Vísir Sunnudagsblað - 13.04.1941, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 13.04.1941, Side 1
1941 Sunnudaginn 13. april 15. blað Frá bernskuárunum. Kri§tleifs Þorsteinssonar á Ntóra^Kroppi. Það er sennilegu tilviljun ein, að Jónas er fæddur undir „háum Iiólum" Öxnadalsins, Matthías undir Vað- alfjöllum, Bjarni og Þorsteinn í Fljótshlíðinni, en eg hygg hins vegar, að liin rriikla og sérkennilega náttúrufeg- urð æskustöðva þeirra hafi átt drjúgan þátt í fegurðarnæmi þeirra og snilligáfu. Hið sama virðist mér gegna með Kristleif á Stóra-Kroppi, þótt hann sé meiri fræðimaður en skáld. En það sérkennilega við fræðimennsku Iiristleifs er hin djúpa ást hans 'til æskustöðva sinna, sem mótað hafa hug hans og hjarta og gert stíl hans þrungn- ari, lífmeiri og fjörugri en venja er til hjá fræðimönnum. — Kristleifur er fæddur að Húsafelli í Hálsasveit, ein- hverjum fegursta blelli hins fjölþætta Borgarf jarðarhérelfur lágu við túnjaðarinn. Og lwí skyldi ekki jafn gáfað- andi fjalla, en iðjagrænn skógur og blátærar uppsprettuelfur láu við túnjaðarinn. Og hví skyldi jafn gáfaður ung- ur unglingur og Kristleifur hafa mptast af náttúrufegurð heimkynna sinna, eins og Matthías, Jónas, Þorsteinn og Bjarni mótuðust af fegurð umhverfis síns? Þessa virðist gæta mjög í ritum Kristleifs, sem nú eru aljtjóð kunn orðin í gegnum fjölda ritgerða i blöðum og tímaritum og tveimur fyrstu bindum Héraðssögu Borgarf jarðar. —- En Kristeifur er afkastamaður við fleira en ritstörf, hann er óvenjulegur eljumaður að hverju sem hann geng- ur, og nú — áttræður að aldri — vinnur hann hverja algenga vinnu, sem ungur væri. Hann hefir gegnt marg- háttuðum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, og farizt það með mikilli prýði. Hann er hvers manns hugljúfi, og alúð hans og einstakri Ijúfmennsku er viðbrugðið, hvar sem á Kristleif er minnst. —- Eg veit engan þann mann- fagnað, þar sem Kristleifur hefur verið viðstaddur, að hann hafi ekki ávallt verið hrókur alls fagnaðar. Mein- laus ldmni hans og frábær framsagnarmáti hafa gert Kristleif að einhverjum bezt séða gesti, hvort heldur það var í fámenni eða fjölmenni.' — Kristleifur dvaldi æskuár sín á liúsafelli, þaðan flutti hann að Uppsölum í sömu sveit og reisti þar bú. Fyrir aldamót flutti Kristleifur að Stóra Kroppi og hefur búið þar ágætu búi lil þessa dags. Iíristleifur er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Andrína Guðrún Einarsdóttir frá Urriðafossi, er lézt eftir /á hjúskaparár, en síðari kona hans er Snjáfríður Pétursdóttir frá Grund. Átta barna varð Kristleifi auðið, og eru 6 á lífi, en tvær dætur hans dánar, Ingibjörg kona Þorsteins Þorsteinssonar bónda á Húsafelli og Guðný, kona Björns Jakobssonar á Stóra-Kroppi. — Kristleifur er nii að byrja 9. tug æfi sinnar, og við vinir hans og kunn- ingjar óskum þess allir, að hann verði þenna næsta tug jafn ungur í anda, sem alla þá tugi ára, sem hann er þeg- ar. búinn að lifa. Þ. J. Langafi minn dó fyrir 231 ári. Kirkjubækur í Reykholti telja mig fæ,ddan á Húsafelli 5. april 1861, og skírðan af síra Vern- harði Þorkellssyni. Eg verð því að trúa þvi, að eg sé nú orðinn áltræður. I fljótu hragði finnst mér þessi langa ævi ekki meiri en einn stuttur draumur. En þegar eg fer að horfa fastara á þennan æviferil, sé eg, að margt liefir gerzt á þessum tíma, þótt ekki sé lengra litið, en til hins þrönga umhverfis, þar sem eg hefi alið allan minn aldur, sem er aðeins í Hálsasveit og Reyk- holtsdal. Á þessu timabili hafá verið átta þjónandi prestar í Reykholti og á suinum jörðum héraðsins hafa orðið ellefu sinnum ábúendaskipti. En all- staðar þar sem menn hafa tekið óðal feðra til áhúðar, situr nú þriðji ættliðurinn að völdum. Man eg ömmur og afa sumra þeirra bænda, sem nú eru á sjö- tugs aldri. Þar sem ættir hafa gengið örast fram eru nú upp- vaxandi þeir, sem eru í fimmta lið frá fólki, sem húandi var í bernsku minni. Aðrir hafa farið á seinagangi og heltzt úr lest- inni, og að lpkum næstum dag- að uppi eins og nátttröll. Á eg þar einkum við sjálfan mig. Langafi minn, síra Snorri Rjörnsson, er fæddur fyrir 231. ári. Afi minn, Jakob Snorrason, er fæddur fyrir 184 árum og faðir minn, Þorsleinn Jakobs- son, fæddur fyrir 127 árum. 1 hernsku minni voru þessir þrír ættliðir búnir að húa á Húsa- felli nokkuð á aðra öld. Þeir feðgar voru fastheldnir á forn- ar venjur, og búnaðarreglur þeirra stóðu næstum án allra hreytinga fram á mína daga. Það er því ekki ófróðlegt að skyggnast um á þessu forn- eskjulega heimili, Iiæði hvað snertir hugsunarliátt og vinnu- hrögð, til samanburðar við yf- irstandandi tíma. Kristleifur Þorsteinsson (lágmynd eftir RíkarS Jóns- son).

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.