Vísir Sunnudagsblað - 27.04.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 27.04.1941, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Clarence (Red) Burman, sem er talinn fimmti bezti hnefaleik- arinn í þyngsta flokki, barðist við Joe Louis 31. jan. Hann beið ósigur eftir mjög barða og langa viðureign. — Jack Dempsey, fyrrum iieimsmeistari, er mikill vinur Burmans og kallar sig verndara hans. ill!“ brópaði bún i örvæntingu. „Eg nmndi deyja úr hungri með svona litinn munn.“ III. En Nama-liana liélt jafnt og þétt áfram með bréfið, þótt hægt gengi. Loks kom sendi- maður frá henni um borð í frei- gátuna og tilkynnti með miklu handapati, að drottning myndi koma um borð þenna dag. Síðan sagði hann livað eftir annað orðið „pala-pala“ (skrift) og dró bréfstranga úr barmi sér. Þar var komið bréfið langþráða frá Nama-hana. Kotzebue gerði sendimanni skiljanlegt, að skipsbáturinn myndi verða til reiðu fyrir drottninguna og sendi þegar eft- ir Don Marin til að þýða bréfið. Seint um daginn kom Nama- liana í skipsbátnum. Skipstjóri og foringjar hans liöfðu rætt um það, hvemig væri bezt að lijálpa drotlningu um borð. Kaðalstig- inn, sem skipverjar notuðu, kom ekki til greina. Tillaga kom fram um að „heisa“ liana um borð, eins og livern annan mjölsekk, en sú aðferð var dag- lega notuð til að hjálpa „konu“ stýrimannsins um borð, en til- lagan var felld. í stað þess var smiður skipsins látinn smíða sterkan stiga. En til þess að Nama-hana kæmist upp stigann, urðu þrír sjómenn að ýta á eftir henni og tveir að toga í hana. Á þilfari beið skipstjóri og foringjar hans, allir í sparifötunum, og þegar drottningin var komin í efsta þrep stigans, ætlaði liún að hneigja sig fyrir þeim. En liún hafði reynt svo á sig við að komast upp stigann, að ef f jórir fílefldir liásetar hefði ekki grip- ið hana, myndi liún hafa fallið í sjóinn. Drottningin var sparibúin, eins og vænta mátti, en það var dálítið, sem staklc nokkuð í stúf við hinn litfagra búning hennar. Það voru sjómannastígvél, sem liún bafði þröngvað á fætur sér. En það var auðséð á drottning- unni, að hún var liarðánægð með útlit sitt. Nama-hana var stórbrifin af skipinu —- hversu allt var þar hreint og góð regla á öllu. Sér- staklega leizt henni vel á vistar- verur skipstjóra og þar dvaldi hun mestan þann tíma, sem hún var um borð. Legubekkurinn fékk að gjalda þess, liversu vel lienni þótti hann til setu fallinn, því að þegar hún tók sér sæti á honum brotnaði bann niður. Þá tólc drottnngin það ráð að setj- ast á gólfð og í þeim stellingum virti liún lengi fyrir sér mynd Rússakeisara, er liékk á veggn- um andspænis. „Hinn mikli landstjóri Rússanna ér falleg- ur,“ sagði bún því næst. Drottningin taldi sig vita mikið um Rússland, vegna frá- sagna Hawaii-drengsins Lauri, sem hafði siglt þangað á slcipi Golovnins, skipstjóra, fáeinum árum áður. Var það satt, spurði hún, að kuklinn gerði vatnið að gleri? Og það væri svo sterkt, að fólk notaði það eins og þjóð- veg og léti draga sig eftir þvi í stórum kistum? Voru húsin raunverulega eins há og f jöll, og svo stór að liægt væri að ganga um þau i þrjá daga, án þess að koma á enda? „Ef eg ælli lieima i Pétursborg,“ sagði drottning, „mundi eg ekki fara út í kuld- ann, heldur aka um liúsið i vagninum mínum!