Vísir Sunnudagsblað - 27.04.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 27.04.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSÍR SUi\NUDAGSBLAÐ eyra hvers sem er, hversu langt sem hann er í burtu.“ Hún lof- aði að skrifa Kotzebue bréf, „svo að þú getir sannað Rússum, að Nama-hana kunni að ski'ifa.“ Kotzebue skemmti sér vel við samtalið, en nú varð hlé á, því að úti heyrðist hjólaskrölt og háreysti mikið. Hann leit út og sá tvíhjóla trévagn nema staðar, en 10—12 Hawaii-drengir höfðu beitt sér fyrir hann. Þeir biðu í mannþrönginni, sem horfði á þá aðdáunaraugum. Marin útskýrði að þessum unglingum ætti að falla sá heiður í skaut, að aka drottningunni til kirkju. Nama- hana bauð nú Kotzebue að fylgj- ast með sér. Hann þóttist sjá að liann mundi verða að athlægi, ef liann færi, en þorði ekki að móðga drottninguna með því að hafna boðinu, því að hann liafði ekki enn borið upp erindi sitt. Hann tók því boðinu, því að hann vonaðist til að geta haft gaman af þessu. Nama-hana varð harðánægð og fór að snyrta sig, setti upp hatt, tók hlævæng og fór loks í sjómannastígvél. Síðan fór hún fyrir niður að vagninum. Þegar hún kom út á tröppumar til- kynnti liún að skólinn væri úti og nemendurnir bættust í hóp- inn umhverfis vagninn. En þvi miður var vagninn svo lítill, að Nama-hana fyllti alveg sætið. Hún lagði því handlegginn ut- an um Kotzeljue, til þess að hann dytti ekki, en Kinau fór á bak grindhoraðri bykkju, sem hann reið „berbakt“, en síðan var þeyst af stað og reyndu menn- irnir, sem drógu vagninn, að halda i við landstjórann. Þetta var auðsjáanlega mikili viðburður í lífi þorpsbúa, því að þeir þustu út úr kofum sínum og hyltu sumir drottningu, en aðrir slógust í föripa. En eins og Iíotzebue hafði óttast stóðu hvítu kaupmennirnir í anddyri húða sinna og skellildóu. Tvisv- ar var ekið fram hjá sjómönn- um af skipi Kotzebue og þeir stóðu fyrst sem steinilostnir, er þeir sáu skipstjóra sinn í faðmi þessarar risakonu, en ráku sið- an upp skellihlátur. En loks var þó komið á leiðarenda. Þegar guðsþjónustan var á enda var heimförinni hagað eins. Þegar Kotzebue var búinn að hjálpa drottningunni niður úr vagninum og liafði talið í sér rifbeinin, ákvað hann að hera upp ermdi sitt. Hann kvaðst vonast til að geta fengið nokkur svín, dálítið af hinum góðu kart- öflum ej^janna, dálítið..... „Góði maður,“ hrópaði di'ottningin, „þið getið fengið allt sem þið girnist. Yið elskum rússnesku þjóðna! Það er okkur gleðiefni að getasýntástokkar !‘t Hún sneri sér að þjónunum, klappaði saman höndunum og lirópaði: „Wiki-wiki!“ (Fljótt, fljótt!) „Segið Kinau að við fær- um hinum kæru rússnesku vin- % um okkar gjafir. Wiki-wiki!“ II. Næstu daga fengu Kotzebue og menn lians sönnur fyrir þvi, að orðum Nama-hana var hlýtt, því að þeir fengu ógrynni af svínum og fiski. Þeir féllust al- veg á það, að hún væri ekki að- eins gáfaðasta og lærðasta kona eyjanna, lieldur einnig sú bezta, eins og allir, bæði eyjaskeggjar og kaupmenn, liöfðu fullvissað þá um. „Ef Nama-hana geðjast að ykkur, er eyjan ykkar eign!