Vísir Sunnudagsblað - 13.04.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 13.04.1941, Blaðsíða 2
z VÍSlR Su’ÍNiNliDAGSBLAÐ Kvíarnar og Rvíahellan á Húsafelli. ÞaS eru hvorttveggja fornminjar og kvíahellan er aflraunasteinn frá dögum Snorra Björnssonar, langafa Kristleifs. Var steinninn kallaður Amlóöi, en vegur þó 3ÓOpund, og ekki nærri allir fulltíða menn, sem fá honum lyft frá jörðu. Smiðir en ekki jarðabótamenn. Kona Jakobs Snorrasonar, afa míns, var Kristín Guð- mundsdóttir frá Leirvogstungu Sæmundssonar. Er sú ætt nú orðin fjölmenn, en ekki vil eg þreyta menn á upptalningu fólks af þeim ættum. Þau Ja- kob og Kristín hófu búskap á þeim neyðarárum, þegar allt var í kaldakoli eftir móðuharð- indin. Byrjuðu þau búskap með því að taka Búrfell, sem þá var í eyði, og byggja það upp frá rústum. Húsafell tóku þau, þeg- ar það var lagt niður sem prest- setur við lát síra Jóns Grims- sonar 1809 ( ?) Tólf börn þeirra hjóna, átta synir og f jórar dæt- ur, komúst til fullorðins ára. Auk þess ólu þau upp þrjú fóst- urbörn. Sýnist það ærið dags- verk, þegar á það er litið, hver aðstaða var til bjargræðisút- vega á þeim þrengingatímum. En þó varð allur þessi barna- hópur gerfilegt fólk og vel á sig komið, svo orð var á gert. Öll voru þessi tólf systkin hög og mikilvirk, þegar þau komust á legg. Var því heimilisiðnaður á Húsafelli, bæði karla og kvenna, fjölbreyttur og með snilldarbrag. Hver einasti bús- hlutur var smíðaður lieima, og auk þess mikið selt af smíðum, sem Jakob kenndi líka sonum sínum að leysa af hendi, þegar þeir höfðu aldur til. Guðmund- ur smíðaði rokka, Björn smíð- aði gull og silfur, Eiríkur smíð- aði drifna hellusöðla, Snorri balt inn bækur og faðir minn, sem var yngstur allra sinna systkina, var með föður sínum bæði við legsteinasmíði og járn- smíðar. Við jarðabótum óg garðrækt var aftur á móti ekki mikið hreyft. Jakob afi minn dó 1839, átta- tíu og fjögra ára gamall. Voru þá öll bans börn farin að heim- an, sem á lífi voru, nema faðir minn, er þá tók við búi á nokkr- um hluta Húsafells, en móðir hans bjó á móti honum með uppeldisbörnum sínum meðan hún lifði. Ilún dó 1851. Fæði á bernskuárunum. Þorsteinn faðir minn var tví- giftur. Fyrri kona lians var Björg Einarsdóttir frá Munað- arnesi. Dó hún eftir tveggja ára sambúð. Síðari kona föður míns var Ingibjörg Jónsdóttir frá Deildartungu. Var eg yngst- ur af tólf börnum foreldra minna. Þegar eg fæddist, voru sex af syslkinum mínum dáin. Fjögur þeirra dóu úr bama- veiki með fárra daga milhbili. Þóttu sum þeirra fríð sýnum, svo orð var á gert, einkum, Kristín og Þorleifur, sem bæði voru komin nokkuð á legg. Var heiti mitt samsteypa úr nöfnum þeirra. Var það nafn þá áður óþekkt. Foreldrar mínir unnu mér heitt og litVi svo á að for- sjónin hfefði gefið mig í sára- bætur eftir þá miklu sorg, er þau liðu við missir sex barna. Veittu þau mér allan þann að- búnað, sem þá var talinn mega sæma óbreyttum bændabörnum og almenningur bjargaðist við~ meðan ekki voru ráð á öðru betra. Fæðið var auk nýmjólk- ur, glóðarbakað brauð úr heimamöluðu rúgi með nógu smjöri til viðbits, fjallagrös í mjólk og skyrhræringur, enn- fremur góður harðfiskur, þegar tennur voru komnar til þess að tyggja með. Kindakjöt var þá nokkuð af skomum skammti eftir nýafstaðinn niðurskurð