“ Slcipstjóri reyndi að gera lienni þetta allt skiljanlegt, en forvitni drottningar jókst með hverju svari. Spurningarn- ar flugu af vörum hennar eins og örvadrifa og sumum var ekki auðsvarað. „Hvernig getur verið svona kalt á einum árstíma, en lieitt annan?“ spurði hún. „Hvað mundi þurfa að hrenna miklum við árlega til að hita öll lönd heimsins?“ „Getur ekki rignt svo mikið einhvern tima, að allir eldar í heiminum slokknuðu? Myndi þá ekki verða eins kalt í Hono- lulu og í Pétursborg?“ Þessi spurningahríð stóð i tvær klukkustundir, en þá bauð skipstjórinn droltningunni vin til jiess að stöðva hana. Henni þótli það svo gómsætt, að henni var færð flaska lil að liafa með sér lieim. Þegar Nama-hana fór að sýna á sér fararsnið, sagði hún: „Úr því að eg á vín, verð eg að hafa glös, því að livernig á eg ann- ars að drekka það?“ Jafnframt stakk hún flöskunni undir ann- an handlegginn, tók glösin og gekk upp á þiljur. Ivotzebúe lauk frásögn sinni af lieimsókninni í dagbók skips- ins með þessum orðum: „Þann- ig lauk hinni virðulegu heim- sókn með því, að drottningin gerði glösin upptæk. En Nama- hana liafði verið svo gjöful, að hún hafði fullan rétt til að lila svo á, að henni væri velkomið að fá þau.“ (Stytt). IÞROTTIR: Max Baer talinn standa næst . .Joe Louis í þyngsta flokki. — í byrjun hvers árs gefur „The Ring“ — stærsta hnefaleika- tímarit Bandaríkjanna •—- út lista yfir þá hnefaleikamenn, sem sérfræðingar þess telja hezta. í þyngsta flokki er Maxie Baer nú talinn vera sá hezti, þegar heimsmeistarinn, Joe Louis er ekki talinn með, en næstur Baer er talinn Billy Conn. Conn er heimsmeistari í létt- þungavigt, en berst einnig í þyngsta flokki og fyrir sigra sína þar á síðasta ári útnefndi „The Ring“ liann „bezta linefa- leikamann árið 1910“. Það eru 168 sérfræðingar í Bandarikjunum, Kanada og Iiuha, sem ráða útnefningum „The Ring“. Þeir töldu Baer næstan Louis, vegna þess að hann sigraði á síðasta ári bæði/ Tony Galento og Pat Comiskey, sem taldir voru mjög hættu- legir. Hér fer á eftir listi „The Ring“ að nokliuru leyti. Þeir, sem taldir eru upp, eru Banda- ríkjamenn, nema annars sé get- ið: Þyngsti flokkur: 1. Joe Louis, 2. Maxie Baer, 3. Billy Conn, 4. Arturo Godoy (Chile) og 5. Red Burman. Létt-þungavigt: 1. Billy Conn, 2. Gus Lesnevich. Miðþungavigt: Ken Overlin. Weltervigt: Fritzie Zivic. Létt-vigt: Lew Jenkins. Fjaðurvigt: Harry Jeffra. Bantamvigt: Tony Oliveira. Fluguvigt: Jackie Paterson (Skotland). VEIZTU ÞAÐ? Hér fara á eftir nokkurar spumingar, sem yngri lesend- urnir geta spreytt sig á. Svörin eru birt á 7. síðu: 1. Hvar er Woohvorth-bygg- ingin? 2. Hvaða borg, sem menn búa enn í, er talin elzta borg í heimi ? 3. í hvaða heimsálfu var fyrst flogið í flugvél? 4. Hvar er Ob-fljótið? 5. IJvar er Brenner-slcarðið? 6. Hvar er Gullnahornið? 7. Hvar fæddist Shake- speare ? 8. Hvað heitir héraðið, sem borgin Washington er i? 9. Hvar er Hollyrood-höllin? 10. Við hvaða fljót stendur Berlín ?

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.