“ sögðu þeir. Þar sem liinu opin- bera erindi var lokið, fór Kot- zebue oft á fund drottningar til að rabba við hana. Hún var að vísu barnaleg í ýmsu, er við- kom Evrópusiðum, en hún var gáfuð og laus við alla uppgerð. En það var einn kostur, sem var mjög mikill í augum hennar sjálfrar, er Kotzebeu hafði að- eins heyrt um, en ekki sann- reynt sjálfur. Hann liafði lieyrt getið hinnar ótrúlegu matar- lystar hennar og nú ákvað liann að kynnast henni með eigin augum, því að hann átti bágt með að trúa þeim sögum, sem sagðar voru um hana. Það hafði verið vani hans að heimsækja drotlninguna á morgnana, en þá var hún jafnan önnum kafin við að rita bréfið, sem hún liafði lofað honum. Eitt sinn stillti hann svo til að hann kom rétt þegar aðalmál- tíðin stóð yfir og þeirri heim- sókn gleymdi hann aldrei. Þeg- ar honum var visað inn í borð- stofuna, lá drottningin eins og venjulega á maganum á miðju gólfinu. í hálfhring umhverfis hana voru fjölmat'gar skálar, fullar af góðgæti þvi, sem eyja- skeggjar framleiddu: Svína- kjöti, alifuglakjöti, sætum kart- öflum, bökuðum fiski, kokos- hnetum o. s. frv. Þrir þjónar voru önnum kafnir við að fylla skálarnar og rétta Nama-hana þær, en hún mokaði upp í sig með fingrunum að Hawaiii-sið. Tveir drengir gættu þess, að flugur settust ekki á hana. Drottningin lét komu Kotze- bue ekki lefja máltíð sína. Hún bauð hann velkominn með munninn troðfullan og benti honum að setjast við hlið sér. Sagði Ivotzebue að þá hefði hann séð hina einkennilegustu mál- tíð, sem liægt væri að liugsa sér. Hann kvaðst ekki vilja áætla, liversu mikið drottningin hefði innbyrt, en það fullyrti hann, að það myndi hafa nægt sex mönn- um. Aðdáun hans og undrun jókst með hverri munnfylli drottning'- arinnar. Þegar hún virtist södd, dró hún djúpt andann tvisvar eða þrisvar sinnum með erfiðis- munum og sagði: „Nú hefi eg borðað vel“, og Kotzebue var ekkert að andmæla því. Þá veltu tveir þjónanna henni á bakið, en hún gaf stórum og stæðilegum manni merki. Hann rauk til, réðist á drottninguna og fór að hnoða hana með linefum og hnjám, eins og hún væri deig. Þetta voru fyrstu kynni skip- stjórans af liinum hawaiianska sið, lomi-lomi, eða nuddi, sem er til þess að slaka á vöðvunum og auðvelda meltinguna. Þegar drottningin. var búin að jafna sig eftir þetta í nokkurar mín- útur, gaf hún skipun um að sér skyldi aftur velt á magann og síðan hófst máltíðin á nýjan leik! Drottningin var hreykin af matarlyst sinni, þvi að hún gerði henni kleift að halda fegurð sinni, því að á Sandwiclieyjun- um var fegurðin í réttu hlutfalli við gildleikann. En það var ekki Nama-hana ein, sem sýndi mat- arlyst við þetta tækifæri, því að þegar hún var búin, var komið með uppiáhaldsgrísinn hennar og hann látinn éta, þangað til hann stóð á öndinni. Hann gat varla gengið lijálparlaust, og ef hann datt, þá gat hann ekki ris- ið á fætur aftur. Einn af undirforingjum Kotzebue fékk leyfi drottningar til að teikna liana. Yegna þess að.sú list var óþekkt þarna, safn- aðist mikill hópur til að horfa á listaverkið verða til. Þegar nefið varð til sögðu áhorfendur: „Nú getUr Nama-liana fundið lykt.“ Þegar augun urðu til sögðu þeir: „Nú sér Nama-hana“, en þegar búið var að draga munninn urðu allir harla fegnir, því að þá gat Nama-liana farið að borða! Þeg- ar liér var komið, vildi Nama- hana sjá listaverkið og leit á það. „Munnurinn er allt of lít- Deanne Durbin er öllu fullorðnari í útliti á þessari mynd, en í kvikmyndum þeim, sem liún hefir leikið í. Hún er þarna með kærastanum, sem heitir Yaughn Paul og slarfar við kvilcmynda- framleiðslu í Hollywood. Þau ætla að giftast í júní n. k. — Að sögn er Paul mjög öfundaður í Bandarikjunum og víðar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.