úr líkum ástvina sinna og kast- ar sér örvæntingarfull niður á egghvassa sverðsoddana. 1 Svíþjóð: Gunna sendir hæði Pétur og Jón eitthvað út í víða veröld, setst svo einhversstaðar fram á klettabrún og syngur þar þunglyndislega söngva, unz annarhvor kemur aftur. Á Englandi: .Tón og Pélur veðja. Sá sem á fljótari merina í veðreiðunum, fær Gunnu. — Gunna fylgist með veðreiðun- um af- mikill ákefð, en réttir sigurvegaranum svo hrosandi hendina, sem tákn þess, að hann eigi verðlaunin skilið. Á Frakklandi: Pétur talar svo lengi um fyrir Jóni, að Jón sér sér ekki annað fært en kvænast Gunnu. Að því loknu verður Pétur heimilisvinur. í Austurríki: Pétur, Jón og Gunna ræða þelta vandamál þangað til eitthvert þeirra deyr úr elli. Þau, sem eftir lifa, koma sér l'yrir uppi í sveit og eyða þar síðustu æfidögum sínum. I Noregi: Gunna, sem verður hrærð af liinni djúpu ást beggja vinanna, fremur sjálfsmorð til að fyjrirhyggja aðra medri ó- gæfu, því henni er ljóst, að hún er ekki lífinu eins mikils virði og þeir. t Rússlandi: Þar sem Jón og Pétur geta ekki orðið á eitt sátt- ir um Gunnu, snýr Gunna baki við þeirn háðum og giftist þeim þriðja. 1 Tvrklandi: Jón rænir Gunnu, Pétur þolir það ekki og rænir henni aftur. Jón rænir lienni enn, Pétur sömuleiðis. Þannig gengur þelta unz Gunna er orð- in Ijót og hvorugur vill sjá hana. I Afríku: Pétur og Jón kvæn- ast Gunnu og systur hennar í félagi og skipta þeim svo hróð- urlega á milh sín. í Grikklandi: Jón og Pétur hallmæla Gunnu svo hvor við annan, unz hvorugur vill sjá liana og þeir kvænast báðir öðrum stúlkum. 1 Mexikó: Jón og Pétur slást um Gunnu. Þegar Jón er búinn að slá Pétur liálfdauðan, yfir- gefur hann Gunnu með mestu fyrirlitningu og lætur Pétri hana eftir. í Bandaríkjunum: Þar liafa Jón og Pétur ekkert að segja. Gunna giftist Jóni fyrst, skilur svo við hann og giftist Pétri. Á Eldlandi: Þar er þetta dag- legur viðburður, þvi þar eru á- vallt tveir karlmenn um hverja Gunnu. • - Moritz von Nassau hershöfð- ingi dæmdi. eitt sinn saldausan mann til dauða og lét skjóta hann. Til að hefna hans, lcom sonur lians af stað uppreist, sem fór þó út um þúfur; upp- reistarforinginn var tekinn fast- ur og dæmdur til dauða. Þá fór móðir hins dauða- Þúfur eru ís- lenzkt fyrirbrigði og margir útlend- ingar stara eins og naut, á nývirki, þegar þeir sjá þetta litla flat- lendi, sem hér get- ur aÖ líta, alsett þúfum. Myndin er tekin af þúfum í snjó. dæmda manns á stúfana, lieim- sólti hershöfðingjann og hað hann að náða son sinn. „Hvað segið þér, frú mín góð,“ sagði Moritz von Nassau, „þér biðjið um vægð fyrir son yðar, en háðuð ekki um vægð fyrir manninn yðar.“ „Eg bað ekki um vægð fyrir manninn minn,“ svaraði konan, „af því að hann var saklaus, og hinn saklausi þarf ekld að biðj- ast vægðar, hann á heimtingu á að njóta réttar. Sonur minn er hinsvegar sekur og því bið eg um vægð honum til handa.“ Þetta djarfa svar líkaði Mor- itz herforingja svo vel, að hann lét son hennar þegar lausan. • í Búdapest var ungur list- málari kallaður fyrir rétt, á- kærður fyrir móðgun gagnvart heldri manni þar í horg. Mál- arinn liafði sent á málverka- sýningu andlitsmynd af manni og letrað undir hana „Svikari“. Fáeinum dögum eftir að list- sýningin var opnuð, kom mað- ur nokkur mjög æstur til sýn- ingarnefndarinnar og heimtaði, að andlitsmyndin yrði umsvifa- laust tekin niður. Myndin sé svo lík sér, ,að það þekki sig allir, og að málarinn lcalli myndina „svikara“, eingöngu í þeim ásetningi að móðga sig. Það lék heldur ekki minnsti vafi á, að myndin Tíktist mann- inum mjög, svo sýningarnefnd- in fann ástæðu til að kalla mál- arann fyrir sig og spyrja hverjn þetta sætti. Málarinn svaraði fáu, en tók upp úr vasa sínum hréf, er var yfirlýsing frá manninum, sem heimtaði, að myndin væri telc- in hurt. Þar tók hann skýlaust fram, að myndin liktist sér ekki hið minnsla. Málarinn heimtaði þess vegna, að myndin yrði sýnd áfram, og málið kom fyrir dómstólana. Fyrir rétti kom í ljós, að liinn reiði maður liafði heðið málarann að mála af sér and- litsmynd, en þegar myndin var fullger, neitaði maðurinn að horga myndina með þeim for- sendum, að hún væri ekkert lík sér. Þessu reiddist málarinn, og þegar engar bænir og engar hótanir dugðu, hað málarinn manninn að gefa sér skriflega j'firlýsingu um að myndin væri ekkert lík sér, og það fékk hann. Þegar hann liafði þetta „plagg“ í vasanum sendi hann myndina á sýningu með undir- skrif dnni „Svikari“.Fyrir réttin- ium hélt liann því fram, að þar eð maðurinn hefði lýst því yfir að myndin væri ekki vitund lik sér, gæti hann lieldur ekki kvartað undan neinni móðgun. Rétturinn kvaðst ekki geta dæmt um gildi listaverksins né lieldur, livort myndin væri lik frummyndinni eða ekki, hins- vegar væri liér bersýnilcga um tilraun til móðgunar að ræða, og því skyldi málarinn greiða 35 krónur í sekt. Aðalkröfu stefnanda, um að myndin yrði tafarlaust tekin burt af sýning- unni, kvaðst rétturinn ekki taka til greina, þar eð maður- inn hefði sjálfur lýst því yfir, að myndin væri ekltert lik sér. Lyktaði þessari hefndarráð- stöfun málarans á þann veg, að málarinn varð að horga 35 krónur, en fékk það þó marg- faldlega hætt, þar eð stefnand- inn fann sig knúðan til að kaupa myndina því verði, sem sett var á hana, til að lijarga mannorði sínu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.