af völdum fjárskaðans, en á vetr- lún var rjúpa mikið skotin til matar. Var hún talin bæði lioll og saðsöm. Á sumrum voru hvannarætur sóttar í Geitár- gljiifur og etnar með nýju smjöri. Þá voru líka ætisveppar teknir og steiktir í smjöri. Þessu var fylgt meir af göml- um vana frá neyðarárum, held- ur en hér væri um búdrýgindi að ræða, sem miklu gæti mun- að. En þessir réttir smökkuðust vel og voru ekki áðkeyptir. Um nýtt fiskifang frá sjó gat ald- rei verið að ræða, eins og sam- göngum var þá háttað. Fæðan var því að miklu leyti söltuð, súrsuð, reykt eða liert. Virtist það hafa góð áhrif bæði á munn og maga, því meðan svo var högum háttað var tannpína fá- gæt og botnlangabólga óþekkt. Matast við þriðju sultarkviðu. Aukapislingar milli matmáls- tima voru taldir slæmur ávani og heilsuspillir. Fólkið átti að finna vel til svengdar og helzt áð eta ekki fyr en við þriðju sultarkviðu. Þetta var kenning alþýðunnar í ungdæmi mínu. Þá var fólkinu ráðið til þess a'ð ldæðast í föt úr íslenzkri ull frá hvirfli til ilja. Þeim ráðum fylgdi móðir min með okkur, er vorum hennar börn, og allt sitt heimafólk. Það þótti ekki hæfa öðrum en fyrirmönnum, að klæðast flíkum úr útleiidu efni og væri einhver hóndamað- ur svo djarfur, að voga slikf, þótti sá hinn sami misbjóða lieiðri þeirra liáu með þvi að reyna að skreyta sig líkt og þeir. Berjaferðir og húslestrar. Eg man ekki hetur en að eg brölti úti alla færa daga á vetr- um strax og eg var kominn á legg, og var mér jafnan hlýtt í hinum velþæfðu vaðmálsfötum, sem móðir mín vann úr góðu þeli. Var kapp hennar við ull- ariðnaðinn alveg látlaust alla. virka daga. Á sunnudögum vann hún aldrei til vefja, en var þó ýmist með prjóna eða nál í höndum. Þegar liún var ekki að sinna gestum eða matreiðslu. Aldrei sá eg hana iðjulausa nema um húslesturinn, þá lagði hún frá sér vinnuna meðan guðspjallið var lesið. Hún var bæði trúhneigð og rígbundin við alla helga siði, bæði i kirkju og beimahúsum. Þrátt fyrir bennar milda vinnukapp lét hún hvorki liúslestra né kirkjuferðir falla niður, nema fyrir alveg sérstakar hindranir, en það fannst mér stundum reyna á þolrifin, þegar við ætluðum að ríða í Geitland til berja eða skemmta okkur á einbvern liátt úli við, að þurfa að sitja fyrst. undir liúslestrinum. Samt lilýddum við því æfinlega, eins og öllum lieimilisreglum, sem helgaðar voru af gömlum venj- unx. I nöp við Síðu-Hall og Njál. En þessi stöðuga guðsdýrk- un, bæði í kirkjum og heima- húsum var ekki einungis gam- all vani, fólkinu var það hjart- ans mál, einkum konum, sem grétu iðrunartárum undir sálmasöng og lestri. Móðir mín taldi livert orð i bibliunni heil- agan sannleika og trúarvillu að mæla þar á móti. Lét hún lesa í biblíunni á hverjum vetri. En það verð eg að segja, að skemmtilegri })óttu mér íslend- ingasögurnar, sem lilca voru lesnar. Trúði eg þeim i öllu og tvar ástfanginn af köppununx gömlu. Hélt eg unx eitt skeið,. að það væri liámark lxeimsgæfu að vera liraustur og finiur og eiga góð vopn. Blöskraði mér sú hnignun, að fögur vopn og. Úr Húsafellsskógi. Húsafell er fætSingarstaÖur Kristleifs á Stóra-Kroppi, og hann hef- ir fest meira ástríki vi'S þann sta'ð en nokkurn annan, enda er nátt- úrufegurð viðbrugSiS á Húsafelli.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.