Vísir Sunnudagsblað - 13.04.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 13.04.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Höfðum við þá losað um 36 tonn.“ „Urðuð þið að liætta við svo búið?“ „Það var ekki um annað að gera. Það hefði verið fjarstæða ein að híða eftir útflæði þarna niður á sandinum. Þegar við komum til hæja, fréttum við að eigandinn væri kominn á leið austur, og þar sem eg tajdi rétt- ast að bíða komu hans, ákvað eg að liafast ekkert frekara að, fyrr en hann kæmi.“ Eigandinn kemur. „Hvenær kom liann austur?“ „Hann kom daginn eftir, fimmtudaginn 9. jan. á strand- staðinn, og í fylgd með honuin Einar M. Einarsson skipstjóri, sem hauð eigandanum aðstoð sina, þar eð hann kvaðst vera kunnugur á þessum slóðum og hafa unnið þar áður að hjörgun skipa. Hafði eigandinn hringt áður til min og spurt mig um það hvort eg teldi tiltök iá að koma öðru skipi við til að draga „Rundehorn“ út, en eg kvað það ekki vera, brimgarðurinn væri svo mikill. Komu þeir, eigandinn og Ein- ar i bíl, á fimmtudaginn, austur og höfðu þá meðferðis 300 faðma langan og 3ja þumlunga þykkan vír, sem þeir liugðu að hafa til aðstoðar við björgun skipsins. Um þrjú leytið á fimmtudag fórum við allir á strandstaðinn auk mannanna sem liöfðu unn- ið að losun kolanna úr skipinu.“ „Byrjuðuð þið þá þegar á hj örgunarstarf seminni ?“ „Það var ekkert hægt að gera. Það var haugabrim og aðeins nýhyi’jað að falla út, og þvi ekki viðlit að komast um horð. Var það ráð þess vegna tekið, að fara að svo húnu til bæja og gista þar um nóttina. Vélin sett í gang. Daginn eftir, föstudaginn 10. janúar, fórum við enn niður að ströndinni og komum um átta- leytið að skipinu. Þá var liá- fjara og gátum við gengið þurr- um fótum aftur að miðju s'kip- inu. Sáust engin merki þess að það væri brotið eða skemmt. Fórum við um horð í það og féklc 2. vélstjóri skipun um að kynda undir katlinum, en liá- setarnir og fleiri komu vírunum upp á skipið, sem eigandinn flutti með sér frá Reykjavík. Var annar endi vírsins festur við hjörgunarbiátinn, er stóð uppi í fjörunni fram af e.s. Rundehorn“. „Tókst ykkur þarna að ná skipinu út?“ „Ekki á föstudaginn. Brimið var enn of mikið til þess, að liægt væri að hrjótast í gegnum það. Við gátum ekkert tekið til bragðs nema reyna með vélinni Iivort unnt væri að losa skipið. Og ef það tækist ekki, þá hvort ekki væri í versta tilfelli mögu- legl að halda skipinu kyrru þar sem það var komið, því það liafði komið í ljós, að skipið hafði færzt ofar með liverju flóðinu sem leið, og flóðin stækkuðu með hverjum degi. Tækist liinsvegar að lialda skip- inu á sama stað, voru miklii meiri líkur fyrir því, að skipið næðist á flot. Skipið tekur að hreyfast. Ivlukkan 11 var kominn gufa á ketilinn og tókst þá von bráðar að losa skrúfuna úr sandinum. Var vélin sett á fulla ferð áfram, til þess að skrúfan græfi sandinn undan aftanverðu skipinu og myndaði rennu aftan við það. Tveimur klukkustundum seinna tók brimið að skella með svo miklu afli á skipinu, að bætta var á, að það ræki ennþá nær landi. Var þá skipt um gang vélarinnar og hún sett á fulla ferð aftur á bak. Er vélin bafði gengið þannig i beila klukkustund, hafði skipið færzt á að gizka 1 meter fjær landi, en sat þá fast, þrátt fyrir að vél- in væri látin ganga sem áður. Þegar við höfðum gengið úr skugga um að skipið hreyfðist ekki meir, var vélin stöðvuð laust fyrir kl. 4. Nú kom í Ijós, að skrúfan liafði grafið svo mikinn sand frá skip- inu, að það flaut alveg að aftan, én stóð að framan, en af þessu stafaði sú liætta, að afturliluti skipsins færðist til hliðar og stæði þá þvert fyrir brimi og sjóum í fjörunni, en það hefði orðið mjög hættulegt.“ „Var nokkuð við*því að gera?“ „Já, strax og við komum í land úr skipinu, drógum við vír frá því vestur í fjöruna. Þar grófum við stórt tré flatt niður í sandinn, festum vírinn utan um það mitt og mokuðum svo sandi og möl ofan á það, unz tréð sat fast í sandinum. En í skipinu var vírinn látinn á vind- una. og halaður stífur bakborðs- megin. Sat skipið úr þessu ríg- fast, en liafði áður snúist um 3 strik til bakborðs.“ „Var ekki losað úr skipinu neitt frekar?“ „Nei, og mönnunum, sem unnið liöfðu að losun þess, var gefið til kynna að frekari lið- veizlu þeirra þyrftum við ekki, að undantekinni þeirra þriggja manna, sem héldu fyrir okkur vörð á ströndinni. Hafði ávallt verið vörður um skipið, frá því er það strandaði, til að hægt væri að fylgjast nákvæmlega með öllu, sem þarna gerðist. Voru það menn úr landi, sem stóðu á verðinum.“ Skipinu náð á flot. „Hélduð þið til bæja að svo komnu?“ „Nei, þessa nóttina gistum við um horð i skipinu, því að við ætluðum að reyna að ná skipinu á flot á næturflóðinu. Við lögðumst til hvildar um kvöldið á gólfið í hásetaklefa, því rúmföt voru ekki nein til, en til að okkur kólnaði ekki til muna hafði verið kveiktur eld- ur í ofni áður um kvöldið. Klulckan 12 á miðnætti var skipshöfnin öll kölluð á þilfar, vélstjóri liitaði undir eimkatl- inum og vélin því næst sett á fulla ferð aftur á bak unz skip- ið fór að hreyfast í briminu. Vegna vírsins, sem við settum fastan í fjörunni, tók skipið smám saman að rétta sig við, og um eitt-leytið var það komið i rétta stefnu.“ „Hélt það svo stefnunni úr því ?“ „Nei, það hélt áfram að snú- ast til veslurs og urðum við því að flytja virinn sem festur liafði verið í skutinn, fram á bóginn til að halda þvi kyrru. Þetta tókst og skipið komst aft- ur i rétta stefnu. Það tók nú að höggva alhnik- ið i briminu, þar sem það flaut nú meira en áður og hafði þar- afleiðandi meira svigrúm til þess að lyfta sér og síga.“ „Hvenær komst það á flot?“ „Það leið enn drykklöng stund. Um kl. 2 tólc skipið enn að færast fjær landi og á skammri stund færðist það um nokkura metra. Þetta sáum við með því að athuga vírinn, sem festur var í hjörgunarbátinn í landi. Við þurftum alltaf öðru hvoru að gefa vírinn út, til að hann tefði ekki fyrir skipinu. Innan stundar tók ferð skipsins að aukast, og varð loks' það mikil, að skipverjarnir urðu að liafa sig alía við til að gefa vír- inn eftir, svo ekki hlypu á hann snurður, eða liann festist utan um eitthvað á þilfarinu. Það reyndi mjög mikið á slýrið og skipið allt ofanvert, þegar það fór í gegnum yzlu brotin, en allt gekk þetta þó slysalaust fyrir sig.“ „Var skipið þar með úr allri hættu?“ „Nei, síður en svo. Það þurfti ennþá mörg snör handtök til að ekki færi illa. Þegar við lcom- um út fyrir brimgarðinn sner- ist skutur skipsins til vesturs og var vírnum, sem fest var í björgunarbátinn, fest framan á skipinu, og þannig tók það von bráðar rétta stefnu. Þetta varði þó ekki lengi, þvi það snerist fljótlega aftur vestur á bóginn, og lá þá langs með landinu. Flýttum við okkur að taka vir- inn aflur á skipið og setja það á fulla ferð áfram með stýrið til stjórnborða. Tókst okkur þannig að snúa skipinu beint út frá landi, og þegar við töldum það vera komið svo langt út, að við þyrftum ekki að óttast neitt framar, slöðvuðum við skipið og mæklum dýpið. Það reynd- ist vera 7% faðmur.“ „Hvað gerðuð þið við björg- unarbátana og vírana?“ „Við snérum nú skipinu að landi fluttum vírinn fram á og byrjuðum að draga bann inn. Báturinn virtist fljóta ágætlega í gegnum brimið, en liafði þó komið töluverður sjór i liann. þegar búið var að taka liann upp á skipið, var það sett á fulla ferð, og stýrt í suður. Vírnum, þeim, sem fest hafði verið í E.s. Rundehorn viö Grænlandsstrendur. *

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.